Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Síða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
69
rauðra hunda í mæðrum á fyrstu þrem mánuðum með-
göngutímans. Er réttilega tekið fram í greininni, að svo
framarlega sem hinar óheillavænlegu grunsemdir, sem
uppi eru um þessa hættu, nái fullri staðfestingu, komi
fóstureyðing hér til álita. En jafnframt er það talið „ekki
heimilt lögum samkvæmt" að losa konu við fóstur af slíku
tilefni, með því að lögin bindi heimildina við það, að „gera
rnegi ráð fyrir, að barnið fæðist með alvarlegan arfgengan
(auðkennt af höfundi) sjúkdóm eða líkamslýti.“ Því næst
ræðir um að breyta lögunum að þessu leyti. Ég er ekki
viss um, að allir lesendur átti sig á því, að hér er að sjálf-
sögðu átt við hina sænsku löggjöf, en ekki hina íslenzku,
°g að svo vill til, að orðalag hinna íslenzku laga hér að
lútandi er engan veginn því til fyrirstöðu að eyða megi
fóstri af því líku tilefni, sem hér er fjallað um. Þau ræða
sem sé ekki einungis um „kynfylgju . . . er . . . komi
fram á afltvæmi . . . sem alvarlegur vanskapnaður,
hættulegur sjúkdómur, andlegur eða líkamlegur, fávita-
háttur eða hneigð til glæpa“, heldur „að afkvæmi . . .
sé í tilsvarandi hættu af öðrum ástæðum“ (lög nr. 16,
13. janúar 1938, 5. gr„ 3. tölul. a, sbr. 2. tölul. a). Með
öðrum orðum: Vanskapnaðarhætta barnsins er að íslenzk-
um lögum jafngilt tilefni fóstureyðingar, hvort sem um
arfgengan vanskapnað er að ræða eða ekki arfgengan.
Það er góð regla, þegar þýddar eru fræðigreinar úr er-
lendum málum, að líta vel í kringum sig og gæta þess,
hvort kenningar, sem þær flytja, eigi að öllu leyti við ís-
lenzka hætti, og láta þess þá getið, ef svo er ekki, því að
^nnars er hætt við, að þær rugli hugmyndir íslenzkra les-
enda um það, sem þeim er skyldast að vita full deili á, en
sa er auðvitað ekki tilgangurinn.
10. ágúst 1948.
Vilm. Jónsson.