Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1910, Síða 8

Freyr - 01.08.1910, Síða 8
102 FREYR. Að öllu samanlögðu er bókin fróðleg og eiguleg, og ættu menn því að kaupa iiana og lesa. Hún liostar 1 kr. S. S. « Kynnisför norölenzku bændarma. Eins og ráð var fyrir gert og minnst var á hér í blaðinu fyrir nokkru, tókust nokkrir bændur og bændaefni úr Norðurlandi ferð á hendur til Suðurlands að kynna sér búnaðar- háttu og fleira hér syðra. — Þeir lögðu á stað frá Akureyri 27. júní, og héldu vestur sveitir nyrðra. Fóru yfir Holta- vörðuheiði 1. júlí, að Sveinatungu. Þaðan um Þverárhlíð, Stafholtstuugur, Borgarhrepp, yfir Hvftá við Ferjukot að Hvanneyri. Frá Hvanneyri var svo haldið um Hvítár- 'velli, Bæjarsveit og frara Lundareykjadal, og skiftu sér þar niður til gistingar. Þaðan farið yfir Uxahryggi á Þingvöll, og af Þingvöllum til Reykjavíkur. Verið um kyrt í Reykjavík 6. júli. Dagiun eftir haldið austur yfir fjall að Arnarbæli og Kaldaðarnesi, og þaðan að Þjórs- ártúni. ✓ Daginn sem komið var að Þjórsártúni, 8. júlí, var haldinn þar aðalfundur Búnaðarsam- bands Suðurlands. Náðu bændurnir aðeins i síðari hluta fundarins. Daginn eftir, 9. júlí, voru þeir um kyrt að Þjórsártúni. Þanu dag var íþróttamót Ung- mennafélaganna austanfjalls og smjörsýning Srajörbúasambands Suðurlands. Sunnudaginn 10. júlí var haldið austur Holt og Rangárvöllu um Kirkjubæ að Efrahvoli, og skift sér niður til gistingar í Hvolhreppnum, en nokkrir fóru að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Daginn eftir var farið inn Hlíð, og síðan aust- ur að Seljalandi, og skoðaður Seljalandsfoss og Markarfljótsfyrirhleðslan hjá Seljalandi. Farið svo um kveldið að Móeiðarhvoli, Odda og Selalæk. Frá Selalæk farið út í Safamýri, og það- an vestur Holt, um Rauðalæk að Þjórsártúni. Þaðan haidið upp Skeið og Hreppa, og sumir fóru upp Tungur, og hittust síðan allir við Geysi að kveldi þess 14. júlí. Daginn eftir skoðaður Gullfoss, og því næst haldið norður Kjalveg. Ferðin hepnaðist fremur vel. Viðtökurn- ar alstaðar ágætar og veðrið oftast gott, og suma dagana ágætt. Lakast var það daginn, sem farið var yfir Flóann. Var þá regn og stormur framan af deginum, og þoka allan dagr inn, svo ekkert sást frá sér. Yfir höfuð létu norðlenzku gestirnir vel yfir förinni. Leist þeim sérstaklega vel á sig í Borgarfirðinum, enda er búskapur þar yfir- leitt góður og héraðið fallegt og búsældarlegt. Þá þótti þeim og mikils um vert að sjá ýms búvirki austanfjalls, þar á meðal Mark- arfljótsfyrirhleðsluna, og verk það, er Sigurður Ólafsson sýslum. hefir með höndum; en það er fyrirhleðsla til varnar vetrarflóðum úr Olfusá. Mikið fanst þeim einnig um framkvæmdir Ól- afs ísleifssonar á Þjórsártúni, og yfir höfuð duldist þeim ekki, að raikið mundi hafa verið starfað síðustu árin hór sunnaniands. Norðlenzku gestirnir voru 26 alls, og Var Sig. Sigurðsson skólastjóri foringi þeirra. Sig- urður Sigurðsson ráðunautur Búnaðarfél. íslands var leiðsögumaður hér syðra. — Nöfn og heim- ili gestanna voru þessi: 1. Albert Kristjánsson bóndi á Páfastöðum í Skagafirði. 2. Einar Guttormsson frá Ósi í Eyjafjarðars. 3. Eyjólfur Kolbeins á Mel í Miðfirði í Húna- vatnss. 4. Guðmundur Davíðsson hreppstj. á Hraunum í Skagafjarðars.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.