Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1905, Qupperneq 7

Freyr - 01.01.1905, Qupperneq 7
FREYR. 3 lítið eitt út af að bera til þess að yfir keyri. IÞannig virtist kláðabaðið í fyrra, sem í sjálfu sér er og reyndist saklaust heilbrigt fé, ríða lömbunum svo að segja að fullu á sumum þeim bæjum, þar sem sýkin var skæðust, enda byrj- uðu þau þá að drepast þar í hópum. I þeim sveitum, þar sem ormaveikin á heima, er að mínu áliti mjög áríðandi að byrja snemma á haustin að gefa lömburn. Þótt hausthagarn- ir séu nægir að vöxtum og lömbin ieggi ekki ai’ til neinna muna, verða menn þó að gæta þess, að grösin missa ýms efni, þegar þau fara að fölna, svo að næringargildi þeirra rýrnar að miklum mun. Haustbeitin getur veitt nægilegt fyllifóður, en kröftugt er það ekki. Hestar iitna oft, eins og kunnugt er, þegar þeir ganga brúkunarlausir á haustin, en það mun leitun á þeim hesti, sem heldur sama tjö'ri eftir að hann er farinn að Jifa á sölnuðum grösum; haust- beitin slappar, það finst á vilja hestsins. Eins xnun sauðkindinni farið, hún missir þrek og þol, þótt lítið á beri. A haustin drepur bráða- pestin mest og einkum það fé, sem gengur úti; þess vegna er það gamalt ráð, að taka fé snemma á gjöí, til að forðast bráðapest; með gjöfinni er reynt að koma í veg fyrir að mótstöðuafl kindarinnar gegn bráðapestarbakteríunum minki eins mikið og það gjörir, þegar kindin lifir ein- göngu á haustbeitinni. Og þetta gildir elrki að eins um bráðapest. Missi kindin þrek eða þol, rýrnar mótstöðukraftur hennar gegn hvaða sýki sem er. — Sjálf viðbrigðin, sem kindin Terður að þola þegar húu er tekin af útibeit á Jiús og hey, geta verið hættuleg og því hættu- legri, þeim mun snöggari sem þau eru. Séu lömbin tekin snemma að haustinu, áður en þau fara að veiklast að mun, þola þau betur við- brigðin, enda þurfa þau þá ekki að verða eins snögg og oft vill verða, er að vetri líður. Því fer nú betur, að ormasýkiu gerir ekki verulegt tjón á öðru fó en lömbum. Lifi kind- in lambsveturinn af, er hún úr mestri hættu. í ormasveitunum verða fjáreigendur því að leggja alla alúð sína við lömbin; kappkosta að gjöra svo vel við þau að vetrinum, sem auðið er. Það þýðir ekki, þar sem svo stendur á, að setja lömb á vetur, nema til sé handa þeim nægilegt fóður, svo mikið, að hægt só að taka þau snemma á gjöf og aldrei þurfi að spara við þau fóður. Séu hey lítil, verða menn að lóga öllum þeim lömbum, sem ekki eru bein- línis nauðsynleg til viðhalds stofninum, svo að hægt sé að gera þeim mun betur við þau, sem eftir lifa. Þarf slíkt ekki að verða til neins skaða, meðan verð á lambakjöti er eins hátt og það var í haust. Eg hefi getið þess áður hér í blaðinu, að ormasýkin virtist haga sér nokkuð eftir þvf, hve nær lömb væru tekin inn, þar sem þau jafnan fara að veikjast að mun og drepast skömmu eftir að farið er að gefa þeim. Því verður nú ekki neitað, að lömbin geti fengið í sig yrmlinga úr heyinu og drykkjarvatninu (illa hirtum brynningarstokkum), en þar sem rannsóknir mínar í haust hafa sýnt það, að allur þorri lambanna er þegar sýktur áður en þau eru tekin inn, mun sönnu næst, að það sé rykið úr heyinu, sem aðallega valdi því, að sýkin ágerist einmitt þegar farið er að gefa, enda segir það sig sjálft, að skepnur, sem þjást af illkynjuðu lungnakvefi, þolir ekki ryk, sem eitt út af fyrir sig getur valdið megnri lungna'- veiki, ef mikið er um það. —- Eg legg því nú enn meiri áherzlu en áður á þá varúðarreglu, að gefa lömbum aldrei þurt hey, sízt sé það myglað eða rykugt. Um aðferðina við að væta heyið, svo að dugi, hefi ég getið áður í „Erey“ og vísa tíl þess. Yfir höfuð vil ég biðja bænd- ur að gæta vel þeirra ráða, er ég hefi áður gefið í „Erey“ og þá einkum þeirra, er ég nú liefi nefnt: að byrja snemma að gefa lömbum, láta þau ávalt hafa nóg fóður og aldrei gefa þeim þurt hey, og er það sannfæring mín að, sé þessa vel gætt, megi til stórra muna draga- úr tjóni þvi, sem ormasýkin gerir. Magnús Einarsson. Mjólkurmjöl. Hin fullkomnasta aðferð við að þétta mjólk er sú, sem nýlega er uppfundin, að breyta henni í mjöl. Mjólkin er hituð í vél, sem tiL

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.