Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Page 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
51
ER KONAN VANFÆR?
Eins og kunnugt er hafa ýmsar aðferðir verið notaðar
til þess að ákvarða hvort kona sé með barni eða ekki, og
flestar gefist illa, þótt kanínu eða músaaðferðin svonefnda
hafi verið talin einna öruggust. Yfirleitt hefir það tekið
alllangan tíma að öðlast fulla vissu með áður þekktum
aðferðum, en sænskir og ítalskir vísindamenn þykjast
nú með 99% öryggi geta skorið úr því hvort kona sé van-
fær eða ekki. I líkama konunnar hefst viss hormónafram-
leiðsla strax eftir getnað, og er hægt að finna hormón í
þvagi hinnar tilvonandi móður. Þegar þvagi vanfærrar
honu hefir síðan verið sprautað í tilraunadýr, t. d. mýs,
hafa „mótefni“ myndazt í líkama músanna, til þess að
vega upp á móti hormónunum, sem spýtt var inn. Þannig
var sannreynt að konan var vanfær ef þessi ,,mótefni“
uiynduðust. Þetta er sama aðferð, sem notuð hefir verið
svo árum skiptir við framleiðslu á bólusetningarefnum.
Tilraunadýr hafa verið smituð með bakteríum sjúkdóma
þeirra, sem verjast átti, og mótefni síðan myndast í
hkama dýranna. Úr þessum mótefnum hefir síðan verið
unnið bóluefni.
Nú hugkvæmdist sænskum lækni fyrir fáum árum að
sprauta þessum hormónum frá vanfærum konum í fjölda
tilraunadýra, og ná síðan mótefnunum. Ef þessum mót-
efnum væri síðan blandað saman við hormón vanfærra
kvenna hlaut að koma í ljós greinileg efnabreyting og
þar með sönnun þess að konurnar væru barnshafandi.
ítölskum læknum tókst að sigrast á erfiðleikum, sem voru
a framkvæmd þessara tilrauna. Hægt er nú að ganga úr