Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 6
52 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ kostuðu dálítið fé og þegar árangur var enginn til efling- ar félagsskapnum eða samtakanna, þá var þeim hætt. í vor var fundarsókn á aðalfund með allra lakasta móti, svo að verra má það ekki vera ef nokkur fundur á að vera haldinn og nokkuð að gela gerst. Hafa þó víst ekki eða tæplega nokkurntíma heðið fundarins merkari félags- mál. Sem tilraun, að hæta úr þessum vandræðum með fund- arsókn og félagslegan áliuga, var á aðalfundi í vor tekin sú ákvörðun, að fá ljósmæður í hverri sýslu landsins til að koma á lijá sér einskonar „sýslufundi“ og kjósa þar fulltrúa, 1 eða fleiri, lil að koma fram á aðalfundi fé- lagsins fyrir sína hönd. Náttúrlega væri æskilegt að einhverjar yrðu í för með þeim fulltrúum ef unt væri. Með þessu ætti að nást betri og nánari samvinna Ijós- mæðrum sjálfum í hag. Fulltrúar ættu svo að boða til fundar með ljósmæðrum þegar lieim kæmi, og segja þeim fréttir al' aðalfundi; yrði það mun hetra og ljósara lield- ur en þær fundargerðir sem koma i blaðinu, þvi margt kemur til mála á fundum og í sambandi við þá sem ekki er ritað inn í fundargjörð.. Að sjiálfsögðu yrði að kjósa fulltrúa hvert ár, svo fyrirhöfn og kostnaður lenti ekki ár frá ári á sömu ljós- mæðrum. Með þessu mynduðust smáfélög í hverri sýslu. Þó þau ekki gælu haft nema 2—3 fundi á ári, eftir staðháttum, væri það mikil hót. Verður þetta nánar rætl síðar í blaðinu og skorað á ljósmæður til samtaka í þessu. Það má ekki koma fyrir, að áhugaleysi og félagsskapar- deyfð verði til þess að eyðileggja 20 ára baráttu okkar eigin stéttarfélags eða svæfa framkvæmdir þess í fram- tíðinni. Það þarf að vera náin samvinna með félagskon- um og félagsstjórn, því engin veil hvenær ný stjórn verður að taka við, og þá er nauðsynlegt að nokkrar fé- lagskonur hafi fylgsl svo vel mcð, að þær geti, ef á þarf að halda, tekið stjórnina í sínar hendur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.