Einherji


Einherji - 30.03.1944, Blaðsíða 1

Einherji - 30.03.1944, Blaðsíða 1
4 # # tú6 JframBÓknarmatttta í J&iglufitði XIII. árgangur. Fimmtudaginn 30. marz 1944 EINHERJI Blað Framsóknar- manna í Siglufirði. Ritstjóri og ábyrgóarm.: Jóhann Þorvaldsson BiaSiS kemur út annan- hvern fimmtudag. Áskriftargjald kr. 6,00 árgangurinn. I lausasölu 25 aura eint: 7. tölublað Æviniýri branUydjanda Á hinni miklu „afmælisdagaöld", sem yfir landið hefir gengið síðan pólitíski reipdrátturinn harðnaði, og þó einkum eftir, að farið var að veita ,,undanþágurnar“ (vín- veitingaleyfin), hefir skyndilega fundizt mesti fjöldi ,merkismanna‘, „afburða vinsælla,“ sem rækilega er minnzt í blöðum og útvarpi Þykir mest kurteisi að gera það eigi síðar en á þrítugsafmælinu og svo við hvern hálfan og heilan tug ára úr því. — En svo eru til aðrir merkismenn, sem ef til vill eru ekki neitt „afburða vinsælir", hafa aldrei laðað neinn að sér með ,,undanþágum“ og aldrei óskað sér neinnar frægðar, en samt unnið merkilegt brautryðjendastarf og gefið fordæmi, sem tjón er að glata. Einn þeirra manna er Skafti Stefánsson frá Nöf. — Sögu hans þarf einhverntíma að skrá ræki- lega og gæti hún verið þrem mönnum nokkurt verkefni: Sagna- ritarinn, sem á sínum tíma skrifar sögu Sigluf jarðar, hlýtur að ætla Skafta ríflegt rúm í bók sinni. Fyrir þjóðsagnafræðinginn munu ýmis ævintýri, sem Skafti hefir lent í, verða hinn mesti fengur. Og fyrir listamanninn gæti æviferill Skafta, og þó ef til vill fyrst og fremst æskuár hans og systkina hans, og fágæt hetjubarátta móð- ur hans, verið hinn ákjósanlegasti efniviður í skáldsögu. Hér verður þessu efni ekki gerð nein fullnægj- andi skil, það leyfir hvorki rúm Einherja, né geta mín. Aðeins skal drepið á fátt eitt í þeim tilgangi að minna á það, sem síðar þarf að gera vel og vandlega. Fyrir rúmlega hálfri öld byrj- uðu ung hjón, Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson, búskap í Málmey á Skagafirði. Efnin voru sáralítil. Nokkrar ær áttu þau og eina kú, Stefán var hinn mesti sjó- garpur, og bæði hjónin stórbrot- in í skapi og vinnuvíkingar. Bú- skapur þeirra blómgaðist ágætlega og á þriðja búskaparárinu voru kindumar orðnar 140. En þá barst bráðapestin út í Málmey og á skömmum tíma féll fjárstofn þeirra svo, að þau áttu aðeins eftir 25 kindur. Hugðu þau hjón þá á ráðabreytni og fluttu vorið eftir að Litlubrekku á Höfðaströnd með son sinn Skafta rúmlega árs- gamlan. Fyrsta árið gekk allt vel, en eftir það kom hvert áfallið öðru þyngra. Annað árið í Litlubrekku lá húsbóndinn allt sumarið í taugaveiki. Þriðja sum- arið fékk hann hálsmein, svo ill- kynjað, að honum var lengi ekki hugað líf. Læknishjálp var þá ó- fullkomin og skurðaðgerðir fágæt- ar. Að síðustu sprakk meinið, en útferð var lengi úr sárinu. Má nærri geta, hvílíkt feikna erfiði hefir þá hvílt á konunni ungu, sem bæði varð að vinna úti og inni og hafði oft lítinn svefn, þar sem hún hafði bæði sjúkling og ungbarn að annast, því að þá var fætt annað barn þeirra hjóna — Pétur. En nú leið aðeins skammur tími þangað til þyngsta áfallið kom. Þau hjónin voru að búa sig af stað til jarðarfarar. Stefán hafði ætlað eitthvað út á undan, en þegar Dýrleif kom niður stigann rétt á eftir, sá hún hann liggja endilangan í göngunum. Fyrst datt ekki annað hug en að að hann væri dáinn, en eftir nokkra stund, sá hún þó lífsmark með honum. Með einhverjum ó- skiljanlegum hætti fengu þær, Dýrleif og vinnukona hennar bisað honum upp í baðstofuna og í rúmið Með aðstoð frá næstabæ varlæknir sóttur til Hofsós. Hann kvað Stef- án hafa fengið slag, en ekki gat hann vakið hann. Lá hann lengi meðvitundarlaus, en raknaði þó við um síðir, og þrótturinn kom smám saman aftur, en þó aldrei að fullu, enda hlífði hann sér ekki við vinnu eftir að hann fór nokkuð að geta. Alls voru þau hjónin 7 ár í Litlubrekku. Það hefði verið þrot- lítil barátta við veikindi, og heilsu Stefáns hnignaði heldur aftur upp á síðkastið. Tóku þau þá það ráð að flytja aftur út í Málmey, því að Stefáni fannst hann heldur geta sinnt sjónum en búskap, enda var bústofninn þá orðinn lítill. í Málm- ey bjó Fri^rik Stefánsson, en þau Dýrleif og Stefán fengu þar lítinn bæ til íbúðar. Hófst Dýrleif þegar í stað handa með túnrækt og gekk ötullega að útivinnu eigi síður en innanhússtörfum, og svo kvað Símon Dalaskáld eitt sinn, er hann kom út í eyna. Rósin víra rausnar há rösk á túni sínu. Faldahlíð með fríða brá farin Dýrleif er að slá. Stefán varð formaður á bát er Friðrik átti. Gat hann haft stjórn sem fyrr og róið (báturinn var sexæringur), en óhægt átti hann með að skera beitu. Varð Skafti því strax að verða honum að nokkru leyti hægri hönd og síðar einnig Pétur. Má því segja, að Skafti hafi byrjað sjómanns-feril sinn 8 ára gamall og tók þó út afskaplegar sjóveikiskvalir, svo að árum skipti. 1 Málmey dvaldi fjölskyldan að þessu sinni í 5 ár. Þar bættust tvö Fyrir meir en hálfri öld festi samvinnuhreyfingin rætur á ís- landi. Þingeyskir bændur riðu á vaðið með stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Síðan hafa jmörg byggðarlög fetað í slóðina með stofnun Kaupfélaga í flestum sveit um og kaupstöðum landsins. Al- staðar er árangurinn hinn sami: Samvinnustefnan hefur reynzt íslendingum umbótastefna ekki ein göngu í verzlun, heldur og í öllu viðskipta- og atvinnulífi þjóðar- innar. Stór hluti þjóðarinnar viður- kennir nú þegar yfirburði Kaup- félaganna, yfir eldri verzlunar- háttu hér á landi, kaupmennskuna. Engin félagshreyfing hefur náð jafnmikilli útbreiðslu hér á landi, sem samvinnufél.skapurinn. Frá öndverðu hefur Framsóknarfl. stutt þessa félagsumbót og eflt hana á allan hátt. Þar hafa einnig börn í hópinn: Indriði og Guðveig. Um svipað leyti og Guðveig fædd- ist fékk faðir hennar slag að nýju, og varð ekki vinnufær eftir það, þótt hann um hríð hefði nokkra fótavist með stuðningi og hjálp og lifði enn í 26 ár og mikinn meiri hluta þess tíma gersamlega ósjálfbjarga. Nú var svo komið fyrir fjol- skyldunni, að ekkert virtist fram- undan annað en sveitin. Og sultur- inn var tekinn að sverfa allfast að. Skammt frá Hofsós var lítið hreysi, sem kallað er á Nöf. Þar hafði verið búið og gerður dálítill túnkragi í kring, en var nú í full- kominni niðurnízlu og órækt. Þang að varð að ráði, að Dýrleif flytti með hinn sjúka mann sinn. Móðir hennar, sem verið hafði hjá henni til þessa og var orðin mjög las- burða, fluttist til sonar síns á Akureyri. Mun þeim mæðgum hafa fallið mjög þungt að skilja, en gamla konan lifði aðeins skamma stund eftir þetta. Mikið orð hafði verið gert á Framhald á 4. síðu menn úr öðrum flokkum komið til samstarfs. Á undanförnum árum hefur all- mikið borið á þyí innan Kaupfélags Siglfirðinga, að pólitískar ýfingar og togstreita áttu sér stað. Er ekki nokkur vafi á því að oftar en einu sinni hefur politískur flokkur reynt að hrifsa til sín yfirráð í félaginu til flokkslegs ágóða Af þessu hafa leitt pólitískar erjur innan vébanda félagsins, sem stundum hafa risið all hátt og stað ið félaginu fyrir eðlilegum vexti. Framsóknarmönnum innan félags- ins hefur verið þetta fullljóst og á- vallt reynt að vinna á þann veg, að engum pólitískum flokki tækist að ná þar meirihluta flokksaðstöðu S.l. ár var ekki annað sýnna en til borgarastyrjaldar drægi innan félagsins í sambandi við kosningu Kommúnistar vilja ekki frið og samstarf innan K.F.S.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.