Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Side 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Side 5
Rafveita Reykjavíkur. Fjórða desember 1919, samþykti bæjarstjóm Reykjavíkur, að láta gera 1000 liestafla rafaflstöð við Elliðaárnar. Áætlun um þcssa aflslöð, (Ártúns- stöðina), gerðu þeir verkfræðingarnir J ó n J> « r- 1 á k s s o n og G u ð m. H 1 í ð d a 1, sbr. Tímarit V. F. f. 3. h. 1918. pessir sömu verkfræðingar hafa lika gert áætlun um aðra stöð, til notkunar á vatns- afli Elliðaánna (Grafarvogsstöðina). Er þar gert ráð fyrir að vcita ánum, sem Elliðaárnar myndasl úr, Hólmsá og Kirkjuhólmsá, eftir skurði i Rauða- vatn, þaðan fyrst um jarðgöng, og svo í pípum nið- ur i Grafarvog, þar sem aflstöðin átti að vera. Vor- ið 1919 fól svo bæjarstjórnin N. P. Kirk verk- fræðingi, sem nú er látinn, að gera þær undirbún- ingsrannsóknir, er nauðsynlegar væru, til þess að leiða í ljós, hversu framkvæma mætti þessar áætl- anir, svo og til þess að liægt væri að bera þær saman. pessar rannsóknir voru i því fólgnar, að framkvæmdar voru reglulegar mælingar á vatninu i Hólmsá og Kirkjuhólmsá. Vegna Grafarvogsáætl- unarinnar voru svo grafin göng, á þeirri leið. þar sem jarðgöngin voru fyrirhuguð, til þcss að rannsaka jarðveginn og hversu hann væri l'allinn til að gera þar göng; svo var og grafið niður til rannsóknar í Grafarvogi, þar sem aflstöðin átli að vera, og borað niður á mörgum stöðum í skurðlínunum, niður að Rauðavatni og i pípulinunni. Aðalvinnan við rannsóknina á Árbæjaráætluninni var í því fólgin, að áin var stífluð lil reynslu, til þcss að rannsaka, livort jarðvegurinn við stifluna, sem virðist mjög óreglulega myndaður, væri nægilega þjettur fyrir vatnsþróna, scm áætluð var. Til þess varð að gera töluvert stórar stiflur, við efri veiði- húsin, og svo nokkuð neðan við Árbæ, bæði vegna þess, að veita þurfti vatninu í vestri farvcginn, sem áður var nær því þurr, milli efri veiðihúsanna og Árbæjar, og svo vegna þess, að reynt var að gera svo lítið tjón á laxveiðunum, við þessa breytingu á vatnsrenslinu, sem unt var. Stíflur þessar hafa stað- ið ágællega i allan velur og koma því að mildum notum nú, þegar gera á stíflur til frambúðar. par að auki var hka vegna Ártúnsáætlunarinnar grafið til reynslu og borað, bæði við stífluna og sjálft stöðvarlmsið. Loks var valnsmagn ánna mælt á mörgum mismunandi stöðum, til þess að athuga hvort nokkuð af vatniuu hyrfi úr l'arveginum út i hraunið. pessu tilraunastarfi var lokið haustið 1919. Eftir því fór svo bæjarstjórnin, er hún, eins og að framan er sagt, ákvað að láta framkvæma virkj- unina við Ártún. Stjórn verksins var falin G. J. H1 í ð d a 1 verkfræðingi og mjer undirrituðum. par að auki verður Steingri m u r J ó n s s o n verk- fræðingur eftirlitsmaður af bæjarins hálfu um allar leiðslur í hús og fyrirkomulag raforkutækja. Um nýár var byrjað á vinnunni við aflstöðina. Verkamenn urðu bráðlega um 30, flciri komast ekki fyrir i neðri veiðihúsunum, en þau hefir bærinn lát- ið rafveitunni cftir, fyrir verkamannaskála, á með- an á vcrkinu stendur. J>á cr nauðsynlegustu breyt- ingar böfðu verið gerðar á veiðihúsunum, var tekið til að grafa fyrir frárenslisskurðinum frá aflstöð- inni; í sarúbandi við það var líka grafið og sprengt fyrir undirstöðu stöðvarhússins, og neðsta hluta pípuskurðsins. Fyrir 10 dögum var einnig tekið til að grafa fyrir efri enda pipunnar. pað gefur að skilja, að mikið hefur það tafið l'yrir þessum mold- arverkum og gert þau dýrari, hve veturinn var óvenju harður; en ef frestað bcfði verið að hefjast banda þar til nú, að frost er að hverfa úr jörðu, er hætl við, að ekki hefði fengist nægilegt vinnulið, þvi nú eru menn komnir á sió og i aðra vorvinnu. En með þvi að byrja i vetur, er unt að hafa flesta þá verka- menn, sem nú eru ráðnir, á meðan á öllu verkinu stcndur. Menn komust að raun um það síðaslliðið suniar, meðan á tilraunastarfinu stóð, hvc erfitt er

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.