Neisti - 22.12.1966, Blaðsíða 6

Neisti - 22.12.1966, Blaðsíða 6
NEISTI JÖLABLAÐ 1966 lönaðarbanki íslands Lœkjargötu 10, Reykjavík Sími 20580 VTIBV: Grensásvegi 58-60 Sími 38755 Opinn kl. 10—12 og 1,30—4,30. Laugardaga kl. 10—12. Ennfremur eru sparisióðs- og hlaunareikningsdeildir bankans opnar til afgreiðslu kl. 5—7 s.d. á föstudögum VTIBV: Strandgötu 34, Hafnarfirði, sími 50980 VTIBV: Geislagötu 14, Akureyri, sími 21200. SAHA er á toppnum T H U L E LAGERÖL Gosdrykkir - Efnagerðarvörur Styðjið norðlenzka framleiðslu SANA h.f. NORÐURGÖTU 57 - AKUREYRI - SÍMAR 11484 og 11485 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökk fyrir viðskiptin. ALMENNAR TRYGGINGAR h.f. Umboðsmaður í Siglufirði: Hörður Amþórsson Óskum Siglfirðingum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs Þökk fyrir viðskiptin á árinu lOLÍUVERZLUN IBP/ ISLANDSw I Umboðið á \ y Siglufirði Sjötugsafmæli 'Þann 2. des. sl. átti Þor- steinn Gottskálksson, Hverf- isgötu 3, sjötugsafmæli. Þorsteinn er Siglfirðing- um að góðu kunnur, sem dagfarsprúður maður, hress í viðmóti og reifur í vina- hópi. Hann þykir duglegur verk- maður og samvizkusamur í starfi. Neisti flytur Þorsteini sín- ar beztu ámaðaróskir í til- efni afmælisins. GLEUILEG JÓL Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökkum samstarfið á árinu Utgerðarfél. Sigluf j. h.f. Óskum öllu starfsfólki voru og viðskiptavinum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs Hraðfrystihús SK MINNINGARORÐ UM IIJÖNIN Þóru Jónsdóttur Fædd 23. ágúst 1895. - Dáin 23. okt. 1966 ogllóhann Fr. Guðmundss. Fæddur 14. jan. 1899. - Dáinn 23. okt. 1966 Fjöldi Siglfirðinga urðu harmi slegnir er sú frétt barst hingað, að þau hjónin, Þóra Jónsdóttir og Jóahnn Fr. Guðmundsson hefðu lát- izt af völdurn ibifreiðaslyss þann 23. okt. s. 1. Hér áttu þau hjónin fjölda vanda- manna, svo og stóran vina- hóp. Þóra Jónsdóttir var fædd að Kirkjubæ í Austur-Húna- vatnssýslu 23. ágúst 1895, og vora foreldrar hennar Jó- hanna Einarsdóttir og Jón Jónsson. Jóhann Fr. Guðmundsson var fæddur 14. janúar 1899 í Fljótum og voru foreldrar hans Guðrún Magnúsdóttir og Guðmundur Jónsson, en þau hjónin voru hér búsett um áraraðir og voru með beztu borgurum Siglufjarð- ar. Árið 1925, 14. nóv., giftust þau Þóra og Jóhann og sett- ust síðan að hér í Siglufirði þar itil þau fluttust til Seyð- isfjarðar árið 1938. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Brynhildi, gift Albert Guðmundssyni stórkaup- manni, Álfhildi Helenu, er dó 6 ára og Alfþór, yfir- verkstjóra hjá Búrfellsvirkj- un, ikvæntur Björgu Bjama- dóttur. Þann tíma, sem Jóhann átti hér heima, tók hann mikinn þátt í störfum verka- lýðshreyfingarinnar og Al- þýðuflokksins og var bæjar- fulltrúi flokksins tvö kjör- tímabil. Við lestur fimdar- gerða Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar frá þessum ár- um, sézt bezt, hve mikill bar- áttumaður hann var um mál- efni flokksins og Siglufjarð- ar. ‘Hann var vel ritfær og skrifaði fjölda hvatninga- greina í innanfélagsblaðið „Þróttur“, svo og í Neista. Siglfirzkir jafnaðarmenn þakka Jóhanni fyrir sam- starfið á þessum árum. Heimili þeirra Þóru og Jóhanns hér var orðlágt fyr- ,ir myndarskap og gestrisni, enda var þeim hjónum gott til vina o g eiga margir Sigl- firðingar hlýjar og góðar minningar um dvöl þeirra hér, sem seint munu gleym- ast. Blessuð sé minning þess- ara heiðurshjóna.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.