Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 8
70 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ náðst til lækninga með inntöku á d-fjörefni. D-fjörefni hefir lengi verið notað við allar tegundir berklaveiki. Svissneskur læknir náði undraverðum árangri er hann lét sjúklinga með beinaberkla liggja í sólbaði. Þegar út- f jólubláir geislar skína á ergosterol, sem er í vissum olí- um og mannshúð, myndast D-fjörefni. Franski læknir- inn dr. Sharpy, sem fyrstur náði verulegum árangri í meðferð lupussjúklinga með D-fjörefnagjöf ályktaði svo, að hin heppilegu áhrif finsensljósa ættu sennilega rót sína að rekja til þess að D-fjörefni myndaðist í vefjum þeim, sem geislarnir skinu á, og væri þá reynandi að gefa lupussjúklingum D-fjörefnisskammta til inntöku. Smá- vægilegar breytingar á meðferð sjúkdóms geta orðið mjög afdrifaríkar. Lyf verkar e.t.v. aðeins þegar það er gefið í vissu formi og magni. Sem dæmi má nefna að margra ára tilraunir höfðu verið gerðar áður en dr. Banting gat fram- leitt insulin. Þorskalýsi, en í því er mikið magn af d-fjörefni, hefur frá fornu fari verið notað sem lyf fyrir berklasjúklinga, en ekki gat lýsið læknað lupus. Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir á iupussjúklingum, og hópur þeirra lát- inn taka mikið magn af þorskalýsi, en árangurinn var svo slæmur að sú aðferð er hvergi notuð lengur. Það er þess vegna sérstakt lán að dr. Sharpy uppgötvaði að alkoholekstakt af D-fjörefni læknar lupus. Á stríðsárunum var mikil vöntun á fituefnum í Frakk- landi og þess vegna notaði dr. Shapy alkohol sem upp- lausnarefni. Hann gerði tilraunir á sjálfum sér, tók inn mjög stóra skammta af D-fjörefnisupplausninni, til þess að sannreyna hvort hún hefði nokkur óheppileg áhrif, áður en hann reyndi hana á sjúklingum. Engar auka- verkanir komu í ljós. Þessi skortur á fituefnum reyndist vera hin mesta blessun, því alkoholupplausnin hefur reynzt margfalt árangursríkari en nokkur fituupplausn, en þær hafa einnig verið reyndar til þrautar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.