Neisti - 23.12.1983, Blaðsíða 1
1 JÓLAHUGVEKJA_______________________
Fríðarhátíð
ljóss og vonar
Jólin, friðarhátíð ljóss og vonar eru að koma. Jólin koma
eins og uppbirting á himni tímans í myrkasta skammdeg-
inu. Það verður hlé, allt lokar í þrjá daga, nema heimilin
sem standa uppljómuð, götulífið hljóðnar og það færist ein-
hver sérstök þögn og kyrrð yfir. Það er eins og daglega líf-
inu hafi verið vikið til hliðar, hrikalegu vandamálin eru
látin bíða í skúffunum á skrifstofunum, kaupmaðurinn
lætur bíða að athuga hvemig jólin hafi komið viðskiptalega
út, þeir sem enga atvinnu hafa reyna að gleyma um stund
hvort einhverja vinnu verði að hafa eftir jólin og skulda-
áhyggjum er vikið til hliðar um stund. Jólin eru líka sam-
koma, þar sem ættingjar og vinir hittast, ræða málefni líð-
andi stundar oft á annan hátt en í amstri daganna. Það er
eins og við reynum að bregða sönnu brosi á vör, tjá tilfinn-
ingar sem öllu jafna eiga ekki upp á pallborðið í daglega líf-
inu, tilfinningar sem þá þykja væmnar og utangátta.
Þetta eru okkar jól og svona viljum við hafa þau, stundar-
hlé frá dagsins önn, ró og næði, upplyfting frá hraða og
spennu tímans, þvílík andstæða við kapphlaup undirbún-
ingsins sem kostar svo margan drjúgan skilding.
En tilefnið, hefur það gleymst? Erum við að halda ein-
hverskonar kjötkveðjuhátíð eða hvíldarhátíð einungis til að
stytta stundir í skammdeginu? Eitt sinn fékk ég jólakort
með svohljóðandi texta: „Sof vel og ver saddur." Er þetta
forsenda og eini tilgangur jólanna? Gott er að sofa og nær-
ast, ekki skal það átalið. En ekki færmaðurinn næði til að
sofa og borða öðruvísi en hann virki vilja og hendi til
ákvörðunar og sköpunar. Það er einmitt á þessum skilum
sem kristin jól vilja hitta okkur. Bjóða upp á stund og næði
til íhugunar um endurmat, endurskoðunar á gildi og við-
miðun sem við látum úrslitum ráða í lífinu, ekki með böl-
sýnishætti heldur í krafti vonar og sátta. Ekki von sem
fjallar um hagsmuni sérhyggjunnar né sátt nauðungar og
þrælslundar, heldur von og sátt er mótast af jafnvægi í sam-
skiptum manna, réttlæti sem þekkist af tillitssemi og virð-
ingu.
Koma Krists í heiminn er ekki bara hvíld og ró, heldur
stund og tækifæri til að sjá heiminn, umhverfið og náung-
ann út frá nýju sjónarhorni. Skynja að það eru til aðrar
þarfir en mínar og viðurkenna að ég fái ekki mínum þörf-
um uppfyllt öðruvísi en að gefa kost á hlutdeild í þörfum
samferðamanna minna.
Jólin eru bæði tilboð og hvatning. Eins og kertaljósið
lýsir upp í myrkrinu, þannig vill boðskapur jólanna kveikja
hjá okkur von, nýja hugsun og vísa leið sem áður var hulin í
myrkri. Boðskapurinn vill ekki hvetja okkur til afskipta-
leysis um mikilvæg málefni, heldur efla og styrkja til já-
kvæðrar sköpunar, ekki með óánægju og bölsýni að horn-
steinum, heldur raunsæja von að vopni, en trúfesti að horn-
steini.
Gleðileg jól!
Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson.
Frá Siglufirði.
Aflvaki nýrra framíara
og betra mannlífs
Ungu fólki er ekki tamt að huga
mikið að fortíðinni. Það lifir í nú-
tíðinni og leggur stór plön fyrir
framtíðina, eða lætur sig a.m.k.
dreyma. Þannig var í mínum upp-
vexti og félaga minna. Við vissum
auðvitað, að Siglufjörður var mjög
merkilegur staður. Þegar landa-
fræðin okkar var skrifuð, var hann
þriðji í röð þeirra staða er mestra
tekna öfluðu þjóðarbúinu og í út-
lendum landabréfabókum var
hann oftast merktur auk Heklu og
Vatnajökuls. Á sumrin urðum við
vör við og hrifumst með í síldar-
ævintýrinu, en skynjuðum þó, að
það var brátt á enda. Líklega héld-
um við atvinnuleysi á vetrum vera
náttúrulögmál og nóg höfðum við
að gera. Skýrustu endurminningar
mínar frá þessum árum eru
bundnar við síldarsöltun, en eink-
um því, er við mæðgurnar, ég lík-
lega 12 ára, klifum Hafnarbakkana
á heimleið úr síldarsöltun og sólin
var að skríða upp fyrir hafflötinn.
Heppnar vorum við að vera ekki á
ferðinni 20 árum síðar, því að nú
mega börn ekki taka þátt í svona
ævintýrum samkvæmt Barna-
verndar- og vinnuverndarlög-
unum. Þetta sumar gerði ég þá
prívatuppgötvun, að reyndar væri
fallegast á Siglufirði, þegar saltað
var á öllum plönum og lykt frá
verksmiðjunum fyllti bæinn. Þetta
olli mér nokkurri umhugsun, því að
auðvitað fylgdi síldinni alls kyns
sóðaskapur og grútur um allan sjó.
Þessi ólíku sjónarmið sætti ég þó
síðar, því að fegurðin er í augum
þess, er á horfir og náttúrufegurð
getur einn daginn verið fólgin í ið-
andi athafnalífi en hinn næsta í
tignarlegum fjallahring.
Sjóndeildarhringurinn náði
vissulega ekki út yfir fjallahringinn
Hátíðarræda dr. Öldu
Möller flutt á 65 ára
aflnæli Siglufjarðar-
kaupstaðar hinn
20. maí s.l.
í þá daga. Að loknu fullnaðarprófi
úr barnaskóla skyldi úr því bætt og
kennarar okkar f.óru með okkur
snemmsumars í rútum um Mý-
vatnssveit. Minnisstæðust mun
okkur þó öllum heimkoman, því að
ferðin endaði í snjósköflum uppi í
Skarði, en þangað klifu svo feður
okkar og forráðamenn um nótt og
höfðu meðferðis hressingu og
kappklæðnað, því að fæst vorum
við útbúin til svaðilfara. Köfuðum
við svo skaflana í hríðinni í hala-
rófu niður fjallið og þótti okkur
flestum ágætur endir á sumarferð.
Á menntaskólaárum mínum
hallaði verulega undan fæti í at-
vinnumálum Siglufjarðar. Ég vann
þá á sumrin á Bæjarskrifstofunum
hér og varð þess vör. að heimtur
bæjargjalda voru tregar, en Ragnar
bæjargjaldkeri leysti þeim mun
greiðar úr ýmsum spurningum
mínum um sögu bæjarins enda
fimmtíu ára afmæli kaupstaðarins
og 150 ára afmæli verslunarrétt-
inda þá á næstu grösurn og ég orðin
forvitnari en áður um liðna tíð.
I mínum huga er saga Siglu-
fjarðar um margt svipuð sögu
þjóðarinnar í heild. en þó er hún að
mörgu leyti mjög sérstök og á
mestu uppgangsárum bæjarins var
jafnvel sagt, að Siglufjörður væri
nokkurs konar ríki í ríkinu. Fram
eftir öldum er Siglufjarðar varla
getið, enda fábrotin lífsbarátta al-
þýðu manna lítt til sagnaritunar
fallin; Hreppurinn bjó auk þess við
mikla einangrun — svo mikla að
boð og bönn verslunareinokunar
náðu ekki þangað og hreppsbúar
áttu fjörug launviðskipti við er-
lenda farmenn i skjóli fjallanna.
Loks kom að því, að Siglfirðing-
ar eignuðust sinn brautryðjanda til
framfara — mann sem var bæði
hugsjónamaður og athafnamaður.
Hann hét Snorri Pálsson, var
Eyfirðingur að uppruna, en kom
hingaðfrá Hofsósi um tvítugt — og
hér bjó hann í nær 20 ár, en lést um
aldur fram fyrir réttum 100 árum.
Snorra má hiklaust telja upphafs-
mann flestra umbóta og framfara á
Siglufirði í sinni tíð. Hann var hér
verslunarstjóri en jafnframt um
skeið 2. þingmaður Eyfirðinga.
Með 4 ára þingsetu kom hann því
til leiðar, að ruddur var reiðvegur
yfir Siglufjarðarskarð á kostnað
landssjóðs og þá fyrst hófust hingað
póstsamgöngur á landi. Firðinum
kom hann í áætlun strandferða-
skipa og fékk því framgengt, að
Siglufjörður var gerður að sérstöku
læknishéraði, en áður var hér
læknislaust með öllu og þurfti þá
að leita til Akureyrar. Hér heima
átti Snorri drýgstan þátt í uppgangi
Gránufélagsins, sem rak hér há-
karlaútgerð og hóf gufubræðslu
lifrarinnar, sem var nýmæli og gaf
mun betra lýsi en eldri aðferðir.
Snorri setti líka á fót matvælanið-
ursuðu og reyndi síldveiði. Eitt
fyrirtækja Snorra — Sparnaðar-
sjóðurinn, hefur lifað af öll veðra-
brigði í byggðarlaginu frá 1873.
Hann nefndist síðar Sparisjóður
Siglufjarðar, og er því elsti spari-
sjóður landsins, en fyrstu árin var
sjóðurinn í skuld við gjaldkera
Sjá næstu síðu