Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1905, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1905, Blaðsíða 7
FREYR. 53 Öll verzlun hefir tvær hliðar, sem heita kaup og sala. Eins og kuDougt er, er verzlunarþekkiug vor IsleDdinga lítil; þó er hún óðum að glæð- ast., en fremur heftr það verið einhliða í’ram á seinustu ár. Kaupfólögum hafa bændur haldið uppi í mörg ár, hafa þau efalaust stórum bætt verzlunina, þótt misjafn orðrómur fari af þeim; hiua hlið verzlunarinnar hefir lítið verið gert til að bæta. Sölufélög hafa eugin verið til, fyr en rjómabúin komust. á fót, þau eru góð byrj- un, verzlunaraðferðin efalaust sú rétta. í*að sem aðallega styður að því að frarn- leiðendur fái meira verð fýrir vöru síoa er, að þeir vandi hann sem mest, að hún sé jafna góð og komist í álit, «ð kaupandinn geti ör- uggur keypt vöruna án þess að skoða hana grandgæfilega, þurfi ekki annað en líta á vöru- merkið; að varan komist á markaðiun með sem fæstum milliliðum; helzt ættu þeir engir að vera. JÞað er félagsskapuriun einD, sem getur hrundið þessu í rétt horf. Bændur eiga sjálf- ir að mynda þennan félagsskap og kjósa sér framkvæmdarstjóra, og hann á helzt að fylgja vörunni á markaðinn; kynna sér þar nákvæm-. lega það, sem henni er ábótavant, og kynna sér óskir og kröfur kaupendanna, og sjá svo um að þær séu uppfyltar. Yaran á að vera eins og kaupandinn helzt vill hafa hana, móti því dugar ekki að beita neinum þráa. Helztu landbúnaðaraíurðir, sem til útlanda seljast eru auk smjörsins, kjöt og ull. Kjötverzlunin hefir verið gjörð að umræðu og athuguuareíni upp á siðkastið. I því skyni er talað um stofnun slátrunarhúsa og vafalaust ér það rétta leiðin til að koma kjötinu í álit. En bœndur þurfa sjálfir að e.iga slátruriarhúsin, að minsta kosti í þeim héruðum, þar sem kjöt er útflutningsvara að nokkrum - mun. Austfirð- ingar þurfa minst eitt slátrunarhús, hvort sem það nú væri á Seyðisfirði eða Reyðarlirði. Á Norðurlandi þyrftu að vera þrjú, á Blönduós Akureyri og i í»ingeyjarsýslu, helzt anstar en á Húsavík, ef þar væri góð höfn. Á ísafirði þarf eitt að vera og i Stykkishólmi annað. Með þessu móti gætu þeir landshlutar, sem mest flytja út af kjötitiu, náð til slátrúúarhúss. Þessi hús þurfa ekki að verða dýr, þau eiga ekki að kosta meir eh svo að bændur geti auðveldlega af eigin ramleik reist þau. Húsin eiga að vera þeirra eign og þeir geta komið þeim upp áu uokkurs landssjóðsstyrks. Fyrirkomulag kjötsöln-félaga getur orðið líkt og fyrirkomulag rjómabúa-félaga; að eins ná kjötsölufélögin ytír langtum stærra svæði. Vegna hins mikla sölumarkaðs hér í Rvík. er síður þörf á kjötsölufélögum hér suunan lands en í öðrum hlutum landsins, en hvað sem um það er, þarf að k.oma hér á fót slát.r- unarhúsi. Ullarsalan hefir lengi verið í mesta ólagi, reyndar fékst hærra verð fyrir haua síðastlið- ið ár eu verið hefir undanfarið, en aðferð þessi sem höfð er með ullarsöluna er óhætíieg. Ull- in verður aldrei í lagi, meðan hver verkar haua heima hjá sér og selur svo kaupmönnum. Fé- lagsskapur með ullarsöluna þarf að komast: á alveg eins og með kjötið og smjörið. Eti til þess að varan geti orðið góð og jöfn, á að þvo ullina úr heilum héruðum alla á eaiunt stað. Þessar þvottastöðvar ættu helzt að vera nálægt kauptúnum, þangað flytja bændur söluull sína óþvegna, afhenda hana þar framkvæmdarstjóra, sem ullarsölufélagið hefir valið sér; hann sendir síðan ullina þaðan með ákveðnu vörumerki eða fer með henni sjáltúr á útlendan markað, án milliliða. Það segir sig sjálft, að umbúnaður á þvptta- stöðinni þarf ekki að vera dýr, en geymsluhús þarf þar að vera. Þetta er mál, sem vert er að athuga. Bæud- ur sjálfir verða hér eftir að taka tilsinnaráða með það að koma vöru sinni í viðunanlegt verð og jafnframt að sjá um að kostuaðurinn, sem á hana logst, verði sem allra minstur. Til þess að þetta komist á, þurfa að myndast sölufélög. Einar Helgason. Kynnisför danskra búfræðiskandídata hingað til lands i sumar er nú fast ákveðin; koma þeir með „Ceres“ 27. þ. m. Ennþá eru ekki ákveðnir nema 5, en búist við 1 eða 2 í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.