Freyr - 01.01.1908, Page 5
Til lesendanna.
TJm le-ið og Freyr byrjar fimta ár sitt, vill
Tiann minnast þess með þakklæti, að hann hefir
sífelt átt góðum vinsældum að fagna frá því
hann fyrst hóf göngu sína.
£>að er auðsætt, að Freyr yæri ekki kom-
inn á þennan aldur, ef hann hefði ekki átt marga
góða stuðningsmenn um land alt, bæði útsölu-
menn, er greitt hafa götu hans góðfúslega, sem og
skilvísa kaupendur og athugula lesendur, og
er það einkum til þessara manna, að Freyr
beinir nú þökkum sínum, en öllum landsmönn-
.nm íærir hann óskir um gott ár og hagsælt.
En þótt Ereyr sé víða kærkominn gestur,
eg hafi jafnan átt þvi láni að fagna að gista á
beztu bæjunum, langar hann samt til þess að
koma víðar við, enda veit hann það með vissu,
að hann á ennþá ókomið á mörg góðbúin, þar
sem honum yrði eflaust líkt tekið og annar-
staðar, þegar kynni komast á.
En fyrstu kynni en oft erfið, og það má
vel vera, að aðalorsökin til þess að Ereyr hefir
ekki náð -kynni af fleirum bændum, sé sú, að
honum hefir ekki verið fylgt heim á bæina.
£>ótt vér útgefendurnir höfum gjört oss tals-
vert far um að auka útbreiðslu blaðsins, þá má
ganga að því vísu, að margir út um land þekki
ekkert til Ereys eða þá aðeins að nafninu,
menn, sem eflaust vildu ekki fara varhluta af
gæðum þeim, sem hann vill og hefir viljað veita
■öllum bændum landsins.
Til þess nú að auka ennfrekar lesenda og
kaupenda fjöldi Ereys, höfum vér ráðist í að
kaupa búnaðarblaðið „Plóg“ til frálags. Hættir
því Plógur að koma út um áramótin, en kaup-
endum hans verður þá sendur „Ereyr“ í stað-
inn, og vonum vér að öllum þyki rftiftin góð,
því að þótt árgangurinn af Erey sé dýrari, þá
er hann i raun og veru mun ódýrari, þegar
tekið er tillit til stærðar blaðsins og frágangs.
Vera má að ýmsir af áskrifendum Plógs
séu kaupendur Ereys, og fái hann frá einhverj-
um af útsölumönnum vorum. En þar sem vér
vitum ekki nöfn allra þeirra, sem taka Frey
hjá útsölumönnum, getur vel farið svo, að sum-
ir fái Erey tvísendan, og viljum vér þá biðja
þá hina sömu að gjöra oss aðvart um það við
fyrstu hentugleika.
Því hefir verið skotið að oss úr ýmsum
áttum, að letrið á lesmáli Freys væri helzt til
þétt, og gjörði það blaðið ekki eins aðgengilegt
til lesturs. Könnums vér við það, að nokkuð
muni hæft í þessu, og gjörum nú bót á þvi í
þeirri von, að lesendum Ereys líkibetur. Auð-
vitað verður lesmálið ögn ódrýgra, en það er svo lít-
ið, að heita má að engu nemi, en hitt er fyrir mestu,
að blaðið verður þægilegra aflestrar. — Hins-
vegar ætti þetta, þótt litlu nemi, að hæna fleiri
til þess að senda Frey ritgjörðir, því að rit-
launin fyrir hverja örk verða hin sömu og áð-
ur (24 krónur), og má því búast við að efni
hans verði nokkru fjölbreyttara, enda er það
ósk útgefendanna, að sem flestir þeirra, sem
eitthvað nýtilegt hafa fram að bera landbúnað-
inum til gagns og þrifa, sendi ritgjörðir í blaðið.