Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Page 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Page 11
TÍMARIT V.F.t 192 0. 7 Sem fylgiskjal er kafli úr brjefi vegamálasjóra Geirs G. Zoéga og húsameistara Guðjóns Samúels- sonar lil Stjórnarráðsins, dags. 14. júní 1919: -----Við erum báSir sammála um, aS hjer sje um mikið nauðsynjamál að ræða og að frum- varpið, eins og það lá fyrir, stefni rjetta leið að marki þvi, sem sett er um hollara og hagsýnna skipulag kauptúna hjcr. Má geta þess, að í mörg- um kauptúnum Norðurálfunnar hafa á síðustu ár- um verið sett lög sama efnis sem frumvarp þetta, t. d. í Englandi, Frakklandi, Hollandi, Svíþjóð, þýska- landi og víðar. 1 Danmörku er málið ekki komið lengra á leið en hjer, liggur fyrir í lagafrumvarpi frá alþjóðarfjelagi þar (Landsforeningen for bedre Byggeskik), sem hefur beitt sjer fyrir því. Frum- varp þetla höfum við átt kost á að kynna okkur, og hefur það, þó frábrugðið sje í ýmsum atriðum, sannfært okkur enn betur um, að frumvarp það, sem hjer liggur fyrir lil athugunar, sje einnig að forminu til hið ákjósanlegasta i öllum aðalatriðum, enda eru breytingar þær, er við höfum á því gert, engar mikilvægar. 1 athugasemdum þeim, er fylgja frumyarpinu, eru svo glögg og ítarleg rök færð fyrir nytsemi þcssa máls, að þar þarf ekki við að bæta, enda er málið undirbúið af þeim manni, próf. Guðm. Hannessyni, sem mest hefur beitt sjer fyrir umbótum i húsagerð hjer á landi. Við viljum taka það fram, að við teljum óefað þá lcið rjetta, sem hjer er farin, að landsstjórnin sjái um, að skipulags- uppdrættir verði gerðir, en ekki einstakar bæjar- stjórnir hvcr. í sínu kauptúni. Álítum, að einmitt á þcnnan hátt fáist best trygging fyrir því, að verk- ið verði svo vel af hendi leyst, sem kostur er á. Með ákvæðum frumvarpsins er þess einnig gætt, að vand- lega sje tekið tillit til álits bæjarbúa. Lög þessi hafa að sjálfsögðu nokkurn kostnað í för með sjcr, cn þar sem gera verður ráð fyrir, að Iandsstjórnin vcrði hvort eð er að skipa fastan liúsa- meistara, er sje ráðunautur hennar í öllum mál- um, er snerta opinberar byggingar eða embættisbú- staði í Reykjavik og úti um land, má gera ráð fyrir að sama manni mcgi fela að mestu leyti, að sjá um að gerðir vcrði skipulagsuppdrættir og framkvæmd annara þeirra ákvæða í lögum ]>essum, sem lands- stjómin annast. Verður þannig aukakostnaður að þessu lcyti ekki tilfinnanlegur. Sjerstakur kostnað- ur verður þó að sjálfsögðu við skipulagsuppdrætti þá, sem boðið verður til samkepni imi, en að okkar áliti verður í því efni varla um aðra bæi að ræða en Reykjavík. Nokkur kostnaður mun verða af skipu- lagsnefndinni, mælti ætla jafnvel 2000 kr. fyrstu ár- in fram til 1930, er skipulagsuppdráttum á að vera lokið, nema af þeim kauptúnum, sem við kunna að bætast með 200 íbúa þangað til. Að þeim tíma liðn- um mun nefndarkostnaður verða hverfandi. Sjálf mæling verslunarstaðanna og uppdrættir af þeim, sem gert er ráð fyrir í l'yrsta kafla laganna, er svo sjálfsagt mál, að gegn þeim mun engum andmælum verða hreyft og verður að framkvæma, hvort sem frumvarp þetta verður að lögum eða ekki.“ — Enda þótt frumvarp þetta hefði ekki framgang á síðasta þingi, má telja vafalaust að það komi fram næst og verði þá afgreitt sem lög, og má þá vafa- lausl telja þau með þeim bestu — a. m. kosti ef frum- varpið verður samþykt óbreytt — og lögunum fram- fyigt! Fossalögunum var, eins og kunnugt er, á þingi 1919, vísað til stjórnarinnar, og stjórnin lagði fyrir þing 1920 frumvarp til vatnalaga, sem er sam- hljóða meirihluta fossanefndarinnar sælu, „þar eð ráðuneytið getur fallist á það í öllum aðalatriðum.“ Ennfremur frumvarp til laga um sjerlcyfi til hag- nýtingar á orkuvötnum og raforku, og er það i öllu verulegu frumvarp Sveins alþm. Ólafssonar; en báð- um þessum frumvörpum var fljótlega vísað til stjórnarinnar aftur. — Frumvarp til laga um kejisTu í mótorvj elfræði kom fram á þessu þingi frá þingmanni Akureyrar, Magnúsi Kristjánssyni, og var samþykt að mestu óbreytt. Samkvæmt frum- varpinu skal stofnuð sjerstök deild við vjelstjóraskól- ann í mótorvjelfræði, þar sem bæði er níunnleg, skrifleg og verkleg kensla; kent verður í íslensku, dönsku, mótorfræði, reikningi og eðlisfræði, og verð- ur kenslunni lokið með prófi. Skilyrði til að geta gengið undir próf sem mótorvjelstjóri cr meðal ann- ars eins árs járnsmíði eða vjelsmíði í viðurkendri smiðju eða vjelstjórn á mótorbát á eigin ábyrgð eitt ár Nánari reglur um námið setur Stjórnarráðið. Einkennileg virðisl þessi orðmyndun „mótorvjel- fræði“ og „mótorvjelstjóri“; því ckki að nota hið styttra orð, „mótorfræði“ — enda er það notað á einum stað í lögunum — „mótorstjóri“, ef ekki má nota vjelstjóra einnig á mótor. Næst fáum við lík- lega lög um „mótorvjelamaskínumeistara“. U m g j ö1d ti 1 h o1r æ s a o g gangstjetta í kaupstöðum öðrum e n Reykjavík o g Akureyri voru að tilhlutun þingmanns ís- firðinga, Jóns A. Jónssonar, gefin lög. Lögin gera hverjum húseiganda að skyldu, að gera skolpræsi frá húsi sinu út í /göturæsi, og skal það vcra gert samkvæmt reglum, sem bæjarstjórn ákveður. Ivostn- aðurinn við holræsagerð í götum og við steinlímd- ar eða hellulagðar gangstjettir, greiðist úr hæjar- sjóði, en sjerstakan holræsa- og gangstjettaskatt má

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.