Freyr - 01.08.1910, Síða 3
Kynbótatilraunir meö útlendu sauöfé.
Eftir P. Stefánsson frá Þverá.
Það er ekki anðvelt að segja um það, hve
•oft sauðfé hefir verið flutt hingað til lands til
kynbóta. — I daglegu tali er aðeins talað um
tvær tilraunir, sem þjóðinni hafa orðið miunis-
stæðar, ekki vegna hins góða árangurs, heldur
hins gagnstæða; með fyrri tilrauninni 1760—70
kom fjárkláðinn hihn fyrri — svokallað „fjár-
faraldur“, en með þeirri síðari, um 1850
kom seinni fjárkláðinn. En auk, þess mun út-
lent sauðfé hafa verið flutt hingað ekki svo
sjaldan, og oftar en eg hefi getað aflað mér
vitueskju um.
En hér skal nú skýrt frá þeim tilraunum,
sem eg hefi haft spurnir af.
1. Eyrsta tilraun er sögur íara af, og mér
er kunn til að gera hér kynbætur með útlendu
sauðfé, var sú, er Baron Hastfer gerði 1760—
70 að tilhlutun Dauastjórnar.
Þessi Baron Hastfer var sendur hér upp
að tilhlutun stjórnarinnur, og átti að kynna sér
fjárrækt á Islandi og um leið að standa fyrir
kynbótum þeim, er stjórnin mælti fyrir að gera
skyldi, og voru til þessara kynbóta valdir hrút-
ar af ullarfínu fjárkyni, hinu svo nefnda spánska
„Harinos“. Um sama leyti var einnig að til-
hlutun stjórnarinnar byrjað á samskonar til-
raunum f Danmörku.
Aðaltilgangur stjórnarinnar með þessum
kynbótura mun hafa verið sá, að bæta ullargæði
hins íslenzka sauðfjár, og var hið spánska
Herinosfé einna nafnkendast af öllu fínullarfé
um það leyti. Hagnús Ketilsson segir í P]ár-
riti sínu Bls. 9—10: „Hvað er sú útlendska
framtíngun (upprifning) annað en þetta? Ull-
góða hrúta vantar, en þeir koma með tíð og
með guðs hjálp.“ Og ennfremur vitnar hann í
Baron Hastfer á bls. 65 og bendir sú tilvitnun
til hins sama, að það eru ullargæðin sem beri
að kappkosta að bæta.
Hvern árangur þessi tilraun hafi haft til
ullarbóta, á hið íslenzka sauðfé, er vart hægt að
segja um, enda eru þau áhrif, nú að minsta kosti
horfin, þau er þýðingu geta haft. Samt munu sjást
hér enu leifar frá þessari tilraun, og er það
ætlun mín, að þær finnist í Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum. í þessum sýslum báðum er
talsvert af kollóttu sauðfé, og er það að nokkru
ólíkt öðru kollóttu sauðfé, sem finst víðsvegar
á landinu. Aðaleinkenni þess eru mikill þel-
kendur ennisbrúskur, og vangaskegg — oft svo
að nær því hylur augu — toglitil ull og
fífukend. Þessi einkenni hittast alla leið austur
í Húlasýslur, og munu þangað komin úr Skafta-
fellssýslu. Eé á þessu svæði er yfirleitt rýrt,
og kostasnautt, þvi fina ullin sem það hefir má
fremur teljast ókostur, en kostur. Á þessu
svæði eru úrkomur • tíðar, og er slikt ullarlag
óheppilegt, þar sem svo viðrar. Þar á grófa
ullin bezt við. Það er víst, þótt þessi kynbóta-
tdraun stjórnarinnar hefði náð tilgangi sinum
og komið hér upp reglulega ullarffnu fé, þá
hefði það alls ekki orðið íslenzkri fjárrækt til