Neisti - 27.05.1978, Blaðsíða 4

Neisti - 27.05.1978, Blaðsíða 4
4 NEISTI maí 1978 Ályktun Alþýðuflokks, framhald Félags- og menningarmál: Búa þarf svo að skólum bæjarins að þeir geti sóma- samlega gegnt sínu hlutverki. Vinna þarf að því að framhaldsnámi verði haldið uppi að venjulegu grunn- skólanámi loknu. Málefni tónlistarskólans sem annars hefur starfað með ágætum þarf að styðja en starfsemin er á margan hátt örðug. Hann býr við lakan húsakost og ótryggan og húsnæði vantar fyrir tónlistarkennara. Aðrir skólar búa við svipað ásstand í þessum íbúða- málum og leggja verður áherslu á að leysa þau mál til að starfsemi skólanna líði ekki fyrir það. Stefna þarf að aukinni starfsemi æskulýðsheimilisins og nýta það betur. \ Umhverfismál: Umhverfismál hafa mætt vaxandi skilningi og er þar að mörgum þáttum að hyggja. Vinna þarf markvisst að því að hreinsa til og fegra þau svæði sem bæjarfélaginu tilheyra og hvetja ein- staklinga til hins sama. Rífa þarf ónýt mannvirki af ýmsu tagi og lagfæra þau sem vert er að gera við. Ræktunarmálum þarf áð sýna meiri skilning og styðja þá aðila sem þeim málum vilja sinna. 'Gæta verður þess að vinna svo að jarðframkvæmdum að sem minnst spilli umhverfi og ganga þannig frá verkum að ekki sé lýti að. í sorpmálum dugar ekki annað en róttækar mark- vissar aðgerðir. Þar er takmarkið að málið verði end- 'anlega leyst með byggingu sorpbrennslustöðvar á næstu 2-3 árum. Ýmiss mál: Rekstur dagvistunarheimilis verður að tryggja. Við byggingu þjónustufyrirtækja verður að tr ja að öryrkjar í hjólastólum komist leiðar sinnar. Auka þarf tengsl bæjarfulltrúa við íbúa bæjarins með: 1) almennum opnum fyrirspurnafundum 2) Með allsherjaratkvæðagreiðslu bæjarbúa í einsstök- um stórmálum. Jón Dýrfjörð: Gerið eins og ég, teljið aðeins björtu stundirnar A rúmlega 2000 ára gömlu sólúri standa þessi vísu orð: „Gerið eins og ég, teljið aðeins björtu stundirnar. En það eru til sícugga stnndir ogskuggaöfl eru að verki l:ka. Tilraunir eru í þá veru að draga skörp skil á millum okkar innbyrðis, og jafnvel að sá frœi tortryggni og haturs í huga okkar, og til eru þeir sem ilja grafa þá gjá svo djúpa að hím verði nœr óyfir- stíganleg. Mig undrar er þeir, sem þurfa á því að lialda, að eiga tiltrú okkar allra fara inn á slíkar brautir. Verkalýðs ;ðtogar, Skólastjóri, Skattendursk. " mdi, Kennar- ar, ég sjálfur <>g iðrir, er ekki hægt að spenna hestana sam- eiginglega fyrir vagninn og láta þá draga hlassið í þá átt sem okkur er öllum fyrir bestu. Við finnum fyrir þessum múr, þessum andlega-múr, nú síðustu dagana og það er reynsla mín að hann hrynur ekki strax. bau gróa ekki sálár- sárin á einu ammabliki, þau sem orðin valda. það tekur sinn tíma og surn groa aldrei. Getum' við leyft slika hluti sem þessa, er ekki fnál að linni, ég held það. Við hljótum að eiga meira sameiginlegt en það sem sundrar okkur, í því eigum við að mætast. tínum það frekar fram. Undanfarin ár hafa fært okkur Siglfirðingum margar bjartar stundir, hjól atvinnuvegana eru farin að snúast með auknum hraða. Við höfuin snúið frá flótta og vórn í sókn. Bjartsýni gætir í hugum manna. Bærinn okkar hefur breytt um svip, riýjar byggingar hafa risið og eru að rísa. Bæjarfélag- ið sjálft h.fur farið út í stór- framkvæmdir. sem varðar heill og hamingju okkar um langa framtíð. Um þau mál hefur ríkt einhugur og umbjóðendur allra flokka hafa aivnt beim fvlgi sitt, tilraunir manna til að eigna , sér, öðrum fremur framgang þeirra mála. eiga sér ekki stað í veruleik.mum. Það erum við, íbúar þessa bæjar, sem höfum verið og erum þar að verki. En öllum ramkvæmdum fylgir sá böggull að það þarf að greiða þær. og það fellur í okkar hlut líka. Fjárfesting tvcggja fyrirtækja bæiarfélassins. Rafveitu oe Hitaveitu eru upp á nær, 1 miliarð krðna op á það óhag- stæðum kjörum að það ofbýður algjörlega greiðslugetu þeirra. Hugsanlegt er að rafveitan hafi það af, me.ð því að selja orku sína því hæsta vérði sem nú þekkist á landinu og eftirgjafir fengjust á verðjöfnunargjaídi, og söluskatti, og söluskatti að einhverju leyti. Hitaveita aftur á móti er það illa sett, að þar eru hlutirnir vonlausir nema lánstíma og. lánakjörum verði breytt. Engin lán verði til stvttri tima en 15-20 ára, utan eitt, sem er til 15 ára 60 ára afmœli I dág, daginn fyrir kosningar er Jóhann G. Möller sextugur. Það þarf ekki að kynna Jóhann fyrir Siglfirðingum. Hann er velþekktur af störfum' sínura hér fyrir bæjarfélagið, störf sín í þágu siglfirsks. verkalýðs auk fjölmargra annara starfa í þágu ýmissa félagsarataka sem hann hefur lagt ljð enda maður ólat- ur. í öllum þessum störfum hef- ur Jóhann áunnið sér traust manna fyrir dugnað og. ósér- plægni og nær það álit vissulega langt út fyrir raðir pólitískra Jon Uýrfjörð og tvö ófrágengin. Fjármagnskostnaðúr vegna lána Hitaveitu var áætlaður 60 milj. en fullvíst er að hann er kominn yfir 100 milj. kr. og sameiginlegur fjármagnskostn- aður þessara tveggja fyrirtækja verði um 180 milj. kr. á þessu ári. Þetta er ekki svartsýni, heldur blákaldar staðreyndir :sem okkar bíður að glíma við og við munum úgra þá erfið- leika. Ég fullyrði að ef ekki hefði verið hafist handa um fram- kvæmdir þessar a.m.k. hvað rafveitu snertir hefði skapast hér neyðarástand í atvinnu- málum vegna raforkuskorts. Ef til vill segir einhver sem er svo vitur eftir á. því var ekki beðið með hitaveituna. Þeim vil ég ■ svara þessu, pað á og verður að vera framtíðarstefna okkar íslendinga að nýta inn- lenda orku. alls staðar bar sem því verður við komið og við hvorki eigum né megum bíða samherja. Jafnaðarmenn i Sigl- ufirði færa honum og fjöl- skyldu hans hjartanlegar 'ham- ingjuóskir á þessum fímamót- um og þakka honum mikið og óeigingjarnt'starf í þágu sam- taka þeirra. Samherjar V eftir því að utanaðkomandi að- stæður reki okkur til þess. Það verður enn dýrara dýrara þá, í orkusveltandi heimi. Það er ekki ólíklegt að sveit- arfélag, sem hefur verið í lang- svelti fjárhagslega um áratuga skeið, sé í þörf íyrir verklegar ög félagslegar framkvæmdir, til að ná sér jafnfætis nútímanum og þeim kröfum er'hann geri; Og góðærinu fylgir oft bjartsýni sem er hagsýninni yfirsterkari af leiðin'gar af slíku eru auáliósar eins og dæmin sanna. I. fjárhags'áætluft ’bæjarins er vöntún á .tekjúm; á móti' gjöld- um uppá,48 miljíkr., gert ei ráð fyrir, að því verði' mætt með lántöku sem uþp á vantar. Mér segir'Svp hugur um, að það verði. að skeha nokkuð nið- ur af því sem áætlað er.að gera. IÞáð -ér hættulegt að bl,ekkja sjálfan sig en.siðleysi áð blekkja aðra. . , Það ef fulbþörf á meifi 'að- sjálni og aðgætni í meðferð 'péningamála bæjarins. Það getur verið óhagkvæmt, að ætla sé að gera of mikíð á of skömmum tíma. Við verðum að skipuleggja hlutina betur og ná meiri árangri í meðferð pen- ingamála. Bæjarkassin er engin botnlaus hít sem hægt er að ausa endalaust úr. Nokkur heilræði til þeirra úngu manna sem hér hafa geist fram á völlinn, og raunar okkur hinna líka. Takið kassan og hristið hann, jú, það hringlar i honum, en þar er bara lykill i tómum kassa, en ég veit, að með sameiginlegu átaki tekst okkur að fá í hann aftur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að setja markið hátt, en munið það að margur stjómmálamaðurinn ykkur reyndari hefur runnið til á svelli fullyrðinga og hálf-gef- inna loforða. Þeir okkar er kjör hljóta eru fulltrúar almennings. Við, ég undirstrika við erum ekki um- bjóðendur neinna sérstakra fé- lagshópa eða hagsmunasam- taka, okkur ber skylda til að vega og meta réttmæti gerðar okkar hverju sinni með tilliti til hagsmuna heildarinnar í huga, þrátt fyrir þótt okkur séu mál hagstæðari. Fjármaen i því sem okkur er trúað fyrir til að fara með, ber okkur að verja á þann hátt að það skili heildinni sem mestum arði, bæði veraldiegum og and- legum, þá gerum við skyldu okkar. Góðir áheyrendur ég hef drepið á þau málefm sem mestum vanda valda i okkar bæjarfélagi, það er mín skoðun að það þurfi að beila öllum hestunum fyrir vagninn og ég lýsi fyrirfram ábyrgð á hendur þeim sem skorast undan því. Ágœtu áheyrendur. Ég trúi því að sigur jafnaðarstefnunn- ar, sé sigur þess besta sem býr í hverjum manni, GERUM HANN SEM MESTAN á sunnudagirin kemur. Að lokum langar mig að þakka tveim bæjarfulltrúum sem láta nú af störfum í bæjar- stjóm Siglufjarðar, þeim Sigur- jóni Sæmundssyni og Knúti Jonssyni, ykkur báðum færi ég af heilum hug bestu þakkir fyrir giftudrjúg störf í þágu bæjarfé- lagsins. x A ★ Bíla vantar á kjördag. Þeir sem vilja lána bíla sína á kjördag, hafi sem fyrst samband við skrifstofuna. Það er tilmæli til ykkar, frá A - listanum, að kjósa snemma. Helst fyrir hádegi. Það auð- veldar starfið mikið. Minnumst þess að eitt at- kvæði getur ráðið úrslitum. Markmiðið er: þrír Alþýðuflokksmenn í bæjar- stjórn.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.