Neisti - 21.12.1964, Qupperneq 5
JÓLABLAÐ
NEISTI
meðliimur. Á þessum fundi
lá fyrir tilboð frá bæjar-
stjórn um að yfirtaka bóka-
kost og eignir félagsins, og
að bærinn ræki það fram-
vegis sem eigin eign. — Sá
stjórnin sér ekki annað fært
en taka þessu tilboði, og var
lestrarfélagið formlega lagt
niður 24. janúar 1920. Síðan
hefur bærinn rekið íþað með
styrik úr ríkissjóði.
Hannes Jónasson var
bókavörður frá 1916—1932,
og í stjórn lestrarfélagsins
og bókasafnsins allt tímabil
ið, enda hvíldu störfin að
jnestu á hans herðum. Á
öðrum stjórnarmönnum voru
stöðug skiþti. Árið 1932
voru í safninu 1000 bindi.
1932—1937 var safnið sama
og ekkert starfrækt og gekk
bókakostur þess nokkuð
saman. 1 ársbyrjun 1938 var
kosin ný stjórn fyrir bóka-
safnið, Pétur Björnsson for-
maður og hefur hann verið
það til þessa dags, Sigurður
Björgólfsson kennari, sem
starfaði í stjórninni til 1946
og Angantýr Guðmundsson
málari, sem starfaði til 1942
og var jafnframt bókbindari
safnsins. Stjórnin vann að
undirbúningi að kaupum á
safni Guðm. Davíðssonar á
Hraimum, hátt á sjötta þús-
und binda, sem. bæjarstjórn
Siglufjarðar samþykkti kaup
á 2. janúar 1938, og er
traust undirstaða núverandi
safns. Jafnframt kom hún
skipulagi á safnið, sem hafði
farið úr skorðum eftir að
Hannes hætti störfum.
Aðrir, sem lengst hafa
sltarfað í stjórninni, eru:
Benedikt Sigurðsson kennari
sem verið hefur ritari síðan
1946, og Kristján Sturlaugs-
son kennari, sem starfað
hefur síðan 1949. Um aðra
stjórnarmenn hefur verið
skipt af og til. Þeir Pétur
og Benedikt hafa verið aðal-
ráðgefendur varðandi upp-
byggingu safnsins, og jafn-
framt hefur Pétur verið
reikningshaldari og gjald-
keri safnsins. Rekstrarfé
safnsins hefur verið frá riki
og bæ og einnig smáupp-
hæðir, sem komið hafa inn
fyrir útlánaðar bækur. Til
ársloika 1963 hefur hver að-
ili um sig lagit fram eftir-
taldar upphæðir: Ríkissjóð-
ur' 1933—1963 kr. 269.222,00
Siglufjarðarkaupstaður frá
1920—1963 kr. 1.489.716,00.
Árið 1916 byrjaði lestrar-
félagið starfsemi sína með
,100 bindum. 1932 'átti safnið
1000 bindi, 1948 voru til
9.556 bindi, 1958 12.461
bindi og nú eru í safninu
17.097 bindi, auk smáprents
og tvítaka af timaritum og
og blöðum.
Húsnæði safnsins var á
ýmsum stöðum fram til
1947, en þá flutiti það í Að-
algötu 25, og var þar til
vors 1964 er það flufeti í hið
nýbyggða hús við Gránu-
götu, sem er byrjmiarbygg-
ing á ráðhúsi bæjarins. En
bygging á því hófst í ágúst
1961 og er nú að fullu geng-
ið frá þeirri hæð, sem safn-
ið fær til afnota. Flatarmál
hæðarinnar er 340 ferm.
Bindaeign safnsins eftir
flokkum er sem hér segir:
bókfræði 128 bindi,, aifræði-
bækur 65, ýmislegt 80, tíma-
rit, heilir árgangar, 3578,
blöð, heilir árgangar, 907,
fágæti 60, heimsspeki og sál-
arfræði 376, kirkjusaga og
trúarbrögð 447, félagsfræði
1509, tungumál 138, nábtúru
fræði 214, gagnfræði og
framleiðsla 434, listir og
skemmtanir 212, bókmennt-
ir 70, saga og landafræði
1508 og óflokkað 398 bindi.
Er húsnæði bókasafnsins
var tekið í notkun 14. nóv.
s.l. flutti Sigurjón Sæmunds
son bæjarstjóri eftirfarandi
ræðu:
Merkur áfangi
I dag eru merk tímamót í
sögu Siglufjarðar. I dag sjáum
við þann draum okkar rætast,
sem boðar menningu og fram-
farir. 1 dag tökum við Bóka-
safn Siglufjarðar opinberlega
til afnola í nýjiim húsakynn-
um.
Á undanförnum árum licfur
verið að því keppt, að byggja
upp í þessum bæ helztu mann-
virki, sem nota þarf til menn-
ingarstarfsemi. Ein þessara
bygginga er hið væntanlega
ráðhús bæjarins, þar sem við
nú stöndum, og fyrsti áfangi i
þessari byggingu ér þetta bóka-
safnshúsnæði. 1 ráðhúsbygging-
unni er gert ráð fyrir að bæj-
arfélagið hafi allar sínar skriif-
stofur, í byggingunni verði
einnig ýmis menningarstarf-
serni, auk starfrækslu bóka-
safnsins. 1 þessu lnisi verði
einnig samistaður fyrir ýmsa
félagsstarfsemi, þegar fram líða
stundir og geta bæjarfélagsins
leyfir.
Fyrsta skóflustunga að þess-
ari byggingu var tekin 2. ágúst
1961. Hafa byggingarframkv.
staðið yfir síðan og er kostn-
aður við byggingu safnhússins
nú mn kr. 3.200.000,00.
Margir hafa lagt hér hönd að
verki: Þórarinn Vilbergsson
byggingameistari hefur verið
yfirsmiður byggingarinnar, inúr
vinnu liafa annazt Sigurður
Magnússon og Baldur Ólafsson
múrarameislarar, rafmagns-
vinnu hafa iframkvæmt Sverrir
Sveinsson og Þórir Björnsson
rafvirkjamelstarar, vinna við
allt tréverk, liillusmíði og ann-
að er framkvæmt af Kristjáni
Siglryggssyni trésmíðameistara,
málningavinna er unnin af
þeim Reyni Ánnasyni og
J ó n a s r.T ó n ssy n i málarameistu r-
um, hitunarkerfi er smíðað og
sett upp af Blikksmiðjunni
Vogur, Kópavogi.
Verkfræðilega vinnu vegna
byggingarinnar befur Ríkarður
S t ei n b e rg sso n v e rkf ræði n gu r
annast, Sigurjón Sveinsson,
arkitekt, byggingafulltr. Rvíkur
borgar, hefur teiknað húsið og
allt smátt og stórt viðvíkjandi
innréttingum og ljósabúnaði.
Öllum þessum mönnum og
mðrgum öðrum ótöldum, sem
hér hafa unnið, færi ég alúðar
þakkir fýrir vel unnin störf i
þágu þessarar byggingar. Ein-
um iþessara manna vil ég þó færa
isérstakap þaklpr, lenjþað er Sigur
jón Svcinsson arkitekt. Með á-
huga og velvilja liefur þessi
ágæti Siglfirðingur miðlað okk-
ur al' þekkingu sinni til þess að
gera liúsakynni þessi eins vist-
leg og varanleg og kostur er á.
Að mínum dómi hefur það tek-
izt með ágætum og Sigurjóni
Sveinssyni til varanlegs sóma.
Guðmundur G. Hagalín, hóka-
fulltrúi ríkisins, hefur einnig
sýnt lofsverðan áhuga á þessu
byggingarmáli. Eins og öllum
má ljóst vera, þá kostar bún-
aður og bygging, slík sem þessi,
mikið fé. Þegar samtímis steðja
að sérstakir erfiðleikar, eins og
átt liefur sér stað hjá okkur
undanfarið, þá er gott að eiga
skilningsríka stuðningsmenn.
Guðm. G. Hagalín hefur verið
hinn ákjósanlegasti stuðnings-
imaður þessara byggingafram-
kvæmda, bæði hvað snertir
fjárframlög af hálfu ríkisins og
ekki síður hitt, að hvetja og
eggja til þess að ley-sa verk
þetta vel af hendi. Fyrir þetta
færi ég honum beztu þakkir.
Tveggja manna annarra er
sjálfsagt og skylt að minnast á
þessari stundu. En það eru þeir
Gísli Sigurðsson bókavörður og
Pétur Björnsson forrn. bóka-
safnsstjórnar. Þessir tveir menn
bal'a undanfarna áratugi af
eljusemi og þó í kyrrþey unn-
ið látlaust að því, að gera bóka-
safn okkar sífellt betra og verð-
mætara, með því að safna til
þess bókum og dýrmætum rit-
um úr öllum áttum. Eiga þeir
mikinn þátt í því, að Bóikasafn
Siglufjarðar er nú oröinn dýr-
mætur fjársjóður, sem Siglfirð-
ingar hafa fulla ástæðu til að
virða og meta. Eg þakka þesis-
uin mönnuim ágætl starf i þágu
safnsins.
Bóklineig'ö Islendinga
Islendingar eru bókaþjóð, og
sagnaritun og skáldskapur er
okkur í blóð borið. Hirðskáld
islenzk voru velkomnir gestir
við liirðir konunga, Egill kvað
sína Höfuðlausn og Sonatorrek,
Eysteinn Lilju og Hallgrímur
sálma sína. Ein lielza þjóðar-
íþrótt Islendinga er að yrkja
ljóð og visur, og ennþá er fer-
skeytlan bæði barnaglingur og
byssustingur Frónbúans. Sagna-
skáhl og fræðaþulir áttu og eiga
enn veglegan sess hjá íslenzkri
þjóð, og fullyrða má, að sér-
liver kynslóð islenzk liafi átt
sitt nóbels-skáld, þótt ókrýnt
hafi verið.
Mikið af þesisum hafsjó af
skáldskap, sögnuin og fræði-
mennsku hefur verið skráð og
er nú grundvöllur þess, að við
getum talið okkur sjálfstæða
þjóð, með einstæðum menning-
arerfðum og hreinu, klassísku
máli.
Talið er að prentlist hefjist
á Islandi um 1530, fyrir for-
göngu Jóns biskups Arasonar.
Þar á eftir urðu bækur meiri
almenningseign, en þó taldar
kjörgripir og sumar gæddar
það miklum heilagleika, að
sjálfsagt þótti að leggja þær í
kistur látinna manna, og hafa
þannig farið forgörðum mörg
eintök af Passíusálmum og öðr-
um álíka bókum.
Bókasöfnun liefur verið og
er enn ástríða hjá mörgum:
góðum Islendingi, og vegna
þess hefiur margri ibók veriði
bjargað l'rá tortímingu. Og þótt
bækur í sjálfu sér séu ekki
heilagar, þá fer ekki hjá því,
að góður bókasafnari fyllist
heilagri lotningu er hunn hand-
leikur bækur t. d. frá Hólum
og Núpufelli, eða eins og
Davíð Stefánsson segir:
Á gömlum bókum, mæddum
og máðuan,
þarf mHduin höndum að taka.
ef blett þarf af þvo af
blöðum snjáðum,
má bókina ekkert saka.
l’Tr landi er sá með réttu rækur
sem rifur bók sökum elli.
Með heilagri lotningu
handleik ég bækur
frá Hólum og Núpufelli.
1 góðu bókasafni erum við
því að vissu leyti á heilögum
stað.
Tveir atburSir
Sá atburður er nú að gerast
úti í Danaveldi, að þar er kom-
ið að þeim langþráða loka-
áfanga: að fá íslenzku handrit-
in heim. Þegar þeim áfanga er
náð, verður að telja það mest-
an stórviðburð síðan lsland
fékk isjálfstæði. Með því að fá
handritin lieim er (íslenzka
þjóðin í raun og veru að 'endur
heimta hluta af sálu sinni, sem
verið liefur í útlegð svo alltoif,
alltof lengi. Með því er verið
að viðurkenna endanlega, að
við séum sjálfstæð þjóð, með
sérstæða menningu og tungu.
Unn svipað leyti gerist annar
atburður, að visu svo langtum
minni, en han.n er sá, að við
erum að opna Bókasafn Siglu-
fjarðar í nýjum húsakynnum,
með ágætum aðbúnaði og að-
stöðu.
Það er að sjáifsögðu langt bil
milli þessara atburða: Annar
snertir dýpstu rætur, en hinn
er þjónustuatriði við' tiltölulega
Gleðileg jól
Farsœlt komandi ár
Þökk fyrir viSskiptin
Vöruflutningar
Birgis og Hilmars
Óskum öllu starfsfólki
voru og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og
farsœls komandi árs
iSíldarverksmiðjam
RAUÐKA
fámennan hóp í litlu sjávar-
plássi. En þó eru þessar greinar
báðar vaxnar af sania stofni.
Þær eru undirstaða undir bók-
mennt og menningu og áfangi
til áframhaldandi þroska.
Veilum þeim aSbúS góSa
Það er eðli hvers viti borins
manns að gera öðrum skiljan-
legt hvað honum býr í brjósti.
Maðurinn vill láta aðra taka
þátt í þekkingu sinni og
þroska. 1 fyrstu párar maðurinn
einfaldar myndir á stein, til
þess að opinbera hugsanir sín-
ar. Síðan finnur hann upp let-
ur, ,sem hann skrifar á leirflög-
ur eða pergament, síðast koma
bækur framleiddar í þúsund-
um eintaka. Allt þetta hefur
það sameiginlegt, að það varð-
veitir og flytur okkur hugsanir,
þótt höfundar séu horfnir
mönnum.
1 Bókasafni Siglufjarðar eru
um 17 þúsund bindi. Hér er
því þróunin orðin sú, að 17
þús. aðilar bíða þess þolin-
móðir að þú, kæri safngestur,
kynnist þeim liugsunum, sem á
blaðsíðurnar eru skráðar.
Við, sein staðið höfum að
hyggingu þessa safnhúss, höf-
um reynt að gera húsakynni
eins aðlaðandi og kostur er, til
þess að safngestir geti átt hér
friðsælar og ánægjulegar stund-
ir. Og vinum okkar, bókunum,
höfuin við einnig veitt eins
góða aðbúð og kostur er, í sam-
ræmi við þetta vers úr „Sálmi
bókasafnarans“ eftir Davíð Ste-
fánsson:
Ég veit ekki neitt, sem ég
vildi heldur,
en veita þeim aðhúð góða,
svo grandi þeim livorki
glóandi eldur
né guðleysi lieimiskra þjóða.
Ég sé ekki neitt á sjó né landi,
er seiðir meira og ljómar,
en hugsjónir þeirra, heilagur
andi
og himneskir leyndardómar.
HúsnœSiS afhent
Samkv. lögum nr. 22, 23. apr.
1963 um almenningsbókasöfn á
Islandi, eiga stjórnir bókasafna
að annast rekstur safna og varð
veizlu. I samræmi við þessi lög
fel ég hér með, f. h. Bæjar-
stjórnar Siglufjarðar, húsnæði
þetta í umsjá bókasafnsstjórnar.
Vona ég að bókasafnið í þess-
um liúsakynnum megi verða
Siglfirðingum til ánægju og
blessunar á komandi árum.
Nýkomið úrval af
DRENGJAHÖNZKUM
UNGLINGAHÖNZKUM
HERRAHÖNZKUM
Verð frá kr. 87,00—100,00
Kaupfélag Siglfirðinga
vefnaðarvörudeild
Ragnar Páll með
málverkasýningu
Ragnar Páll, hinn ungi, sigl-
firzki listraiálari, hefur sýn-
ingu á málverkum sínum, á
efstu hæð lögreglustöðvar-
innar. Málverkin eru mjög
falleg. Sýningin hefur verið
'mikið sótít og mörg málverk
hafa selzt.
Áb.m.: Friðrik Stefánsson