Einherji


Einherji - 29.06.1944, Blaðsíða 1

Einherji - 29.06.1944, Blaðsíða 1
 loð Jfratnðóknarmattna í J&tcjlufttðt EINHERJI Blað Framsóknar- manna í Siglufirði. Ritstjóri og óburgSarm.: Jóhann Þorvaldsson BtaSifi kemur út aiuian- lwern fimmtudag. Áskriftargjald kr. 6,00 árgangurinn. I lausasölu 25 aura eint. XIII. árgangur. Fimmtudaginn 29. júní 1944. 13. tölublað. Lýðveldið endurreist að Lögbergi. Sveinn Björnsson kosinn fyrsti forseti Islands. Stofnun hins íslenzka lýðveldis var formlega lýst yfir á þingfundi að Lögbergi 17. júní s.l. og fyrsti forseti kjörinn. — Gleðilegasti at- burður í þingsögu íslendinga í 1014 ár. Þingfundurinn að Lögbergi 17. júní s. 1. er merkasti og gleðileg- asti atburður er gerzt hefur á ís- landi í meir en þúsund ár. Á dag- skrá fundarins voru aðeins tvö mál: Yfirlýsing um gildistöku lýð- veldisstjórnarskrárinnar og for- setakjörið. Þegér fundur var settur gerði forseti þingsins grein fyrir þeirri ályktun Alþingis, að lýðveldis- stjórnarskráin skyldi öðlast giidi. Þá hringdi forseti bjöllu og allir þingmenn risu úr sætum og for- seti lýsti yfir að stjórnarskrá lýð- veldisins ísland væri gengin í gildi. Aftur hringdi forseti bjöllu og lýðveldisfáninn að Lögbergi var dreginn að hún, um leið var öllum kirkjuklukkum landsins hringt í 2 mínútur og síðan kom einnar mín- útu þögn og síðan var- þjóðsöngur- inn sunginn. Þessari stundu mun enginn Is- lendingur, er upplifði, nokkru sinni gleyma. Þetta var heilög stund íslenzku þjóðarinnar. Á þessari stuttu stund varð heitasta þrá og bjartasta von Is- lendinga Í682 ár að veruleika. Á þessari stund var aðeins ein þjóð- arsál á öllu íslandi. Þjóðarsál, sem var gagntekin af kyrrlátu þakk- læti og ólýsanlegri gleði. Á þessari stundu fengu núlifandi Islending- ar að njóta ávaxtanna af nærri 700 ára baráttu þjóðarinnar. Bar- áttu fyrir frelsi, sem margar kyn- slóðir hafa háð hver fram af annarri og vér leitt til lykta með fullum sigri. Þetta var ógleymanleg stund, sem gerir hverja þjóð, sem upplifir, unga og sterka. Þessa stund munum vér og niðjar vorir blessa um ókomnar aldir á meðan íslenzk tunga er töluð. Annað atriði fundarins að Lög- bergi var að kjósa fyrsta forseta íslenzka lýðveldisins. Sveinn Björnsson var kjörinn með 30 atkv. Jón Sigurðsson, skrif stofustjóri Alþingis, fékk 5 atkv. og 15 þingmenn skiluðU auðum kjörseðlum og 2 þingmenn voru fjarverandi vegna veikinda. Eins og þjóðin svo að segja öll, hafði sýnt einhug og sterkan þjóð- Stofnun lýðveldisins var fagnað með fjölmennum hátíðahöldum um aliar byggðir landsins. Hér á Siglufirði hófust hátíða- höldin með samkomu í kirkjunni kl. 10,30. Sóknarprestur flutti bæn Bæjarfógeti, Guðm. Hannesson flutti ávarp, Daníel Þórhallsson söng einsöng og að lokum söng karlakórinn Vísir Þjóðsonginn. K.l. 13 hófst skrúðganga frá hafnarbryggjunni og var gengið upp Aðalgötu, upp á Lindargötu, suður Lindargötu, niður á Suður- götu, norður Suðurgötu, norður Túngötu, upp Mjóstræti, suður Hvanneyrarbraut og inn á íþrótta- völl. Fremst í skrúðgöngunni fóru skólabörnin og báru öll fána. Skrúðgangan var mjög fjölmenn, arvilja í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni, eins mun hún hafa vænst þess að allir þingmenn gætu stað- ið saman að kjöri fyrsta forseta Islands, en sú von brást. Fyrsta atkvæðagreiðsla Alþingis, eftir að Island var orðið lýðveldi í annað sinn, sýndi að fulltrúar þjóðar- innar á Alþingi gátu ekki það, sem þjóðin sjálf hafði sýnt að hún gat og ætlaðist til að þeir gerðu líka, og það er leitt til þess að vita að 15 þingmenn af 50 skyldu ekki hafa mannskap í sér til að lofa þjóðinni að sjá hvern þeir vildu velja fyrir fyrsta forseta íslenzka lýðveldisins, eða vildu þeir engan forseta ? Þessi óeining Alþingis er eina skýið á heiðum minningahimni þessa hátíðisdags. En vonandi skilur Alþingi að þjóðin ætlast til að starfsdagur íslenzka lýðveldis- ins verði hafinn á sama grundvelli og þjóðin lagði við atkvæðagreiðsl- una og fram kom um allar Islands byggðir í þjóðhátíðinni 17. júní. og voru borin merki ýmissa félaga t.d. barnastúkunnar, kvenfélags- ins, verklýðsfélaganna og fl. Kl. 13,30 setti forseti bæjar- stjórnar Þormóður Eyólfsson há- tíðina með stuttri ræðu á íþrótta- vellinum, þá söng Vísir ættjarðar- lög. Formaður þjóðhátíðanefndar Siglufjarðar Halldór Kristinsson læknir flutti minni fullveldisins og Vísir söng aftur ættjarðarkvæði. Þá var hlýtt á útvarp frá Þing- völlum til kl. 15. Kl. 16 hófust hátíðahöld á ný. Guðm. Hannesson, minntist Jóns Sigurðssonar, Sigurður Kristjáns- son flutti minni Siglufjarðar og Vísir söng. Þá fór fram vígsla íþrótta- Framh. á 4. síðu. Ræða forseta á Lög- bergi 17. júní 1944. —0O0— Herra alþingisforseti, háttvirtir alþingismenn. Eg þakka fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt, með því að kjósa mig forseta Islands nú. Er eg var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skipti fyrir réttum 3 ár- um síðan, lýsti ég því, að ég liti á það starf mitt framar öllu sem þjónustu við heill og hag ís- lenzku þjóðarinnar. Og eg bað guð að gefa mér kærleika og auð- mýkt, svo að þjónusta mín mætti verða íslandi og íslenzku þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin þrjú ár, sem hafa verið erfið á ýmsan hátt. En hug- ur minn er óbreyttur. eg tek nú við þessu starfi með sama þjón- ustuhug og sömu bæn. Á þessum fornlielga stað, sem svo ótal minningar eru bundnar við, um atburði sem markað hafa sögu og heill þjóðarinnar, vil eg minnast atburðar, sem skeði hér fyrir 944 árum. þá voru viðsjár með mönnum sennilega meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið hafði starfað þá. Og ágreiningsefnið var nokkuð, sem er öllum efnum viðkvæmara og hefur komið á ótal styrjöldum í heiminum. Það voru trúarskoðan- ir manna. Forfeður vorir höfðu haldið fast við hina fornu trú, Ásatrúna, sem flutzt hafði með þeim til landsins. Nú var boðaður annar átrúnaður, kristindómurinn. Lá við fullkominni innanlandsstyrj öld milli lieiðinna manna og krist- inna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál liér á Lögbergi. Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu hvórir- tveggja til Lögbergs, ok nefndu hvórir vátta, kristnir menn ok heiðnir, ok sögðust hvórir ór lög- um annara. Ok varð þá svá mikit óliljóð at Lögbergi, at engi nam Framh. á 4. síðu. Þjóðhátíð í hverjum hœ og byggð. -oOo-

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.