Freyr - 01.01.1908, Blaðsíða 9
FREYH.
5
henni að vetrarlegi er fjörubeitirmi sleppir, sem
er ágæt. Mig langaði til að koma hér upp
dálitlu sauðfjárbui og kveið því mjög fyrir pest-
inni. Pyrsta árið var féð sárfátt; liðugar 80
kindur settar á vetur og þær flestar sín úr
hverri áttinni og alls ekki hraustar margar.
í>að byrjaði heldur ekki vel með sauðfjáreign-
ina, því fyrsta vesturinn misti eg % af allri
hjörðinni, er heima var alin. Eg set hér skýrslu
um hve margt af hundraði hefir farið úr bráðu-
pest öll búskaparár mín.
Veturinn 1884-85 20%.
55 1885-86 2%.
— 55 1886-87 4%-
» 1887- 88 o %•
55 1888—89 9%-
ji 1889—90 o%-
;; 1890—91 0 %:
V) 1891 -92 0%.
51 1892-93 %%•
V) 1893—94 %%•
V) 1894—95 6%.
51 1895—96 0%.
55 1896—97 0%.
55 1897—98 2%.
55 1898—99 1 %%•
;; 1899—1900 0%.
55 1900—01 o%-
55 1901—02 2%%-
55 1902-03 2%%-
55 1903—04 o%-
55 • 1904—05 o%-
55 1905-06 %%•
55 1906—07 10°/0.
Að meðaltali um 22/8°/o árlega. Það hefir
því ræzt betur úr en áhorfðist fyrsta búskapar-
árið. Tíu ár hefir pestin alls ekki gjört vart
við sig og tíu árin fiest örlítið að undantekn-
\im árunum 1884—85 1894—95 og í fyrra.
Eg tók þegar eftir því íyrsta árið, að þær
lcindur drápust helst, er ekkivoru hraustarílung-
unum; þetta kendi mér að setja aldrei á vetur neina
þá skepnu, er lungnaveikismerki sáust á vetur-
inn áður eða að haustinu. Eftir öðru hefi eg
og tekið, sem bendir á, að pestin taki helzt
þær skepnurnar, sem þroskaminstar eru. Hafi
lambgimbrar fengið, sem stundum hefir borið
við um eldislömb mín, þá hafa þær kindurnar
næstum ætíð farið fyrst, er pestin hefir gjört
vart við sig. Áður en eg kom hingað hafði
fé lifað hér mjög á útigangi, sjaldan tekið í
hús, fyr en um jól, var þá venjulega fleira eða
færra dáið úr pestinni og skæðust var hún jafn-
an fyrst eftir a? féð var tekið i hús, drapst
hér næstum árlega eins margt og mjög oft
miklu fleiru en þegar mest hefir verið hjámér,
enda var húsavist slæm og hirðing misjöfn.
Eg tók þegar upp þá búskaparreglu, að taka
alt fé á hús um veturnætur, hvernig sem tíð
var, og gefa því er frost og hélur eru og beita
því lítið einkum í rosum og bleytum.
Veturinn 1888—89 vildi svo til, að alt
roskna féð lá úti eina nótt rétt fyrir jólin í
útsynnings-bleytu-hrið er snerist í frostbil seinni
hluta nætur. Eétt fyrir nýárið byrjaði pestin
í þvi og tók það svo geyst, að kind fór á hverj-
um degi frá 31. des. til 5 janúar, en upp frá
því dró aftur úr henni; kendi eg þetta þvi að
féð hefði ofkælst þessa útilegunótt. Annars
hefir pestin vanalega verið skæðust hér við
Djúp í desember og janúar, en dregið úr henni,
er liðið hefir á veturinn.
Eg hefi verið svo heppinn i búskap mín-
um að hafa alloft góða fjármenn, og þykist eg
sannfærður um, að það eigi ekki lítinn þátt í
því, hve vel eg hefi sloppið við þennan ófógn-
uð. Bezta vörnin gegn pestinni er áreiðanlega
góð og reglubundin hirðing á sauðfénu og að
taka það vel að haustinu, áður en það mætir
nokkrum hrakningi. Ef bændur fylgdu þessari
reglu vandlega, er varla efamái, að pestin gerði
minna tjón; ættu þeir ekki að treysta svo mjög