Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1910, Side 6

Freyr - 01.08.1910, Side 6
100 FREYR. hverjum íslenzkum bónda, verður fyrir allmikl- um vonbrigðum. Að skólahúsinu gamla undanteknu, sem er allmyndarlegt hús en miður hentugt skólahús, getur þar ekki að líta nokkurt eitt einasta hús, er samboðið geti talist 25 ára gömlu búnaðar- skólasetri. Samstæðufjárhús fyrir 200 fjár með grjót- veggjum steínlímdum að utan og torfþaki, bygt 1894, hefir verið allgott hús á sinni tíð, en ekki vel haldið við; steinlímið víða losnað úr veggj- unum, sem hlýtur að valda of miklum kulda í húsinu. Engin heyhlaða á staðnum nema lítilfjör- legur hesthúshlöðukofi, ekki einu sinni tóftar- mynd til að bera töðuna upp í. Ejósið bygt af vanefnum og litlu líklegra til frambúðar en fjósið, sem "bygt var 1889 og féll í tóft fyrir nokkrum árum. Ekkert áburðargeymsluhús, mykjan borin á slétta flöt við fjósvegginn, og stendur fjósið og haugurinn andspæniskirkjugarðinummeð eþkiall- breiðu sundi á milli, og skamt þar frá stendurgamla fjóstóftin til lítillar prýði. Eornar og miklar rúst- ir og tóftabrot standa í miðju túni niður frá dóm- kirkjunni, og hafa um langan aldur beðið eftir því að leggjast í gröf sína og verða að fögrum bala í Hólatúni, í stað þess að vera erfðafestuland arf- ans og annara óþrifa. Mér sárnaði að sjá þessa umgengni á Hól- um, höfuðbólinu fagra og fræga, sem í hart nær 30 siðastliðin ár hefir auk þess verið búnaðar- skólasetur. Eg hugsaði til útlendinganna, sem dvöldu á Hólum sömu dagana og eg, með sjálfsagt ekki ógleggra gestsauga. Hvernig skyldi þeim þykja umhorfs og hvílíkúr munur á fyrirmynd- arbýlunum í þeirra laudi. Svona kotungsumgengni má ekki vera á bændaskólasetrum vorum. Það eiga að vera fleiri kennarár ábænda- skólunum, en þeir sem í bókum blaða og fyrir- lestra halda. Mannvirkin á skólajörðunum, túngarðarnir, heyhlöðurnar, fjárhúsin, fjósia, áburðarhúsin, búpeningurinn og öll umgengni bæði utan bæj-s ar og innan geta kent bændaefnunum betur en bækur myndarlegan og snyrtilegan sveitabú- skap. A bændaskólasetrunum á alt að vera nem- endunum til fyrirmyndar, ekkert til viðvörunar. Til þess þarf fé, og það á landsájóður að leggja fram. Það er minkunn fyrir landið og tjón fyrir skólann að reisa ekki Hóla betur úr rústum, en gjört hefir verið hingað til. Bygging hins nýja skólahúss er aðeins byrjun á því verki. Það verður ekki ætlast til þess, að ein- stakir menn, sem í það og það skiftið haf'a jörðina til ábúðar reisi þar á sinn kostnað bændaskólanum samboðnar byggingar, það verð- úr landsdrottinn að gjöra, en af ábúanda má af'tur á móti heimta sæmilegt viðhald á þeim húsum, er hann notar. Landstjórnin verður að líta meira á það, að bændaskólajarðirnar og öll þau mannvirki,- sem þeim fylgja, séu vel hirt og viðhaldið, en á það, að-ná sem mestu eftirgjaldi eftir jarðirn- ar og skólabúin. Landsjóðinn dregur miklu meira um það, að vandað sé í fyrstu vel til allra bygginga á bændaskólasetrunum og þeim vel haldið við, en hitt, hvort leigan er hundraðinu hærri eða lægri. Á bændaskólunum er ágætt færi á því, að sýna, að landsjóðurinn sé fyrirmyndar lands- drottinn. Þar eiga nemendurnir að hafa eina fyrirmyndina af mörgum. En auðvitað verður landstjórnin í þessu. að njóta aðstoðar þeirra manna, er vit hafa á meðferð og hirðing á jörðu, húsum og búpen- ingi; skrifstofueftirlitið eitt dugir þar ekki, eðæ

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.