Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 8
54
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
skólans, þá vikli eg hér með bera fram þá uppástungu vi'ð
þœr ljósmæður, eldri sem yngri, er út hafa skrifast úr
skólanum á þessum 25 árum, hvort þær ekki viklu fylgja
mér að málum í því, að stofna „Nemendasamband Ljós-
mæðraskóla Islands“, í þeim tilgangi að efla félagsþroska
ljósmæðra, skólanum, félaginu og stéttinni í heild til
gagns og framfara í minningu um 25 ára slarfsemi skól-
ans og stofnun lians.
Skiþæði fyrir því að ganga í þetta nemendasamband er
að vera meðlimur í Ljósmæðrafélagi tslands.
Óska eg að þær ljósmæður, sem þessu eru meðmæltar,
skrifi mér álit sitt sem fyrst og hvort þær vilja taka Jiált
í þessu sem góðir og velvakandi félagar. Mun eg, ef nægi-
leg þátttaka fæst, sjá um undirbúning undir stofnfund,
og væri óskandi, að undirtektir yrðu svo góðar og fjöl-
mennar að liægt yrði að halda fyrsta fund „Nemenda-
sambandsins“ í samhandi við aðalfund Ljósmæðrafélags-
ins á na^sta vori, sem verður jafnframt 20 ára afmæli
Ljósmæðrafélags íslands.
Vona eg að Ijósmæður sýni góðvild og áhuga í þessu
máli. Og vænti eg þess, að frá hverjum árgangi, sem út
hefir skrifast á þessum 25 árum, verði þó ein eða fleiri
Ijósmæður sem taka þátt i þessum samtökum. Að sjálf-
sögðu eru margar gengnar úr leik af elstu nemendum
skólans, þó vona eg að sjá nokkrar úr þeim hópi. Og að
sjálfsögðu því fleiri sem yngri eru.
Ræði eg svo ekki þetta meira hér, en bíð eftir hréfum
frá ykkur, sem eg óska að komi ekki síðar en um áramót.
Og verði undirtektir svo góðar að til alvöru komi með
þetta, þá læt eg ykkur vita með línum í Ljósmæðrahlað-
inu í janúar eða marsmán., hvernig þessu verður hagað til.
1 von um góðar undirtektir og örugga starfskrafta.
Jóhanna Friðriksdóttir,
14. september 1938.
Landspítalanum.