Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1910, Page 16

Freyr - 01.04.1910, Page 16
62 FREYR. 1. Að fjöldi bænda búist jafnan við góðum vetri. 2. Þeir menn séu til sem setji beinlínis fénað sinn á annara hey. 3. Að þeir sem hafa verið öðrum byrgari af • heyjum hafa orðið að velja um tvent: ann- aðhvort að láta aðra éta upp hey sin fyrir litla eða engaborgun eðaverakallaðiróþokkar. 4. orsökin er framsóknarhugur þjóðarinnar á seinni árum. Heyfyrningar eiga að skoðast sem ábyrgð- arsjóður fyrir bústofninn. Eina ráðið til að koma i veg fyrir horfellir framvegis telur höf, fóðurforðabúr, korn eða hey eða hvo'rttveggja, í sambandi við rœkilegar heyja og gripaskoðanir, og stranga reglu um heysólu, En eigi að fóðra á útlendu fóðri, þá verði að afla þess á sumrin eins og heyjanna. Þeir isa- vetur hafa komið, að ekkert skip hefir komist að öllu Vestur-, Norður- og Austurlandi frá því um nýár og langt fram á sumar. A. F. Kofoed-Hansen: Islenzkir skógar. — Hjöíuudurinn leggur aðaláherzluna á friðun skóganna. Tillögur hanseruþær: 1. að skóg- urinn sé höggvinn á réttan hátt og 2. að öll- um féuaði sé algert varnað frá kjarrinu frá því því i desember og fram til 1. júní. JÞetta vetr- arfriðunartimabil þyrfti ekki að vara lengur en í 20 ár og jafnvel telur höfundurinn að óhætt mundi vera að hleypa fénu í skógana eftir 12 » —15 ár ef rétt væri farið með þá þann tíma. Skógræktarstöðvar'-þurfa að vera girtar og verður (því að gera minni kröfu til stærðar þeirra en ella. Litlir gróðurreitir geta haft mikla þýðingu ef þeir eru bafðir þar sem þeir geta veitt skjól íyrir túnin en þá þurfa þeir að vera 20—25 álna breiðir. Höfundurinn endar greinina með þessum örðum: Verndaðu vel og rétt kjarrið, sem til er, og það mun þroskast og verða reglulegur skógur, meðan þú sefur. Skýrsla um Búnaðarsamband Vestfjarða 1907—1908. Sambandið var stofnað veturinn 1907. Eormaður þess er Sigurður Stefánsson prestur i Vigur. Ráðunautur sambandsins er Hannes Jónsson búfræðiskandídat, hefir hann verið það frá ársbyrjun 1908. Um vorið það ár, var byrjað að vinna að gróðrarstöð, sem sambandið er að koma á fót, skamt innan við Isafjarðarkaupstað. Bærinn hefir veitt sam- bandinu 8—10 dagsláttna land til eignar og umráða. 17 búnaðarfélög eru í sambandinu; greiða þau 1 kr. á ári í sambandssjóð fyrir hvern félagsmann. Einar Helgason: Gróðrarstöðin í Reykja- vík. Skýrsla um árið 1908. — Þar er skýrt frá áburðartilraunum og gróðrartilrauuum. Til- búinn áburður borgnr sig vel éf hann er bor- inn á í réttum hlutföllum. Súperfosfat og Kíli- saltpétur virðast að miklum mun gagnlegri en kalísaltið. Þeir sem nota þessar áburðarteg- undir geta haft þetta til hliðsjónar. Rétt er þó að hafa kalisaltið með, á allan þann jarð- veg, sem tilraunir hafa ekki sýnt að þess gjör- ist ekki þörf. Af grasfræblöndunum þeim, sem getur um í „Frey“ árið 1906 hefir allmiklú v^rið sáð bæði í gróðrarstöðinni og annarsstaðar og hafa þær sáðsléttur reynst eins og bezta tún. Ejögra ára meðaltal af meðaltaii 5 beztu fóðurrófnaafbrigðanna gefa 175 tunnur af dag- sláttu (tunnan reiknuð 200 pd.) Reynd voru 30 kartöfluafbrigði. Hið bezta þeirra gaf 3 sinnum meiri uppskeru en það lakasta. Að tölunni til margfaldaðist uppsker- an um 13 mest og 4 minst. H. J. Grönfeldt; Meðferð rjómans á heim- unum. — Áminning um þrifnað bæði í bænum og fjósinu og að endingu áminning til bænda um að styðja hver sitt rjómabú með betri mjólk og lengri starfstíma á ári hverju. Jón Guðmundsson: Um verkun á íslenzku saltkjöti. — Margar góðar bendingar um með-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.