Neisti - 23.12.1983, Blaðsíða 7

Neisti - 23.12.1983, Blaðsíða 7
Jólablað Neista 7 Blandaðir ávextir, ha, ha, ha, Þeir voru lengi nágrannar í Hveragerði, Gunnar Benedikts- son og Kristmann Guðmunds- son. Ekki voru þeir sammæltir í pólitíkinni, en eltu oft grátt silfur um þá hluti. Einu sinni mættust þeir á götu, og segir þá Kristmann: — Hefurðu heyrt hvernig það erorðið í Sovét?Nú eru Rússarnir orðnir svo lúsugir, að þeir bera ekki lengur lýsnar, heldur eru það lýsnar, sem bera þá og ráða ferð- um þeirra. — Já, þarna sérðu mátí sam- takanna, svaraði Gunnar. — Mamma, það er lítil svört — Hvað vilt þú fá í jólagjöf kúla í spægipylsunni minni. Mamma, er það kúlan sem pylsan var skotin með? Trúboði var að predika yfir fólki undir berum himni. Hann talaði af brennandi andagift og mælsku og lyfti augliti til himins: — Við þökkum guði vorum fyrir allt. sem hann hefur skapað. Við þökkum honum fyrir blóm vallarinsogfuglahiminsinsog... En þegar hér var komið ræð- unni flaug lítill fugl yfir höfuði trú- boðans og á sama augnabliki small eitthvað niður í aðra augnatóft hans. Trúboðinn laut höfði og hélt áfram: — og við þökkum guði fyrir það, að kýrnar hafa ekki vængi. Húnvetnskur afdalabóndi þjáðist mjög af bílveiki, þá sjald- an hann notaði bíl til ferðalaga. Einu sinni var hann á leið til Blönduóss með áætlunarbíl og kvaldist að venju svo, að hann var lítt mönnum sinnandi vegna uppsölu og vanlíðunar. Einhver viðstaddra tók hann tali og spurði hvort bílveikin mundi ekki venj- ast af honum með tímanum. — Nei, aldrei, svaraði bóndi. Ég er bílveikur, konan er bílveik, krakkamir eru bílveikir — og tíkin er bílveik. — Þetta er ætt- gengur andskoti. Hún: Hefurþérnokkurn tíma verið sagt hvað þú ert stórkost- legur karlmaður? Hann: Nei, það held ég ekki. Hún: Hvaðan hefur þú þá fengiðjafn fáránlega hugmynd? Lísa? — Tvo stóra pakka og 3 litla. — Já, en hvað á að vera í pökkunum? — Það má ég ekki vita fyrr en á aðfangadagskvöld. Annálsritararnir gömlu komust oft skemmtilega að orði og gátu sagt stóra sögu í stuttu máli. Þessi skorinorða frásögn stendur í Eyr- arannál við árið 1651: „Kom út Jón Jónsson frá Skinnastöðum í Norðursýslu, sonur séra Jóns þar, hafði varla með góðum prís í Kaupinhafn verið og komst þar í slæmt mál, einnig síðar hér á íslandi. Átti mörg böm í frillulífi og sigldi síðast til Englands, gekk þar í hóruhús og var af þeim geltur." mæsssm&m Stúlka í sveit, sem dvalið hafði um tíma í kaupstað, var að segja frá því, að hún hefði borðað rækjur, og lét vel yfir. Einhver viðstaddra spurði hana þá, hvemig þessar rækjur litu út. Þá svaraði stúlkan: „Þær eru alveg eins og tólffót- ungar, — nema bara miklu betri á bragðið." Litla tréð Einu sinni var lítið tré í skóg- inum; og það söng þetta: „Ég vil verða jólatré, jólatré, ég vil verða jólatré, jólatré." Og svo fór að snjóa og snjórinn staðnæmdist á greinum litla trés- ins í stórum flygsum. Og litla tréð var fjarska fallegt. Svo kom maður út í skóginn með öxi í hendinni og sagði við sjálfan sig: „Þetta verður ágætt jólatré.“ Og vindurinn blés um litla tréð, svo greinar þess hreyfðust og það sagði við sjálft sig: „Skelfing er þetta skritið. — Ég skil það — ég er svo lítið. Ég verð aldrei jólatré jafnvel þó ég fallegt sé.“ En svo komu Gunna og pabbi hennar út í skóginn, þau ætluðu líka að fá sér jólatré. Og pabbi Gunnu sagði við hana: „Þama er stórt tré; mér líst vel á það, eigum við að taka það?“ „Nei, pabbi, ekki þetta tré,“ sagði Gunna. „Taktu heldur litla tréð þama — þú sérð það — litla tréð, sem snjórinn er á. Mamma vill fá jólatré til þess að láta á borðið; þetta litla tré er ágætt til þess.“ Og svo fóru pabbi og Gunna að höggva litla tréð, en á meðan hann var að því, söng það alltaf: „Ég ætla að verða jólatré, jólatré; ég ætla að verða jólatré, verða jólatré." MOTOFtOLA Höfum nú til afgreiðslu strax hina viðurkenndu 100 watta Motorola SSB bílatalstöö fyrir tíðnisviðið 2 til 13,2 MHz. Gleðileg jól farsælt komandi ár óskar Neisti öllum börnum á Norðurlandi vestra Einnig getum við nú boðið nýja Motorola MCX100 25 watta V.H.F. talstöó sem hægt er að aðlaga þörfum hvers notanda. Kristinn Gunnarsson & co Grandagarði 7 Símar: 21811,26677 FULLKOMIÐ ÖRYGGI í VETRARAKSTRI Á C00DYEAR VETRARDEKKJUM Öruggari akstur á ísilögöum vegum Cott grlp í brekkum meö lausum snjó Góðlr aksturseiglnle á ójöfnum vegun Stööuglelki í hálku Cóöir hemlunareiginleíkar viö erfiðar aöstæöur COODYEAR vetrardekk eru gerð úr sér- stakri gúmmíblöndu og með mynstr! sem gefur dekklnu mjög gott veggrip. CODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endingargóö. Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrö jafnvægisstilllng COODgrEAR iHlHEKtAHF

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.