Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1908, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1908, Blaðsíða 16
12 Í’REYR. í sambaridi við þetta er rétt að benda á það, hverjar plöntutegundir Eggert talar um í bók sinni, að muni mega rækta hér á landi. Eins og minst var á framar, byggir hann að miklu leyti á eigin reynslu. Má oss furða á því, að þar eru taldar ýmsar útlendar matjurtir, sem nú er nýlega byrjað að rækta hér í til- raunastöðvunum, og sem reynslan sýnir nú, að vel geta þrifist hér, þegar árferði er ekki sér- staklega vont. (Sbr. skýrslurnar um Gróðrarstöðina í Reykjavík og ársrit Ræktunarfélags Norður- lands frá síðustu árum). Sem dæmi má nefna: Ymsar káltegundir, rauðkál, hvitkál og blómkál telur hann þó vandgjæft hér, en „kann því ólag valda“, segir hann um hvítkálið. Gulrœtur segir hann hafa sprottið hér á landi. Að sönnu hafi þær litlum vexti náð, „enn eg efast ei um þær geti stærri orðið“, hætir hann við. Talað er og um hreðkur, skarfakál pipar- rót, pétursselju, selleri (,,sillara“), kerfil, kúmen^ lauka, agúrkur, ertutegundir, spínat, pastinak og ýmsar fleiri. Um spínat er sagt, að það hafi „vaxið hér vel næstliðin ár, og aldrei brugðist11. Um ræktun rófna og jarðepla er allmikið rætt. Það eru líka þær plöntutegundir, sem hafa verið ræktaðar hér meira og minna frá þeim tímum til þessa dags. Þá er skýrt frá, hvert gagn Skaftfellingar hafi af melgrasinu og korninu af því. í sam- bandi við það er þess getið, að korn geti vax- ið hér á landi: „Þessi síðustu ár hefir korn fengið hér lullan vöxt, ef menn hefðu vitað að færa sér það í nyt eins og Norðmenn gera, þá illa ár- ar, og íslenzkir við sitt villikorn austur á landi“. Ef þetta og margt fleira, sera í bókinni stendur, er borið samau við ástæðurnar nú, að því er garðyrkjuna snertir, þá hljótum vór að viðurkenna, að vér stöndum ekki mikið framar enn. Að sönnu er hér að eins um framkvæmd- ir einstakra dugnaðarmanna að ræða, manna, sem hafa verið á undan samtíð sinni. Þeir hafa riðið á vaðið og sýnt í verkinu, hvað hægt er að gera til að efla búsæld og hag- sæld landsins. En þeim hefir því miður ekki tekíst að vekja þjóðina til' að feta í fótspor sín. Þess vegna erum vér svo skamt á veg komnir í þessu tilliti. Só svo litið á það, að árangur tilraunanna á síðustu árum staðfestir í ýmsum greinum reynzlu þeirra manna, er hér hefir verið rætt um, þá ætti það að vera oss hvöt til að færa oss reynzlu þessa í nyt og afla oss þekkingar í þessu efni. Sú þekking á að bera þann á- vöxt, að vér látum ekki mörg ár líða svo af 20. öldinni, að ekki verði meira eða minna ræktað af matjurtum á hverju einasta sveita- heimili landsins. Hólum í Hjaltadal. í hyrjun nóv. 1907, Sig. Sigurðsson. kennari. Girðingar. Girðingar eru ein af þeim þörfustu og gagn- legustu jarðabótum, þegar þær eru vel gerðar. Þær hafa í fór með sér tvo mikilvæga kosti, en þeir eru: 1. Iriðun á landi því, sem varið er, og þar af leiðandi að öðru jöfnu meiri arð af því en áður var. 2. Vinnusparnaður, með því landið er þásjálft varið fyrir öllum ágangi. Á síðustu árum hafa girðingar einnig auk-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.