Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 4
50 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ þægingar, einnig áverkar við samfarir, sár eftir leg- hringa og slysfarir. Auk fistlanna geta aðrar ástæður legið til þess, að kon- ur eigi erfitt með að halda þvagi, svo sem: Meðfæddur vanskapnaður (t. d. þvagpípur, sem opnast inn í leggöng- in), blöðrusig, taugasjúkdómar o. fl. Ef kona, sem alið hefur barn, getur ekki haldið þvagi, skal ætíð athuga, hvort ekki sé um þvagfistil að ræða. Þvagfistlar eru margskonar og geta legið milli: 1. þvagrásar og legganga, 2. blöðru og legganga, 3. blöðru og legs, einkum þó leghálsins, 4. þvagpípna og legganga, 5. þvagpípna og legs. Margar tegundir fistla geta komið fyrir hjá einum og sama sjúklingi samtímis, og sami fistill getur opnazt inn í fleiri en eitt líffæri. Fistlar milli blöðru og legganga eru algengastir. Menn hafa vitneskju um þá frá ómuna tíð. Iienhenit, sem verið hefur drottning eða dansmær í Egypta- landi hinu forna, hafði þvagfistil milli blöðru og legganga, sem sjá má á líki hennar, sem varðveitzt hefur til þessa dags, en það mun hafa verið smurt nálægt árinu 2050 f. Kr. Avicenna (980—1037), Galenos* Múhameðstrúar- manna, eins og Robin Fahraeus kallaði hann, vissi, að þvagleki getur stafað frá fistilmyndun. Síðan liðu marg- ar aldir þar til nokkuð verulega var getið um fistla í bók- um og ritgerðum um fæðingarhjálp. Menn tóku fyrst að fá áhuga fyrir sögu þessa kvilla, eftir að farið var að gera við þá með skurðaðgerð, þ. e. a. s. um miðja síðastliðna öld. Raunar hafði Mauriceau** (1637—1709) lýsti þeim greinilega og Roonhuyzen hafði þegar í lok 16. aldar ráð- * Galenos (130—200 e. Kr.) var frægur grískur læknir í Róma- borg. Þ ý ð. ** Franskur fæðingarlæknir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.