Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐEÐ 45 ast út um líkamann. Þetta tekur nokkum tíma og því íyrr, sem hægt er að ná eitrinu úr maganum (ef eitrið iiefir verið gleypt) því minna breiðist það út. Ef grunur liggur á um eiturtilfelli á að byrja á varúð- arráðstöfunum strax, þótt engin einkenni séu komin í ljós, og senda eftir lækni um leið. Ef einkenni eru komin í ljós er enn meiri ástæða til að bregða skjótt við. Ef um er að ræða bráða eitrun, er spurningin hvað á að gera fyrst, reyna að hjálpa sjúklingum til bráðabirgða eða hringja eftir lækni. Ef nokkur möguleiki er á verður að gera hvortveggja samstundis. Þegar hringt er í lækni, á að veita honum allar hugs- anlegar upplýsingar rnn sjúklinginn þegar í símanum. Segið honum um sjúkdómseinkenni, hvenær hann tók, eða varð fyrir eitrinu, hvers konar eitur sennilega er um að að ræða, og hvert umbúðirnar utan af eitrinu séu til enn til staðar. Ef umbúðirnar eru við hendina á að segja lækn- inum hvað stendur á miðanum, þannig að hann geti gert viðeigandi varúðarráðstafanir. Það er mikilsvirði fyrir læknismeðferðina að það sem eftir kann að vera af eitrinu sé geymt ásamt umbúðum merktum, ef slíkt er fyrir hendi. Ef svo er ekki, eða ekki er vitað hvert eitrið er, getur verið gott að geyma upp- sölu sjúklingsins þannig að læknirinn geti athugað hana. Þegar um er að ræða fyrstu aðstoð við sjúkling, sem gleypt hefir eitur, verður aðstoðarmaðurinn að vita hvort hann á að reyna að láta sjúklinginn kasta upp eða ekki. Ekki á aS láta sjúklinginn kasta upp. 1. Ef hann er meðvitundarlaus eða er með krampa. 2. Ef hann hefir gleypt olíu (steinolíu, bensín) eða ef hann hefir gleypt tærandi efni svo sem hreinsiefni ýmiskonar, ryðhreinsunarefni bleikiefni (klór o. s. frv.) eða sýrur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.