Ljósmæðrablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 3
Ljósmæðrablaðið V.
Hlutverk Ijósmæðra í þágu mæðraverndar
Bæða prófessors J. H. de Haas, Leiden í Hollandi
á 11. alþjóðaþingi ljósmæðra í Stokkhólmi.
Framh.
mæðra og barna, hafa þær þó að engu leyti sleppt sínu að-
alstarfi að taka á móti bömum. Þær eru enn nærkonur,
sem eiga að aðstoða fæðandi konur.
Fyrr á tímum ólu næstum allar konur börn sín í heima-
húsum. Á átjándu öld var orðið nokkuð algengt í Evrópu,
að börn fæddust í sjúkrahúsum. Smátt og smátt fjölgaði
fæðingunum í sjúkrahúsunum, og var þó síður en svo, að
konum heilsaðist þar alltaf betur. Víða um lönd hafa fæð-
ingarheimili komizt æ meir í tízku, og fæðingum á sjúkra-
húsum hefur stórfjölgað, einkum eftir síðari heimsstyrj-
öld. Hlutverk ljósmóðurinnar er allt annað á sjúkrahúsum
en í heimahúsum. Á heimilunum ber hún ábyrgð á
móður og bami, meðan fæðingin stendur yfir og í sæng-
urlegunni. Hún ræður hér auðsjáanlega mestu og ber á-
byrgð gagnvart heilsuvemdaryfirvöldunum. Ef eitthvað
verður að móður eða barni, leitar hún læknis. Sé ekkert
að, gætir hún ein móður og barns. Spyrja mætti, hvort
kunnátta ljósmóðurinnar varðandi meðferð ungbarna, svo
og þekking hennar á lífeðlisfræði og sjúkdómafræði ný-
fæddra bama sé svo mikil, að henni sé treystandi til að
taka ábyrgð á lífi bama á því aldursskeiði, sem dánar-
talan er hæst í lífi þeirra. Sama gildir einnig, þó að ekki sé
um lífshættu fyrir bamið að ræða. Þetta atriði verður æ
mikilvægara á vorum dögum, þegar mæðradauðinn er ekki
lengur neitt vandamál meðal menningarþjóða, en andvaná-
fæddum börnum og þeim, er deyja á fyrstu viku, fækkar