Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 8

Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 8
54 FREYR að gjöra nema í öðru hvoru af þessum tveim tilfellum: 1. Að garðurinn sé svo óhreinn, að þörf sé á að láta hann standa auðan eitt sumar og plæ.gja hann og herfa nokkrum sinnum um sumartímann til þe3S að eyða illgresinu, eða 2. Að eitthvað annað en kartöflur verði rækt- að í garðinum það sumar. Það er skynsamleg aðferð sem sumir hafa, að rækta kartöflur í flögum í túninu, ár og ár á sama stað, þar sem verið er að slétta. Við það vinst þrent í einu: jarðvegurinn jafnast, næringarefnin notast jafnar og arfinn verður ekki til tafar. A.ð endingu vil eg lítillega minnast á kyn- bætur á kartöflum. Vér skiljum allir og viður- kennum þýðingu kynbóta á búpeningi, en kyn- bætur á plöntum eru sama sem ekkert tíðkað- ar hér á landi. Þær era þó nauðsynlegar og innan handar er að koma þeim viðbæðiákar- töflum og rófum. Eg ætla ekki að íara hér út í vandasamar eða margbrotnar aðferðir, heldur að eins minnast á hina einföldustu kynbótaað- ferð, sem eingöngu byggist á úrvali. Það ber oft við að ein eða fáar plöntur skera sig úr heilum hóp með því að þroskast fyr og ná meiri þroska en allur fjöldinn. Þetta á sér ekki sjaldan stað með kartöflur. Allir þeir sem tekið hafa upp úr görðum hafa hlot- ið að taka eftir því, að það er misjafnt undir „grösunum11. Að líkindum orsakast það oftast af ójöfnum í jarðveginum, en oft kemur það af tilbreytni í eðlisfari sjálfra kartaflnanna. Eftir- tektasamur máður, sem er við uppskeruna, gæti valið úr beztu plönturnar og haldið sér því, sem undan þeim kemur. Það væri líka ómaksins vert að hafa gát á því þegar kartöflurnar koma upp á vorinu og hvernig grasið þroskast, og merkja þær plöntur og athuga við upptökuna hvort meir er undir þeim en öðrum. Þess- ar úrvalskartöflur, sem teknar eru frá á haustin verða að geymast sér og setjast sér næsta vor og velja aftur úr þeim um haustið. Ef þessu yrði haldið áfram þá mætti á fám árum fá upp þann stofn sem yrði afurðasamari en sá upp- ruualegi. En auðvitað er sjálfsagt að halda á- fram, því lengi getur gott batnað. líeykvikingar kaupa árlega mikið af út- sæði, það væri því æskilegt að einkverjir vildu taka sig til hér nærlendis og rækta mikið af kartöflum, ná í svo þroskavænlegt og gott af- brigði sem unt væri, bæta það með úrvali og hafa gott útsæði á boðstólum. Auk þess sem þetta væri til mikilla hagsmuna fyrir kaupend- urna væri það og arðvænlegt fyrir framleiðend- urna. Jarðræktin veitir oss Islendingum ekki brauð beinlínis, það gerir hún óbeinlínis, eða með krókaleiðum. Hér þróast ekki korn svo arðvænlegt þyki að rækta það, eftir því sem samgöngur og markaður nú er orðinn. En í íslenzkum jarðvegi má rækta kartöflur, sunnan- lands að minsta kosti, í flestum eða öllum árum ef verkleg þekking og framtakssemi fylgist að, Það eru svo fáar plöntur, sem vaxa vel hér á landi i samanburði við það sem er i öðrum löndum, þar sem betra veðurlag er, þessvegna er ennþá meiri ástæða fyrir oss, að leggja alt kapp á að rækta það sem arðvænlegast er að rækta hér. Vér getum ekki lifað af einu sam- an brauði og vér getum sjálfsagt heldur ekki lifað án brauðs, en kartöflarnar geta sparað oss kornkaupin til stórra muna, og þær minka þá líka útgjöldin um leið. Það er ekki samboðið því menningarstigi, sem vér þykjumst standa á, að senda árlega jafnmikla peninga út fyrir pollinn og nú er gert, fyrir þá vöru sem fram- leiða má í landinu sjálfu. Þetta er eitt af því sem þarf að breytast sem allra fyrst.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.