Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 9

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 9
L J ÓSMÆÐR ABL AÐIÐ 55 leggöngin. Einn þeirra varð að skera þrisvar sinnum. Hinir bötnuðu allir eftir fyrstu aðgerð. Tvær af konum þessum voru einkum athyglisverðar. Önn- ur þeirra hafði gengið með fistilinn í 16 ár og hafði verið skorin fjórum sinnum fyrstu tvö árin. Hún naut því ör- orkustyrks, en síðustu 8 mánuðina hafði héraðslæknirinn neitað að gefa henni örorkuskírteini. Hún var treg að ganga undir fleiri uppskurði, en lét þó til leiðast. Líðan hennar var gott dæmi um hið ömurlega ástand þessara sjúk- linga. En henni fannst það auðsjáanlega borga sig fyrir 54 krónur á mánuði! Þess má geta, að hún var sveitastúlka af lágum stigum og hálfgerður fáviti í þokkabót. Nú hefur hún fengið fullan bata og er vinnufær. Hin konan, sem hafði verið skorin upp mánuði eftir barnsburðinn, var viti sínu f jær vegna ástands síns. Eftir fyrstu aðgerð mína greri fistillinn, sem rúmaði litlafing- ur, að mestu. Þó seytlaði dálítið þvag gegnum tvö smá- op. Meðan hún lá í sjúkrahúsinu var hún meira og minna biluð á geðsmunum og var flutt í geðveikrahæli í tvo mánuði. Smáfistlarnir lokuðust alveg eftir næstu aðgerð, sem jafnframt var þriðji uppskurður hennar. Eftir 3 mán- uði fékk hún þó fistil á nýjan leik, sennilega eftir sam- farir. Við fjórða uppskurðinn tókst að lækna þennan fistil. Nú er hún barnshafandi og er áformað að gera á henni keisaraskurð. Tveir hinna sjúklinganna hafa eignazt börn eftir að- gerðina. Önnur fæddi 16 marka barn án þess að nokkuð kæmi fyrir. Nú á hún von á þriðja barninu. Hjá hinni konunni varð að taka barnið með töng nokkrum árum eftir aðgerðina. Fistillinn tók sig upp, en læknaðist án uppskurðs, með því að leggja inn þvaglegg. Þegar vel tekst, eru slíkar aðgerðir öðrum fremur laun- aðar með þakklæti sjúklinganna og lækninum oft til meiri gleði en þær, sem stærri eru. Þýtt úr „Jordemoderen" af Jóni G. Nikulássyni lækni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.