Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1958, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 24.01.1958, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR i-------------- Siglfirðingur MALGAGN siglfibzkba SIALFSTÆDI8MANNA Bllstjóra: Blaínefndln Abyrgðarmaður: Ólafur Bagncui Auglýsingan Páll Erlendsson Örlagarikar og þýðingarmiklar kosningar. Frjálslyndir kjósendur eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum. 1. Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokks- ins hefur verið gerð harðari (hriíð að flokknum, sem um iþessar kosningar. Jafnvel kosningalögum hefur verið hreytt í iþeim tilgangi einum að torvelda starfsemi flokksins. Öllum mætti ríkis- stjómarflokkanna er nú foeint að því eina manki að hnekkja fylgi Sjálfstæðisiflokksins, sem hlaut yfir 42% af fylgi þjóðarinnar við síðustu kosningar. Örsökin er sú, að þessar foæjarstjórnarkosningar eru ekki sízt skoðanaköimun rík- isstjómarinnar á fylgi þjóðarinn- ar við stefnu sína. Og úrslit kosn- inganna verða túlkuð sem af staða fólksins til stjórnarstefnunnar, engu síður en afstaða þess til flokkanna í foæjarmálefnum. Þessar kosningar em þvi þær þýðingarmestu og örlagardkustu, sem fram hafa farið lengi í land- inu, og áhrif þeirra geta orðið mjög víðtæk foæði í foæjarmálum og þjóðmálum. Það eru þessi áhrif kosninganna, sem kjósend- ur skapa með atikvæði sdnu, og þeir verða að gera sér vel 'ljósa áður en þeir setja krossinn á kjör- seðilinn. Siglfirðingur heitir á alla sjálf- stæðismenn og konur, að herða sóknina að settu marki, foenda kjósendum á þær staðreyndir, sem auðsæjar eru, orð og efndir ríkisstjórnarinnar, og nauðsyn þess, að viljayfirlýsing þjóðar- innar um breytta stjórnarstefnu komi glöggt og greinilega í ljós. 2. Sjálfstæðisflokkurinn minnir á Skeiðsfossvirkjunina Rauðkuverk- smjðjuna, afskipti sín af tilkomu hraðfrystihúss S.R., togarans Haf- liða, byggingu skólanna, gerð sjúkraflugbrautar, lög um gerð Sigluf jarðarvegar ytri og vísar til bæjarmálastefnuskrár sinnar um uppbyggingu atvinnulífsins og margvíslegar franlkvæmdir, sem SPORIN 112. tbl. Kosningablaðs Aiþýðu- foandalagsins þann 18. jan. ríður Vigfús Friðjónsson í hlaðið með stórt loforðaplan og rúma heil- síðugrein. Þar átelur hann, meðál annars, að söltunarstöðvarnar, sem fyrir eru, séu illa farnar spýtnabraJk. Þetta er ómakleg árás á síldar- saltendur hér, því þeir hafa reynt eftir föngum og efnahag að halda við plönum sínum. Vigfúsi væri það nær, að kref j- ast þess af þingmanni Alþýðu- foandalagsins, Gunnari Jóhanns- syni, að hann beitti áhrifum sín- um foetur en hingað til, við ríkis- stjómina í þá átt, að meir af atvinnufoótafé verði veitt til Siglufjarðar, þar á meðal til styrktar síldarsaltendum, svo að þeir gætu endurbyggt plön sín og hús, og átelja það óréttlæti, að ekkert, foókstaflega EKKEiRT, af atvinnubótafé s.l. árs, sem nam 15 milljónum, var ráðstafað hingað. En Vifús sleppti þessu af UM TVENNT ER KOSH) (Framhald af 1. síðu) ingarnar þ. 26. þ.m. eru skipuð traustum og heiðarlegum mönn- um og konum, sem foæjarbúar geta fyllilega treyst til að leggja gott til mála um stjóm bæjarfé- lagsins Með iþví að kjósa hstann, sem skipaður er slíku fólki — D-listann, gera foæjarbúar tvennt: að tryggja áhrif traustra og heiðarlegra manna og kvenna, sem áreiðanlega láta hagsmuni bæjarbúa ráða gerðum sínum, en ekki annarleg sjónarmið, á stjóm foæjarfélagsins, — og að þakka á viðeigandi foátt núverandi ríikis- stjóm fyrir öll svikin og blekk- ingarnar, sem Siglufjörður og Siglfirðingar hafa ekki fovað sizt sopið seyðið af. Einar Ingimundarson hagað sé í samræmi við fjárhags- getu bæjarins og foæjarbúa. Hann minnir á sjálfstæðisstefnuna, sem þann gmndvöll, sem foyggja verð- ur á farsæla framtíð Siglufjarðar og þjóðarheildarinnar og kallar á samstarf allra frjálslyndra kjós- enda, sem eiga samleið með Sjálf- stæðisflokknum á göngu þjóðar- innar til bættrar framtíðar. Siglfirðingar! Sameinist imi D- listann á sunnudaginn. Undir- strikið kröfuna um breytta stjórnarstefnu í þjóðmálum og atvinnulega uppbyggingu Siglu- fjarðar með því að efla Sjálf- stæðisflokkinn á sunnudaginn...... Sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur Siglufjarðar. x D-listinn HR/EDA skiljanlegum ástæðum, því það væri gagnrýni á hans eigin flokk. Menn hafa getið sér þess til, og ekki að ástæðulausu, að Vig- fúsi hafi verið lofað nokkrum þúsundum af hinu langþráða at- vinnubótafé við næstu úthlutun, gegn því að verða á lista kommún ista við í hönd farandi bæjar- stjórnarkosningar, en hvort það fé kemur að meiri notum til at- vinnuaukningar hér, en það at- vinnubótafé, sem Þóroddur fékk á sínum tíma til Millý-útgerðar- innar, er eftir að vita. Kjósendur ættu ekki að vera gynkeyptir fyrir loforðum komm- únista fyrir þessar kosningar, því sporin hræða. Kommúnistar ausa til ykkar allskonar loforðum um atvinnu o.fl., til þess síðar meir, þegar þeir eru búnir að hafa gagn af atkvæðum ykkar, að kasta lof- orðunum í svikakistuna, saman- ber loforð þeirra í atvinnu- og efnahagsmálum fyrir og eftir Al- þingiskosningarnar síðustu. Kjósið D-listann og mótmæhð með því áníðslu vinstri flokkanna 1 garð hinna atvinnulitlu Siglfirð- inga við úthlutun atvinnubóta- fjárins. I Munið kosninga- sjóðinn. Stuöningsmenn D-listans eru mínntir á kosningasjóð Sjálf- stæðisflokksins. Kosningar eru kostnaðarsamar, en ef allir leggja frai« sinn skerf, kemur kostnaður inn létt niður. Þóroddur og Vigfús Þegar fýkur í flest skjól hjá Þóroddi Guðmundssyni grípur hann til nazistanafngiftar. Það eina, sem hann hafði að leggja til siglfirzkra bæjarmála í útvarps- umræðunum s.l. fimmtudagskvöld var að uppnefna póhtíska and- stæðinga sína með nazistanafn- gift. Þótti mörgum það koma úr hörðustu átt, þar sem efsti maður G-listans, Vigfús Friðjónsson, var yfirgeneral nazistahðsins sálaða hér í Siglufirði og algjör aðdá- andi Hitlers sáluga. Þykir því fara vel á því, að þessi gamfo nazisti og kommún- istinn Þóroddur Guðmundsson samfylki sem mágar og sálufé- lagar á einum og sama fram- boðslista, enda mun erindi þeirra í bæjarstjóm vera eitt og hið sama og Þóroddur hefur á und- anförnum árum gefið bæjanbú- um smjörþefinn af. Þessi uppnefni Þórodds verða Þóroddi bregst bogalistin. Þóroddur Guðmundsson gerði sér það til erindis í útvarpi um foæjarmál Siglufjarðar, að kalla okkur, sem skipum efstu sæti D- hstans, nazista. Að sjálfsögðu eru sfokar nafngiftir ekki svaraverð- ar og bera ekki vott um prúð- mennsku né mikilvæg innlegg í bæjarmálefni okkar. Ef Þóroddur Guðmundsson hefði borið það við að hugsa áður en hann talaði, hefði hann máske komið auga á þá staðreynd, að undirritaður er fæddur árið 1928, var því 5—6 ára er lítil sella þessar óheihastefnu festi hér ræt- ur og 11 ára, er heimsstyrjöidin síðari brauzt út og öllum naz- isma var lokið hér á íslandi og skömmu síðar í gjörvöllum heim- inum ,sem betur fer. Og þótt ég foafi ungur að árum hafið af- skipti af pólitík, með þátttöku í Félagi ungra Sjálfstæðismanna hér á Siglufirði, er samt til full- mikils ætlast, að fólk leggi á slíkt trúnað, að ég hafi haslað mér þar vöh á þeim aldri, sem aðrir hefja nám sitt 1 smábarnaskólum. Hitt veit svo Þóroddur fuhvel, að foæði ég og aðrir frambjóð- endur D-listans, erum öh frjáls- lyndir lýðræðissinnar, og andvíg hverskonar ehiræðisstefnum, — hvort sem þær heita kommúnismi eða nazismi. Trúi ég því vart, að vegur nokkurs manns vaxi af slíkum áburði, jafnvel þótt hon- um sé beint gegn mönnum með aðrar stjóramálaskoðanir. Stefán Friðbjarnarson • VEGNA ÓREGLULEGRA PÓSTFERÐA og samgöngutregðu á landi og í lofti, náðu ekki myndamót af sex fyrstu fram- fojóðendunum til að koma 1 þetta síðasta blað Siglfirðings fyrir kosningar, og er þess vænzt, að kjósendur muni frambjóðend- urna, þó þeir hafi ekki mynd af þeim fyrir framan sig. Kjósið snernma! Tryggið sigur D-listans því til þess eins að vekja athygli manna á einræðis- og sérhags- munabroddum kommúnistaflokks- ins og muni verka sem hættu- merki í augum heiðarlegra, sigl- firzkra kjósenda, sem meta hag bæjar síns meira en gróðasjónar- mið toppanna á braskaralista Kommúnistaflokksins.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.