Freyr - 01.09.1912, Side 8
118
FREYR.
undír virtist ekki |ætla að ganga út. Enginn
virtist vilja ull írá Patagoniu. Seldist hún fyrst
fyrir 51 og 52 cent, síðar komst hún upp í 55
og 56 cent, og fyrir þetta verð fór mest alt af
ullinni. Lítið af venjulegri' fyrsta flokks ull
var til sölu, en hún seldist fyrir 58 til 62 eent.
Mikil eítirspurn var eftir ódýrari kynblend-
ingsull frá Lincoln.
Montevido er að eius 129 enskar mílur frá
Buenos Ayres og getur því duglegur ullarkaup-
maður 'starfað á báðum þessum sölusöðum. í
Montevido er söluaðíerðin önnur. Ullarbyrgðir
eru teknar í umboðssölu og hafðar á boðstólum,
en geymdar í húsum hvers einstaks seljanda.
Ullin er seld þar í þeim umbúðum, sem hún
er í, og kaupandinn getur að eins kynt sér
gæði ullarinnar í gegnum smá göt, er hann má
gera á umbúðirnar. Montevido-ullin er mest
Merino ullartegundir, en auðvitað er eitthvað
lítið eitt annarar tegundar. Hún er vanalega
Ijósari og betri en ullin frá Buenos Ayres. Öll
ullin frá Uraguay er seld þar, venjulega er
það 100 þúsund sekkir á ári. Kaupendur koma
snemma moi'guns, og hvert ullarsöluhús hefir
hest spentan fyrir vagn allan daginn, þegar
salan gengur greiðlega er ekki óvanalegt, að
sjá tíu til tólf ökumenn fyrir framan hin
ýmsu ullarhús, bíða eftir að vagninn sé hlað-
iun af hinni seldu ull, og kaupendurnir bíða
eftir að röðin komi að þeim, svo þeir fái tæki-
færi til að kaupa, því er það nauðsynlegt að
kaupandinn ákveði sig fljótt, þegar eftirspurnin
er mikil.
Þeir sem kaupa lítið, vilja fá seljendurna
til þess að opna ullarumbúðirnar, og íá að
flokka ullina, en stórkaupmennirnir vilja held-
ur kaupa ullina eins og hún kemur fyrir, því
með því geta þeir fremur náð sér niðri á þeim
sem kaupa í smáum stil.
I Uraguay er verðið á ullinni reiknað í
dollurum fyrir hver 20 pund. Stjórnin leggur
útflutningstoll á ull, og hækkar það verðið um
1 cent framyfir það, sem venjulega er lagt á
fyrir að pakka og afgreiða ullina. Einn ein-
kennilegur siður tíðkast þar, að verzlunarhúsið
sem selur ullina tekur 1 cent af kaupandanum
í umboðslaun og 1 cent af ullareigandanum.
Ullargeymsluhús þessi eru afarstór og rnarg-
lyft, og er ullinni staflað þar í 18—20 feta háa
stafla, og lyffc upp á hinar efri hæðir með lyfti-
vélum.
Tvær aðferðir eru við flokkunina á ull sem
fer til Bandaríkjanna. Við fyrstu flokkun ull-
ar, er aðgreint hvert reifi og tekin frá öll úr-
gangsull og svo er reifið bundið saman aftur i
vöndul. Hin flokkunin er sú, að maður sting-
ur hendinni inn í reifisvöndulinn og dregur út
visk, sé það af lakara tagi, er það tekið frá
og er verðið ákveðið eftir því hvor aðferðin hef-
ir verið við höfð.
Óáran var líka í Paraguay, þótt ekki eins
mikil og í Buenos Ayres, það náði aðeins yfir
nokkur héruð, svo skaðinn varð ekki meiri en
10°/0 eða nálægt 10 miljónir punda. Ullin var
ekki eins góð og áður hefir tíðkast, þótt hún
reyndist miklu betur en frá Buenos Ayres þetta
ár, þessvegna varð salan mikln meiri í Monte-
vido en undanfarin ár. Eftirspurn eftir ull af
kynbótafé var mikil frá Bandaríkjunum. Þjóð-
verjar og Amerikumenn borguðu bezt verð fyrir
ullina þar, eins og í Buenos Ayres, þeir keyptu
mest Merinoull fyrir 70—73 cent og af kyn-
bótafé 62—64 cent. Lengi drógu franskir kaup-
menn sig í hlé, áður en þeir byrjuðu að kaupa.
Einkennilegt var að sjá það, að ullin sem Banda-
ríkjamenn keyptu, steig í verði, meðan lakari
ullartegundir stóðu í stað.
Prá fylkinu Salto kemur mjög léleg ull,
sem hefir bláleitan og dökkan blæ, en er að
eðlisþyngd léttari en sumar ljósari ullartegundir.
Eitt er það sem einkennir meðferð þessara
héraðsbúa á ull sinni, að henni er vöðlað sam-