Ljósmæðrablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
53
verndar þarf, eins og raunar allt heilsuverndarstarf að
fylgjast með tízkunni. Ljósmæður verða að kynna sér
jafnóðum allt, sem að gagni má koma á þessu sviði. 1
þessu felst engin gagnrýni, nema síður sé. Ef almennur
áhugi og framtak ríkir í þessu efni, munu opnast nýjar
leiðir og möguleikar til aukinnar velferðar mæðra og
bama, en að því er einmitt keppt með allri mæðravemd.
Allir ættu að skilja, að nauðsyn ber til, að menntun Ijós-
mæðra fylgist með tízkunni, námskeið eru sjálfsögð, og al-
þjóðaþing eru þroskandi fyrir heilbrigðismál yfirleitt. Ég
vona, að þetta þing bregðist ekki vonum yðar, en færi
mönnum dýpri skilning á þýðingu ljósmæðrastarfsins í
mæðravemdarmálum nútímans.
Ný gjaldskrá Ijósmæðra í Noregi
Norska ljósmæðrasambandið hefur nýlega samþykkt
gjaldskrá fyrir ljósmóðurstörf, og gekk hún í gildi þ.
1. júlí 1958.
1. Fyrir lögskipaðar ljósmæður: (norskar krónur) fæð-
ingarhjálp kr. 60 að viðbættri nœtur- eða helgidaga-
uppbót: kr. 10.
Ef nætur- eða helgidagavinna er meiri en 4 klst.
skal ljósmóðurin reikna sér 1 kr. viðbót á hverja
klst. sem er þar framyfir.
2. Aðrar starfandi Ijósmæður:
Fæðingarhjálp kr. 90 — að viðbættri nætur- eða
helgidagsuppbót kr. 10.
Ef nætur- eða helgidagsvinna fer framúr 4 klst.
skal ljósmóðirin reikna sér 1 kr. viðbót á hvem
klukkutíma. Við tvíburafæðingu hækkar gjaldið um
50%. Og við þríburafæðingu um 100%, á grunn-
upphæðina fyrir að taka á móti bami.
3. Ómaksferð eða gabb
kr. 15.00