Freyr - 01.04.1910, Side 5
FREYR.
51
Af þessu, sem þegar er sagt, má sjá, að
þau verkfæri, sem útheimtist við kartöflurækt,
eru ekki önmir, — að undanteknum hreyking-
arplógnum — en þau sem þörf er fyrir til svo
margs annars, þessvegna reikna eg ekki verk-
færakostnað sérstaklega í'kostnaðaryfirliti þessu:
1. Landsskuld. Þann kostnað, er gengur til
að girða landið og vinua að því svo að hæfi-
iegt verði til kartöfluræktar, verður að telja
stofnkostnað og sé landið keypt, verður kaup-
verðið með stofnkostnaðinum. Eins og vér vit-
ura, er landið í misjafnlega háu verði hér í
fteykjavík og grend og er því erfitt að finna
nokkurn fastan taxta. Það er fremur hægt að
gera sér grein fyrir hversu hátt árlegt eftir-
gjald muni verða og kemur það í sama stað
niður, því vextir af stofnkostnaði verða að reikn-
ast með árlegum tilkostuaði. Gott óræktað land
ætti að mega fá á leigu ’með 15 kr. árlegu eftir-
gjaldi af hverjum hektara. Að girða einn
hektara með gaddavír geri eg 150 kr. Land-
ið geri eg ráð fyrir að sé grjótlaust eða því
sem næst, og svo þurt að ekki þurfi að þurka
það. VÍDnuna við að koma sllku landi í rækt
geri eg 500 kr. á hektara, Það má vafalaust
gera það fyrir minna, en getur líka orðið meira.
Það eru því árlegar rentur af 650 kr.; með 5°/0
verða það 32,50. Gaddavírsgirðingin krefur
dálitils viðhalds árlega, geri eg það 2,50. Við
þetta legst hið upprunalega jarðarafgjald 15 kr.
Landsskuldin verður þá árlega 50 kr.
2. Plœging og herfing. Haustplæging og
vorplæging 22 kr. i hvort sinn, á hektara og
herfing einu sinni um vorið 6 kr. Samtals 50 kr.
3. Sumarhirðing. Það er ekki svo þægi-
legt að gjöra sér glögga grein fyrir hversu
mikið hún muni kosta. Hún er aðallega fólg-
in í því að herfa lauslega 10 dögum eftir nið-
ursetningu, til þess að eyðileggja arfann og svo
síðan að hreykja með plóg tvívegis um sumar-
ið; auk þess þarf að hreinsa og laga til með
grefi. Geri eg þennan kostnað allan 60 kr.
4. Utsœði. 8 kvinta útsæðiskartöflur eru
nægilega stórar. Þyrftu þá á hektarann um
20 tunnur; með 10 kr. verði á tunnu er
það 200 kr.
5. Niðursetning. Sé sett niður eftir plóg
væri bezt að tveir plógar væru í gangi. Þá
mætti setja niður í hektara á 1 x/2 degi. Auk
plægingamannanna þarf 2 eða 3 menn til að
setja kartöflurnar. Niðursetningin ætti því ekki
að kosta meira en 30 kr.
6. Aburður. Ekki mun af veita um 120
kerruhlössum á hektara og varla er gerandi
ráð fyrir að hlassið kosti minna en eina kr.
þegar það er komið á staðinn. Það eru þá 120 kr.
7. TJpptaka kartaflnanna er venjulega dýr.
Eú góð regla er það, sem tíðkast mjög í Dan-
mörku, að láta það í „akkorðsvinnu11 og láta
vinnulaunin vera x/s af því sem upp er tekið.
Geri eg þá í vinnulaun alls 125 kr.
Útgjöid við ræktunina yrðu þvi alls árlega
á hverjum hektara kr. 635
Eg hefi þá skoðun, að þegar menn fara
að venjast þessari ræktunaraðferð, þá muni út-
gjöldin verða mun lægri en hér hefir verið á-
ætlað, enda þai’f svo að verða, miðað við er-
lenda reynslu. Arðsemi kartöfluræktar á stór-
um svæðum er bundin því skilyrði að tilkostn-
aðurinn verði eins lítill og mögulegt er, þó
þannig, að öll þau verk verði unnin sem nauð-
synleg eru til að viðunandi uppskera fáist.
Galdurinn er í því íólginn að samrýma sem
minstan tilkostnað og sem mesta uppskeru.
I áætlutiarreikningi þeim, sem eg set hér
á eftir, geri eg ráð fyrir að uppskeran verði
125 tn. á hektara og að 8 kr. fáist fyrir tunn-
una. Oft er það verð hærra, en ekki veit eg
dæmi til þess að það hafi verið lægra undanfarin
ár. Líklegt er að það verð muni lækka með
tímanum ef kartöfluræktin ykist að miklum