Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 10

Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 10
56 FREYR. uppskera íæst af kverjum bletti með því að grasið bylji jarðveginn, án þess að plönt- urnar þrengi kver að annari. 7. Setjið ekki of djúpt. 8. Undir kartöflunum á að vera gróðrarmold. 9. JarðvegurinD á að vera fínmulinn áður en sett er. 10. Alt sumarið á að halda moldinni lausri. S v í n a r æ k t, Eftir Pál Zophoníasson. í sumar spurði útlendingur, sem ferðaðist kér um land, mig að þvi, kvort ekki væri svína- rækt kér á landi. Eg varð að svara þeirri spurningu neitandi, þvi ekki gat eg kallað það svínarækt sem nú er. Svín eru aldrei talin í Landshagsskýrslununi, endageratíundarlögin írá 6. apríl 1898 ekki ráð fyrir að þau sé talin fram. Samt sem áður eru nokkur svín kér á laudi. Eg veit að minsta kosti að þau eru yfir 100. Annars er ómögulegt að segja um það með vissu, en sannar spurnir kefi eg af um 100 svínum, og þó mun eg ekki hafa náð til allra, er þau hafa. Eyr á tímum kefir svínarækt verið allmikil kér á landi. Svín vóru eitt afþeim kirsdýrum, sem landnámsmenn köfðu með sér hingað til landsÍDS. Enda bera íslendingasögurnar það með sér, að svínarækt hefir verið kér og kún ekki alllítil. í þessu sambandi má minna á svín þau sem töpuðust írá Ingimundi gamla, að þeir Hörður Hólmverjakappi og íélagar kans eitt sinn stálu svínum bænda, og köfðu sér til við- urværis í kólminum; að ISTjáU átti gölt, er gekk í túninu á Bergþórshvoli; að Helgi magri tap- aði nokkrum svínum og fundust þau seinna og voru þá miklu fleiri, o. ii. o. fl. mætti týna úr sögunum, sem alt sýnir að svínarækt kafi verið all-almenn á þeim tíma er þær gerðust. Lögbækurnar gömlu, bæði G-rágás og Jóns- bók, gjöra ráð fyrir svínakaldi, þar er bæði á- kveðið verð svína, og eins eru lög sem sýna hvernig fara skuli með mál, som af því hlotnist að svín valdi öðrum óskunda, og sem tryggja skaðabætur. Bannað var að reka svín á fjall, o. fl. Enn fremur sést af fornbréfunum, að svína- kald kefir verið kér á landi. Þegar búinu á Kirkjubæ var skift um miðja 13. öld, þá komu 25 svín í hlut Ogmundar Helgasonar, sem tók kelminginn, það ættu því að kafa verið'50 svín á Kirkjubæ. Víða er svínabeit talin með klunn- indum jarða, þannig átti t. d. Hof í Bolungar- vík, árið 1327, haga fyrir „grísi og gylturíl í Hraunsdal o. s. frv. Ennfremur var flesk eitt af þeim fæðistegundum, sem til voru. Iíólar i Hjaltadal áttu þannig 2 stykki af fleski 1374 og eins áttu fleiri kirkjur. Allt þetta styður það, að svínahald kafi verið allútbreitt í fornöld og mörg fleiri dæmi mætti taka, sem öll sýna kið sama. Svínaræktin minkaði á 14. öld og það mun ókætt að fullyrða að kún hefir alveg lagst nið- ur á 15. öld. Hvað meðferð svínanna snertir, þá gengu þau mest úti. Eyrst gengu þau á afréttum á sumrÍD, en seinna kom réttarbót, við Jónsbók, sem bannaði að kafa svín á afréttum. Að öll- um líkÍDdum kefir þeim verið gefið með að vetrinum, þó eru engar sögur sem sanna það,- en ýmislegt bendir á, að það hafi verið gert. Það er. t. d. næsta ótrúlegt, að þau heiðu getað bjargað sér alveg sjálf, euda er það alveg víst að kornrækt og svinahald fóru saman kjá for- feðrunum. Þegar kornræktin kefir farið að minka, þá minkaði líka svínakald, og um sama leyti og kornrækt legst niður, þá legst svína- kald einnig niður. Að maður af þessu geti dregið þá áætlun, að svínum kafi verið gefið

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.