Freyr - 01.04.1910, Síða 9
ERE YR.
55
Umræður
urðu allmiklar um þetta mál.
Schou, steinhöggvari áleit að dýrt muudi ‘
verða að taka land til ræktunar langt burtu írá
bænum og einkum mundi það óhentugt vegna
áburðar. Einnig talaði bann um, að kartöflur
væru hér oft svo vondar að þær væru illa borð-
andi. Spurði um hvort rétt væri að skera sund-
ur útsæðiskartöflur.
Gísli Þorbjarnarson, búfrœðingur, kom með
dæmi frá síðasta surnri um það, hversu arðvæn-
leg kartöfluræktin gæti verið hér i Reykjavík.
Garðblettur 350 O faðmar að stærð, hefði gef-
ið af sér 14 tunnur af kartöflum og 8 tunnur
af rófum. Með 8 kr. verði á kartöflunum og
6 kr. verði á rófunum væri þetta 160 kr, En
allur kostnaðúr við ræktunina, þar með talin
leiga eftir landið og útsæði, hefði verið 64 kr.
Eanst frummælandi hafa gert hreinan ágóða of
lágan. Óskaði að eitthvað kæmist til fram-
kvæmda að því er þessa atvinnugrein snerti.
Pétur Hjaltested, úrsmiður gat þess, að úr
dálitlum bletti hefði hann fengið uppskeru 36
sinnum meiri en útsæðið. Auðvitað væri slikt
dæmafátt og mundi heldur ekki fást nema af
litlum blettum í sérlega góðri rækt, en þetta
sýndi þó, að hér mætti rækta kartöflur til mik-
ils hagnaðar. E. H. mundi hafa gert fullmikið
ur kostnaðinum og fulllítið úr uppskerunni. Ef
hreinn ágóði væri ekki meiri en það sem hann
.tilgreindi, væri kvötin ekki mikil til að leggja
stund á kartöflurækt.
Þórhallur Bjarnarson, biskup mintist áhaust-
TÍgningarnar, er væri svo algengar hér á Suður-
landi. Þeirra vegna væri alment svo snemma
tekið upp úr görðunum. Óskaði álits um það
hvort haustrigningarnar mundu skemma óupp-
teknar kartöflur eins mikið og orð væri á gert.
Einar Helgason áleit að hér mætti fá góðar
kartöflur ef rétt afbrigði væri valin. Bezt væri
að setja niður miðlungsstórar kartöflur. En
væri þess ekki kqstur og útsæðið væri stórt,
en þörf á miklu, þá væri rétt að skera sundur.
Sér hefði fundist réttara að gera fremur of lítið
en of mikið úr hreina ágóðanum. Það væri
heldur ekki eingöngu á hann að lita. í kostn-
aðaráætluninni væri öll útgjöld reiknuð og
væri það líka ágóði að fá þarna borgun fyrir
vinnuna.
Væri sýki í kartöflunum, þyrfti að taka þær
upp áður en miklar rigningar færu að ganga á
haustin, en væru þær heilbrigðar, þyldu þær
rigningar talsvert, einkum í sendinni jörð. Það
væri mikilsvert að taka upp í þurru veðri.
Gat ræðumaður þess, að hann á ferð sinni
um • Hjaltland, siðastliðið sumar, hefði komist
að raun um, að Hjaltar létur kartöflur spira í mold
og flýttu á þann hátt mikið fyrir vexti þeirra.
Þeir létu nokkur lög af kartöflum í kassa, sem
væri um 20 þumlungar á dýpt; rnold á milli
laganna og yfir efsta lagið líka. Á milli kart-
aflnanna hefðu þeir 2- 3 þu'ml. bil í hverju
lagi. Þær eru látnar í kassana snemma í marz
og teknar svo úr þeim og gróðursettar úti
eins snemma og tíð leyfir að vorinu. Má svo
farið að borða þær seint i júlí.
Til frekari athugunar um kartöflurækt gat
hann um reglur, er konunglega „Landtbruksaka-
demien“ í Stokkhólmi hefði gefið, samkvæmt á-
rangri af gróðurtilraunum þar. Þessar reglur
hljóða svo:
1. Ræktið kartöflur í frjórri jörð, þar sem hlýtt
er og skjólgott.
2. Berið vel á. Kartöflurnar borga áburðinn
vel.
3. Setjið þær snemraa í vel unna jörð.
4. Látið þær spíra i hlýju og birtu áður þær
eru settar.
5. Setjið meðalstórar kartöflur.
6. Setjið þær með hæfilegu millibili. Mest