Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1908, Síða 8

Freyr - 01.01.1908, Síða 8
4 FREYK, Kúakynin í Korvegi eru svipuð vorum kúm að stærð og gæðum, og landrými er víða svo mikið, að ekki þarf að gefa ungviðunum á sumrum með beitinni svo neinu verulegú nemi, og sumstaðar ekkert. £>að er því ekki ófróð- legt íyrir oss að athuga hvað uppeldi nautgripa kostar í Norvegi, því þar hefir það verið'athug- að nákvæmlega á seinni árum einkum í naut- gripafélögunum. í Noregi bera kýr venjulega í fyrsta sinn þegar þær eru tveggja ára að aldri, eins og hjá oss, og er uppeldiskostnaðurinn ekki talinn lengur en tii þess tíma, þótt kýr séu í rauninni ekki fullþroskaður fyr en þær eru 4 ára. Að sjálfsögðu er uppeldiskostnaðurinn all jnisjafn, og fer það m. a. eftir þvl hvað kálf- urinn er vel alin, hvaða fóðurtegundir eru not- aðar, og hvernig þeim er blandað. £>á hefir það mikla þýðingu á hvaða tíma kálfurinn er fæddur, því undir því er komið hversu vel hann getur hagnýtt sér sumarhagana. Taflan hér áundan sýnir kostnaðinn við upp- eldið á 8 kvígum þartilþær voruársgamiar í „Efte- lös“ eftirlitsfélag iá Þelamörk i Noregi. Hún gefur jafnframt góðar bendingar um hvernig kvigur eru fóðraðar í Noregi, þar sem uppeld- ið er í góðu lagi. Eins og taflan sýnir, kostar uppeldið á kvig- unum fyrsta árið 82—100 kr., 88,13 kr. að meðaltali. Ef vér drögum þar frá sumarbeitina, og reiknum kálfinn nýborinn á 7,50 kr. eða 1ji lægra en gjört er i töflunni. sem er sanngjarnt miðað við kjötverð hér og í Noregi, ætti vel upp alin kvíga hjá oss, ársgömul, að kosta um 80 kr. Eftirtektavert er það hvað litla nýmjólk kálfarnir hafa fengið, 92 potta að meðaltali, og er það mikið minna en venjulegt er hér á landi. Kálfarnir fengu nýmjólk fyrstu 3—4 vikurnar, og enginn þeirra meira en 5pottaádag. Und- anrennu fengu kálfarnir þar til þeir voru 5 mánuða, en aldrei yfir 5 potta á dag, en eftir að farið var að draga við þá nýmjólkina, var þeim gefinngrautur úr linfrækökumjöli með undan- rennunni. Haframjölið ogrúgmjölshratið vargefið þurt. ursökin til þess að kálfarnir fengu svo- litla nýmjólk er sú, að reynslan hefir sýnt, að eftir að fystu 3—4 vikurnar eru liðnar, má bæta káliunum upp þá feiti er þeir fá í ný- mjólkinni með linfrækumjöli eða haframjöli, en það verður mikið ódýrara. Fóðurkostnaður kvígunnar annað árið er venjulega talinn í Korvegi 70 kr. auk sumar- beitarinnar, og er hún víð reiknuð á 15 kr. I þeim skýrslum um uppeldi á kvigum f Noregi, sem eg hefi fyrir mér, er talið að þær kosti 2 ára 180 —190 kr. (JÞegar sumarbeitin er reiknuð með), enda er alment söluverð á kúm austanfjalls i Norvegi um 200 kr. Nautkálfar eru venjulega nokkuð stærri en kvígukálfar þegar þeir fæðast, og taka meiri þroska. Eigi uppeldið að vera í góðu lagi,- verður því fóðurkostnaður þeirra mun meiri eu á kvígum, en hvað miklu það nemur að öðru jöfnu skal eg láta ósagt. Vonandi er að bændur vorir fari að at- huga betur en gjört hefir verið uppeldiskostnað nautgripanna, og sérstaklega er ástæða til að> vonast eftir að nautgripafélögin gangist fyrir að útvega áreiðanlegar skýrslur um það efni. G. G. Bráðapestin. (Úr dagbók minni að nokkru leyti). Arið 1884byrjaði eg búskaphérí Vigur. Hér- hafði bráðapest legið í landi um langan aldur og verið allopt mjög skæð. Vigur er mjög snögglend, enda mestöll slegin árlega siðan óg kom hingað, kvistur enginn og léleg beit á

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.