Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1912, Síða 4

Freyr - 01.09.1912, Síða 4
114 FREYR. mundi þá mega þynna hann og drýgja svo hann dygði á vel yrktan jarðveg? JPetla meö fleiru þarf að reyna, helzt hver hjá sér. JÞað er víða talað um gagnsemi matjurtagarða, margt þeim talið til gildis, það að kartöflur séu góðar til manneldis og garðstæðið lítið til afsiáttar þótt slægjuland væri, enda met eg það minst, en hvað væri nú matjurtauppskeran ef við tækj- um ekki áburðinn í garðana írá töðuræktinni ? Vitanlega yrði hún rýr og tæplega borga fyrir- höfnina, enda má nú segja að margur blettur sem gera má að túni væri alls ekki vinnandi án áburðar, en sé nú landslagið til svo það geti haft full not af áburði, sýnist mér stór munur að verja honum í matjurtagarða eða á tún. Til þess að fá viðunanlega uppskeru úr kartöflugörðum þarf að bera í þá margfalt meira en á ámóta stóran blett af túni. Eg veit ekki hvað mikið, skal gera tilraun með það við hent- ugleika. Það er víst óhætt að segja að víða er eytt í garða sem svarar mykju undan einni kú. Væri hún vel hirt eru allar líkur tii, að með því að bera hana á plægða jörð fengist annað kýrfóðrið. Að öllu samanlögðu er langfljótast tekinn heyafli á góðum tímum, þar er þó eng- inn tími að ganga á og af engjum. Eg tel víst að sumir telji það fjarstæðu að leggja niður matjurtagarða og verja þeim áburði á tún, hann sé alls ekki svo mikill, en þar eem góð tún- stæði eru og ef þau eru löguð til fyrir áburð- inn mun það altaf fóðra talsvert af gripum, sem gætu svo ræktað fóðrið sitt, og fyrir af- urðir þeirra getum við keypt kartöflur af þeim, sem engin túnstæði hafa en mýrarslægjur nægar handa gripum sínum og þar af leiðandi sjálf- sagt fyrir þá að stunda garðrækt eítir föngUm. Eg læt þá að þessu sinni úttalað um þetta efni, en vona að mér færari menn taki það til nákvæmrar yfirvegunar og þá um leið hvert gildi nýmjólk hefir — úr vel hraustum kúm — fyrir lif og heilsu manna á móts við kartöflur. Það er þó víst að við þurfum ekki að brenra áburði til að hafa góð þrif -af henni. Þá er það í fyrnefndri ritgerð Jónasar hve smá- býli þurfi að vera stór og hve marga gripi þarf að hafa til þess að fjölskylda komist sómasam- lega af. En hvað er fjölskyldan mannmörg og hvernig eru tekjur gripanna lagðar í peninga og hvað þarf fjölskyldan að kaupa til fæðis, húsagerðar, eldsneytis og fata? Þetta þarf að’ sýna með rökum og yfirvegun, því frá byrjun og ait til enda, er ritgerð þessi eftitektaverð og slæmt að hún komist ekki inn á hvert heimilir en það er nú vonandi að það verði með tíman- um að einhverju leyti. Eg ræð hverju hrepps- félagi til að verða kaupandi að Búnaðarritinu og láta það svo ganga til lesturs eftir boðleið- á hvert heimili, og mun þá úr því verða hæg- ara að fá hvern einstakan til að verða kaup- anda þess. Það væri rótt að prenta á kápu ritsins í hvert skifti, hvað kjörin eru aðgengi- leg.* Máské félagið sjái sér fært að prenta alla eldri árganga Búnaðarritsins, sem upp eru seldir, handa nýjum kaupendum, með sérlegum. vildarkjörum, sem eg vona að stórum mundi fjölga við það. Þykkvabæ 26. maí 1912. Helgi Þórarinsson. Bendingar. Sú þjóð er tæplega gagnmentuð, sem er óþrifin, eða sem hagnýtir ekki flest af því er felur í sér verðmæti. Hór á íslenzka þjóðin hlut að máli og þyrfti að búast um sem fyrst til hollra umbóta. * Eins og kunnugt er, er tiliagið til Búnað- arfélagsins 10 kr. í eilt skit'ti fyrir einstaka mennr en fyrir félag 10 kr. 10. hvert ár. Útg.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.