Ljósmæðrablaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 6
26
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
vitund yfirvaldanna, án þess að það sc álitiíS hegning-
arvert, þó að það standi ekki beinlínis í lögum. í Þýska-
landi eru hegningarlög frá 1926 og í Austurríki frá þvi
í janúar 1930, og á báðum stöðum var mikið um það
rætt, að l'á þessu bælt i lögin, en það fckst ekki.
Þó að ekkert sc við því sagt, að læknar framkalli fóst-
urlát, samkvæmt læknisfræðilcgum ástæðum, þá er al-
staðar gengið út frá því sem gefnu, að þeir geri það
ekki nema brýn nauðsyn krefji. En það er mjög mis-
munandi, hvað læknar telja brýna nauðsyn, og fer mik-
ið eftir rcvnslu hvers læknis og áliti hans á þcim sjúk-
dómum, sem að konunni ganga.
Um þetta hefir mikið verið rætt og rilað, og læknar
eru þar ekki allskostar sammála, frekar en um ýmis-
legt annað.
í Handbuch der Gehurtshilfe skrifar Ilofmeier um
abortus provocatus (framköllun fósturláts), og lel-
ur þar upp ýmsar ástæður til þcss, að liann
sé framkvæmdur: Þegar blæðingar um meðgöngu-
tímann hætta ekki, þrátt fvrir viðcigandi meðl'erð,
og eru svo miklar, að heilsa er i veði, jiá er sjálf-
sagt að framkalla fósturlát. Aftur á móti er nú ekki
lengur ástæða til þess, þó að grindarþrengsli sóu, vegna
þess, hve horfurnar fyrir sectio caesarea (keisaraskurð-
ur) eru orðnar miklu betri en áður var. Incarceratio
uteri (aftursveigt lcg í sjálfheldu) er fullgild ástæða.
Hyperemesis gravidarum (óstöðvandi uppköst) getur
leitt konur til dauða, og jiess vegna er sjálfsagt að fram-
kalla fósturlát hennar vegna, ef ástand konunnar er
orðið slæmt og annað dugar ekki, til jiess að bæta heils-
una. Acut hydramnion (alt of mikið legvatn) fyrri hluta
meðgöngutímans getur gefið indicatio vilalis (lífsnauð-
syn). Nýrnaveiki kemur oftast á seinni hluta meðgöngu-
tímans og getur jiá leitt til abortus jirovocatus (fram-
köllun fósturláts) eða öllu heldur partus præmaturus
(fyrirlimafæðing).