Neisti


Neisti - 10.03.1978, Qupperneq 3

Neisti - 10.03.1978, Qupperneq 3
Föstudagurinn 10. marz 1978 NEISTI 3 Vlktor Þorkoltson: Aukið lýðræði í sveitarstjórnar- málum og betri tengsl við bæjarbúa Það sem unga fólkiðþarfnast einna helst er húsnæði. Tima- bært er því að byggðar séu ibúðarblokkir með misstórum íbúðum og á bæjarfélagið að hafa þar forystu. Auka þarf tengsl sveitar- stjómamanna við íbúa bæjar- ins. Eins og nú er komið vita aðeins fáir útvaldir, hvað gerist á bæjarstjómarfundum. Hvers- konar upplýsingamiðlun um gang bæjarmála þarf að koma til fólksins. Við ákvörðunartök- ur í einstökum stórmálum ætti að leita áhts bæjarbúa með ailsherjar atkvæðagreiðslu. Bæjarstjómin ætti að boða til ársfjórðungslegra opinna upp- lýsinga- og fyrirspumafunda, þar sem bæjarbúar ættu þess kost að ræða málefni bæjarins við kjöma bæjarfulltrúa. Við endanlega ákvörðun um skipulag bæjarins þarf að hafa sem flesta með í ráðum. Það er um mig eins og aðra jafnaðarmenn, að gott atvinnu- ástand er mál málanna á hverj- um tíma. Annars em góð mál- efni engum jafnaðarmanni ó- viðkomandi. MUNK) PRÓF- KJÖRIÐ koma á fót léttum iðnaði í rik- ara mæli, sem um leið gæti þjónað eldra fólki til þægilegri starfa, því störf í fiskvinnslunni em flest erfið og þá einkum fyrir roskið fólk. Þau mál önnur, sem mér eru ofarlega í huga, eru mál, sem ég hef haft nokkur afskipti af undanfarin ár — heilbrigðis- málin. Þar er það einkum tvennt, sem mér finnst áríðandi þessa stundina, þ. e. að bæta úr óviðunandi ástandi sorpmála og fá betra neysluvatn. Finnst mér þessi mál hafa verið alltof afskipt af hálfu bæjaryfirvalda. Fleiri mál mætti nefna, t. d. varanlega gatnagerð, æsku- lýðsmál o. fl. Herdís Giémundsdóttir Fædd 23. nóv. 1912. Dáin 31. janúar 1978. Þriðjudaginn 7. febr. s. 1. var jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju Herdís Guðmundsdóttir. Foreldrar hennar voru Guð- rún Magnúsdóttir og Guð- mundur Jónsson, Syðsta-Mói í Fljótum. Voru þau alkunn fyrir dugnað og atorkusemi og var Guðmundur kunnur skip- stjómarmaður á sínum yngri árum. Hingað til Siglufjarðar flutt- ist Herdís með foreldrum sín- um 1936 og átti hér heima síð- an. Áður hafði hún dvalið í Vestmannaeyjum og lokið þar gagnfræðaskólanámi. Fór utan og dvaldist við nám í Svíþjóð og ferðaðist þá nokkuð um Þýska- land. Eftir að hún settist hér að vann hún lengi á skrifstofu bæjarins og síðan fjölmörg ár á skattstofunni. Herdís Guðmundsdóttir var greind og fjölhæf gáfukona. Hvar sem hún kom geislaði frá henni lífsþróttur og létt og gamansöm lund. Hún þótti frá- bær starfskraftur. Hún var hjálpsöm og greiðvikin, enda má með sanni um hana segja, að öllum sem henni kynntust, var vel til hennar. Herdís var hagyrðingur góð- ur og átti létt með að gera skemmtiatriði, svo sem gaman- vísur og skemmtiþætti, sem vöktu kátínu og komu fólki í gott skap. Hún var félagslynd kona og tók m. a. virkan þátt í starfi slysavamafélagsins. í stjómmálum fylgdi hún jafnaðarmönnum að málum. Hún var sannur jafnaðarmað- ur. Málstaður þeirra, sem minni máttar voru, var hennar. Hinn 23. jan. 1949 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Páli Pálssyni, skipstjóra og var hjónaband þeirra gott og far- sælt. Þau eignuðust tvo syni, Jón Gunnar og Guðmund. Prýðis pilta, sem móðirin var stolt af. Ég hef ekki um langan tíma verið viðstaddur kirkjulega at- höfn, sem snortið hefur mig jafnmikið í einfaldleika sínum og útför Herdísar. Fyrstu sólar- geislar vetrarins færðu birtu og yl inn í kirkjuna. Hljómar kirkjuklukknanna voru svo hreinir og bjartir. Sorgin mark- aði svipmót allra, sem vildu með því votta henni virðingu sína og þökk fyrir samveru- stundimar. Kæra vinkona: „Lýsi þér sólin til ljósheima. Fylgi þér fararheill til friðarsala. Algóður guð geislum strái á leiðir lifenda.“. Vertu sæl. Ég þakka þér góðu kynnin. Jóhartn G. Möller. Dísa Herdís Guðmundsdóttir F. 23/11. 1912 D. 31/1. 1978 Allra bíður Urðardómur öldurfalla og rísa. Þagnað hefur þíður ómur þú ert horfin, Dísa. Fellur rósin fríð að vengi flýr mig gleðin vísa. Við leikum ekki á Ijóðastrengi lengur saman, Dísa. Bjarmar fyrir brosi á vanga bjartar stjörnur lýsa. Þeir sem vilja veg þinn ganga, villast aldrei, Dísa. Vertrarbaðmur bjartur — heiður beðinn þinn má hýsa. Að vori munu blómabreiður brosa við þér, Dísa. Biynhildur H. Jóhannsdóttir _ . ■ Æ m a m ^ « ■ ■ Symshorn KjOrseÖlll Prófkjör Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar vegna bæjarstjórnarkosninga í Siglufirði 1978. ATH. 1. Kjósa ber í öll sætin, ella er atkvæðið ógilt. 1. sæti Jóhann G. Möller Jón Dýrfjörð 2. sæti Jón Dýrfjörð Viktor Þorkelsson 3. sæti Anton V. Jóhannsson Arnar Ólafsson 2. Kjósandi setur X við nöfn þeirra, sem hann kýs. Jóhann G. Möller Jón Dýrfjörð Viktor Þorkelsson i (A !* í Anton V. Jóhannsson 3. Aðeins má kjósa einn mann í hvert sæti. Arnar Ólafsson Björn Þór Haraldsson Jón Dýrfjörð Viktor Þorkelsson 4. Ekki má kjósa sama mann nema í eitt sæti á sama kjör- seðli. 5. sæti Anton V. Jóhannsson Arnar Ólafsson Björn Þór Haraldsson Jón Dýrfjörð Sigfús Steingrímsson 6. sæti Hörður Hannesson Jón Dýrfjörð Sigfús Steingrímsson

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.