Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 3
Ljósmæðrabl. VI. Hirðing fóta hjá sykursýkisjúklingum Svo til allir sykursýkisjúklingar óttast kolbrand, sem venjulega sækir á fætur, og er það ekki að ástæðulausu. Með því að hirða fætur sína af stakri nákvæmni geta þessir sjúklingar gert mikið til að verjast kolbrandi, og ber þá að hafa í hyggju þessar reglur. 1. Þvoið fæturna daglega í volgu sápuvatni. Þurrkið þá síðan mjög vandlega, sérstaklega á milli tánna. Þegar þurrkað er á að þrýsta handklæðinu að húðinni, ekki uudda hana. Ef fast er nuddað er hætta á að húð geti uúizt af, og sár myndazt. 2. Þegar fætur eru alveg þurrir má nudda þá með ianolináburði. Húðin verður þá mjúk, teygjanleg og nægj- anlega rök. 3. Ef fætur verða of rakir má dýfa þeim í spritt einu sinni á dag, eða nudda sprittinu á. 4. Ef neglurnar á tánum eru þurrar og stökkar í sér á að fara i heitt fótabað á hverju kvöldi. Fótabaðið á að ^aka hálftíma. Síðan er gott að smyrja lanolini undir og meðfram nöglunum og leggja léttar umbúðir yfir. Hreins- Jð neglur vel. Klippið táneglur aðeins í góðri birtu og eftir fótabað, þannig að fæturnir séu alveg hreinir. Klippið neglurnar helzt þvert fyrir, þá er minni hætta a að þær særi tærnar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.