Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1908, Qupperneq 12

Freyr - 01.01.1908, Qupperneq 12
8 FREYR. Eénaðarliöldin yfirleitt góð, lambadauði litill sem enginn og bráðapestin væg. Kláði kom upp á uokkrum stöðum, en alstaðar þar sem hans varð vart, voru baðanir fyrirskipaðar, og er vonandi að það takist með tímanum að útrýma honum alfarið úr landinu. Garðrœkt brást víða með öllu, sökum vorkuld- anna og næturfrostanna, er hvað eftir annað gjörðu vart við sig alt sumarið. Matjurtir, rófur og kartöflur, voru þvt i geypi-háu verði í Reykja- vík síðastliðið haust. Kartöflutunnan komst npp í 10—11 kr. og rófutunnan var seld á 6 —7 kr. Yerzlunin heldur lakari en undanfarin 2— 3 ár. Ullin að lækka í verði; en hinsvegar flest- allar útlendar vörur dýrari en í fyrra, einkum rúgur, kol, steinolía, allar járnvörur viður o. s. frv. Mikið selt út af hrossum, eu verðið yfir- leitt lágt á þeim. Sauðfjársala út úr landinu með minsta móti. Frá Norðurlandi mun hafa ver- ið sendur út 1 skipsfarmur af lifandi fé. — Yerð á sláturfénaði innanlands svipað og í fyrra. Smjörbúin störfuðu öll nema tvö, búið á Möðruvöllum og Laxárbúið í Húnavatnssýslu. Olli því meðfram ótíðin í vor og gróðurleysið. — Búið við Staðará í Skagafirði komst á fót, og lagðist búið á Páfastöðum til þess. En yfir höfuð varð smjörframleiðslan svipuð og hún hefir verið undanfarið ár, enda þótt búin tækju flest seint til starfa. Þeim fjölgar stöðugt er ekki færa frá, en við það rýrnar málnytan og rjóminn missist frá búunum. Smjörsalan gekk heldur lakar en í íyrra, enda var verð á smjöri á Englandi óvenju hátt tvö árin undanfarin. Starfandi nautgripafélóg þetta ár munu hafa verið 15 alls með yfir 2000 kýr til samans. — Héraðssýning á búpeningi fyrir Árnes og Kang- árvallasýslur var haldin við Þjórsárbrú 6. á- gúst, í sambandi við konungskomuna þangað. I>ar voru sýnd um 100 hross 45 nautgripir og um 50 fjár. — í sambandi við þá sýninguvar og haldin þar sýning á smjöri, fyrsta smjör- sýningin hér á landi. Smjörið reyndist vel, og var lokið á það lofsorði bæði af innlendum og útlendum, er þar voru við staddir. Sláttuvélunum fjölgar. Yoru útvegaðar til landsins og keyptar handa bændum í vor um 20' slikar vélar og auk þess 2 rakstrarvélar. — Að tilhlutun Landbúnaðarfélagsins voru tvær sláttu- vélar reyndar ísumar, „Herkúles" og „Víking“, og reyndust báðar fremur vel (Samanb. „Frey“ 1907, bls. 88j. Sláturfélag Suðurlands lét í sumar reisa vandað sláturhús í Reykjavík. Tók það til starfa 2. október, og mun hafa slátrað alls ná- lægt 10,000 fjár. Há voru og reist sláturhús á Húsavik og Akureyri. — Auk þess eru slátur- hússtofnanir í undirbúningi bæði í Múlasýslum og í Húnavatnssýslu. Bœkur um landbúnað hafa eigi komið út í ár aðrar en Ársrit Ræktunarfél., Búnaðarritið, Freyr og Plógur. Með helztu viðburðum ársins má telja kon- ungskomuna og skipun sambandsnefndarinnar. Auk þess var þingár, og búnaðarþing. f>ing- ið afgreiddi alls 71 lagafrumvarp. Meðal þeirra, er snertu landbúnaðinn, má nefna: 1. Lög um skógrækt og varnir gegn upp- blæstri lands. 2. Lög um takmörkun á eignar- og umráða- rétti á fossum á íslandi. 3. Lög um útflutning hesta. 4. Lög um sölu kirkjujarða. 5. Lög um metramæli og vog. 6. Lög um vegi. 7. Lög um breyting á lögum 19. desember 1903- um túngirðingar o. fl. Hdlsufar fólks í lakara lagi. Snemma í vor gekk kvefsótt (influenza) yfir landið, og nú í haust hafa mislingarnir verið að ganga. Bæði einstakar sveitir og einstök heimili hafa

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.