Freyr - 01.01.1908, Síða 17
FREYR.
13
ist mikið viða á landinu. — Fyrir nokkrum ár-
um kom mönnum naumast til hugar að girða
annað land en tún og mati'urtareiti eða það
sem kallað var ræktað land. En hin seinni ár
hafa verið girt, ekki aðeins tún og kálgarð-
ar, heldur einnig engjar, hithagar og nú síð-
ast afréttarlönd. — í sumum héruðum lands-
ins er víða búið að girða túnin gripheldum
girðingum. Einna mestar muni girðingarn-
ar vera í Eyjafjarðarsýslu. — Kristján Benja-
mírísson bóndi og búfræðingur á Syðri-Tjörnum
í Eyjafirði skýrir svo frá, (Noröurland VII, 1907,
tölubl. 16) að árið 1906 hafi verið gerðir í
Öngulsstaðahreppi 11,250 faðmar af gaddavirs-
girðingum, er námu samtals 2250 dagsv. En
alls voru það ár unnin i búnaðarfélagi hrepps-
ins 3527 dagsv. — „Túnin eru viðast hvar var-
in og engjarnar nokkurnveginn, og nokkrir bænd-
ur svo vel á veg komnir, að þeir hafa girt af
heimalönd sin eða haga“.
Auk þessa var áður búið að gjöra mikið
af girðingum í Ongulsstaðahreppnum. Eftir því
sem Kristján á Tjörnum sagði mér i sum-
ar er leið, munu girðingarnar vera orðnar þar
yfir 18000 faðma eða um 4^ milu á lengd.
Víða eru þar samgirðingar t. d. í Staðarbygð-
inni. Þar er saœfeld girðing milli Þveránna,
fyrir ofan flesta bæina, og eru með þeirri girð-
íngu friðuð tún og engjar á flestum jörðunum
á Staðarbygðinni. Sömuleiðis hafa þeir i kaup-
angssveitinni girt sumstaðar í félagi.
í Saurbæjarhrepnum hefir Jóhannk Möðru-
völlum girt í félagi við nágranna sína 2800
faðma. Annar bóndi þar hefir gjört 950 faðma
langa girðingu. Girðingar samtals í þeim hreppi
1906, 3750 faðmar.
T>á hafa bændur i Hrafnagilshreppi gjört
stórfelda girðingu sama ár, er byrjar við Einna-
staðaá og liggur ofan við Grund óg niður hrepp-
inn út að Akureyrargirðingunni. JÞessi girð-
ing er alls 8800 faðmar. — Auk þess
hefir stórbóndinn Magnús Signrðsson á Grund
girt hjá sér tún og engjar, sérstaklega,
og í öðru lagi beitilandið. Girðingar hans voru,
árið 1906, 3470 faðma. En áður voru girðing-
arnar 1340 faðmar, og verða það þá samtals
4810 faðmar. — Árið 1906 vann hann alls 854
dagsv. og er það mikið á einu ári. Næsturhon-
um var í Hrafnagilshreppi Hallgr. Kristjánsson
kaupfélagsstjóri í Reykhúsum með 250 dagsv.
og er það vel gert af manni, sem nýlega er
farinn að búa.
Elestar þessar girðingar í Eýjafirðiuum eru
að sögn og sannindum vel gerðar, enda ríður
á að svo sé, eigi sízt þegar mikið er lagt í
kostnað. — Yfir höfuð þurfa girðingarnar að
vera vel traustar til þess að þær veiti sem
bezta vörn og endist lengi. En þar til útheimt-
ist meðal annars:
1. að stuðlar allir og máttarstólpar séu nógu-
sterkir, og vel um þá búið.
2. að hæfilegt bil sé milli stuðla og máttar-
stólpa.
3. að hæfilega langt sé á milli vfrstrengjjanna.
4. að virinn sé vel strengdur og færist ekki til
á stuðlunum.
Hæðin á gaddavírsgirðingu þarf helzt að
vera 40—42 þuml. og fimm þættir. Bilið milli þátt-
anna eða strengjanna mætti þá vera, talið neðan frá
jörð og uppeftir, 6, 6, 8, 10 og 12 þumlung-
ar. Milli stuðla eru vanalega hafður 2í/i faðm-
ur, en milli máttarstólpa 3—5 stuðlar eða 10
—15 faðmar, eftir því sem landslagi er háttað
og til hagar að öðru leyti. Máttarstólpar eru
hafðir annaðhvort úr járni eða tré og festir
í jörðu. Það þarf að gera holu fyrir þá, og
verður hún að vera það djúp, að stólparnir
geti gengið 3- 4 fet niður. Utan með stólp-
unum er svo skorðað með grjóti, og helzt þann-
ig, að hvergi komi að þeim mold eða jörð.
Máttarstólpar úr tré þurfa að vera 6 l/t— 7
fet á lengd og 4X4 þuml. að gildleika. — En