Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1930, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1930, Blaðsíða 3
Rafmagnsstöð Reyðarfjarðar Síðastliðið haust og vetur var bygð 130 kw. vatns- aflsstöð á Reyðarfirði. Aflgjafinn er svonefnd Búð- ará, sem rennur til sjávar í gegnum kauptúnið. Á rúmlega 1 km vegalengd upp frá kauptúninu er fallhæð árinnar liðlega 130 metrar, en þar fyrir ofan tekur við hallalítill dalur (Svinadalur). Yatna- svæði árinnar hefir ekki verið mælt, en það er all- stórt. Vatnsmælingar í ánni eru einnig fáar og ófull- komnar, þó var hún mæld um haustið 1929, en þá og um sum- arið áður var með fádæmum þurkasamt á Austfjörðum og vötn öll óvenju litil. Reyndist vatnsmagn ár- innar á nefnd- um tíma um 230 lítrar á sek. minst. Nothæft minnsta afl hef- ir þá verið um 300 hestöfl. Virkjun ár- innar er fram- kvæmd þannig, að uppi i Svínadalskjaftinum er byggð steinsteypt stífla, þvert yfir árfarveginn. Féll áin þar í gjúfrum nokkrum svo að hækka varð hana upp um ca. 3 metra til að ná henni upp úr þeim. Stiflan er um 5,5 m á hæð i miðj- um árfarvegi. Við ytri enda liennar er steypt þró, þar sem vatnið rennur inn i pípurnar. Fyrir op- inu inn i þróna er járnrist. Önnur rist er inni i þrónni, fyrir pípumunnanum. Innan við þróna er op í gegnum stífluna til að tæma lónið. Opinu er lokað með tréloku, sem hreyfð er með skrúfu og liandhjóli. Vatnsþrýstipípan er um 1100 metrar á lengd. Efri hlutinn er 45 cm viður, en neðri lilutinn 40 cm. Þyktin er 3—8 mm. Pípan er úr smiðajárni, hikuð utan og innan og vafin að utan með striga og hikuð þar yfir. Hún er sett saman með lausum krögum og þétt með gúmhringum. Pípan er graf- in niður eða hulin jörðu. Stöðvarhúsið stendur i gili ofan við svonefnda Bakkagerðiseyri. Það er hygt úr steinsteypu, ein- ljdt, 5,5 X 18,8 m að flatarmáli. Stærð vélasalsins er miðuð við það, að bæta síðar við einum vélum. V atns- þrýstipípan er einnig liöfð við- ari en þurfti fyrir núverandi vélar, til þess að geta síðar aukið aflið án þess að breyta eða bæta við pípuna. — Túr- hinan er „pel- ton“-hjól með láréttum ás og einni bunu. — Hraðinn er 600 /1080 snúning- ar á mín. Nálin er hreyfð með handlijóli, en að öðru leyti er túrbinan óstilt. Aflið á túrbínuás er 200 hestöfl, og vatnsþörf við fullraun 160 litrar á sek. — Ástengdur túrbínunni er rakstraumsrafall („shuut“-rafall með raðarvefjum). Hann er 130 kw, 2x230 volt með 2 úttakshringum og spennu- deili fyrir 15% straum á miðvír. Segulmögnunar- vélin er ástengd aðalrafalnum. Hún er ein af liin- um svonefndu jafnspennuvélum (Konstant-span- nungs-Mascliinen). Vélar þessar draga nafn sitt af þvi, að þær halda jafnri spennu við mismunandi liraða og áraun. Spennustilling vélanna er gerð þannig, að segul- mögnunarvefja þeirra er tengd á milli skautanna

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.