Einherji - 29.06.1944, Side 4
13. tölublað.
Fímmtudaginn 39. júní 1944.
ORÐSENDING
frá Lýðveldis- og Þjóðháteðarnefnd
Þökkum einstaklingum, félögum og öll-
um almenningi þá miklu aðstoð, er okkur
hefur verið veitt við undirbiining og fram-
kvæmdir lýðveldiskosninganna 20-23- maí
s. 1. og þjóðhátíðarinnar 17. -18. júní þ. m.
Sérstaklega þökkum við Siglfirðingum,
hve fljótt og myndarlega þeir brugðust við
til þess að snotra og prýða bæinn.
Allt hef ur þetta orðið Sigluf irði til sóma.
F. h. Lýðveldis- og Þjóðhátíðarnefndar
H. KRISTINSSON
form. nefndanna.
I
Ræða forseta að Lög-
bergi.
Framhald af 1. síðu.
annars mál. Síðan gengu menn í
braut ok þótti öllum horfa til
inna mestu óefna.“
Forustiunaður kristinna manna
fól nú andstæðingi sínum, hinum
heiÖna höfðingja, Þorgeir Ljós-
vetningagoða, að ráða fram úr
vandræðum. Hann gerhugsaði mál
ið. Um málalok segir m. a. svo
í Njálu:
„En annan dag gengu menn til
Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér
hljóðs og mælti: „Svá lýst mér
sem málum várum sé komit í ó-
nýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir.
En ef sundur er skipt lögum, þá
mun sundur skipt friðnum, ok mun
eigi við þat megu búa.“
Heiðinginn Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði segir því næst svo:
„Þat er upphaf laga várra, at
menn skuli allir vera kristnir liér
á landi.“
Undu allir þessum málalokum
með þeim árangri að af leiddi
blómaöld Islands, unz sundurþykk
ið varð þjóðveldinu að fjörtjóni.
Nú á þessum fornlielga stað og
á þessari hátíðarstundu bið eg
þann sama eilífa guð, sem þá hélt
verndarhendi yfir íslenzku þjóð-
inni, að lialda sömu verndarliendi
sinni yfir Islandi og þjóð þess á
þeim tímum, sem vér nú- eigum
framundan.
Þjóðhátíð í hverjum bæ
og byggð.
Framh. af 1. síðu.
vallarins. Bæjarstjóri Óli Herter-
víg afhenti íþróttaráði Siglufjarð-
ar völlinn til varðveislu og íþrótta-
mönnum til afnota. Aage Schiöth
formaður íþróttaráðs þakkaði fyr-
ir hönd íþróttamanna. Þá fóru
fram kappleikir í handbolta og
fótbolta og boðhlaupi.
18. júní héldu íþróttamenn há-
tíðahöldunum áfram og fór þá
fram keppni í ýmsum greinum og
eru úrslit í þeim birt á öðrum stað
í blaðinu. Um kvöldið hafði K. S.
samkomu í Nýja-Bíó. Voru þar
flutar ræður og afhent verðlaun.
Öll hátíðahöldin fóru hið bezta
fram bg voru Siglfirðingum til
sóma. Iþróttavöllurinn var fánum
skreyttur báða dagana. Þá blakti
og fáni á flestum húsum í bænum.
Laukur
fæst í
Kjötbúð Siglufjarðar.
Tilkynning um öflun eldsneytis.
Bæjárstjórn liefur borizt tilkynning frá viðskiptamálaráðu-
neytinu um, að miklir erfiðleikar muni verða á að útvega nægileg
kol til landsins, og að vissa sé fyrir því, að innflutningur minnki
mikið.
Bæjarstjórn skorar því á alla bæjarbúa að taka upp svörð
í vor, svo sem þeir frekast geta, til að tryggja það, að sá skammtur
sem hingað fæst af kolum hrökkvi næsta vetur.
Leyfi til svarðartöku geta menn fengið hjá bústjóranum á
mjólkurbúi bæjarins, sem gefur öll fyrirmæli um, livernig ganga
eigi frá mógröfunmn og þurrkvellinum.
Utmæling fer fram á mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl.
4 til 6 Útmælingargjald er 20 aurar á feralin og greiðist mn leið
og útmæling fer fram.
BÆJARSTJÓRI
TILkYNNIIMG
Viðskiptaráðið hefur ákveðið að frá og með 24. júní 1944
megi verð á líkkistum, öðrum en zink og eikarkistum liæst
vera kr. 900.00. Ódýrari gerðir sem framleiddar hafa verið,
mega ekki liækka í verði nema með samþykki Verðlags-
stjóra. Verð á zink og eikarkistum er háð samþykki hans.
Reykjavík, 16. júní. 1944
VERÐLAGSSTJÓRINN.
KfllJPTAXTI
Verkamannafélagsins Þróttar frá 1. júlí til 1. ágúst 1944.
Vísitala 268.
Dagv. Eftirv. Helgid.v.
1. Almenn vinna: 6,49 ‘ 9,73 12,98
2. Skipavinna: 7,32 10,97 14,63
3. Utsk. á síldar- og beinamjöli 8,04 12,06 16,08
4. Vinna við: Kol, laust salt, uppskipun og útskipun á sementi
og lileðsla þess í vörugeymsluhúsi og ennfremur losun síldar
í- úr skipum og bátum: 8,82 13,23 17,64
5. Boxa- og katlamenn: 9,65 14,47 19,30
6. Vindumenn og beykjar 7,75 11,61 15,50
7. Þróarmenn: 7,16 10,73 14,31
8. Kvndarar: 7,83 11,74 15,65
9. Taxti drengja 14—16 ára: 4,82 7,24 9,65
10. Ákvæðisvinna: Malartunna 5,84, tenfaðmur grjót 286,76.
11. Síldarsaltendur tryggja verkamönnum sínum kr. 1200,00 fyrir
2ja mánaða vinnu (dag-, nætur- og helgidagavinnu), er
reiknist frá því vinna hefst almennt .á hverri vinnustöð að
sumrinu, plús verðlagsuppbót.
Mánaðarkaup í 2—4 mán. (alm. dag-á) kr. 1291,22.
Mánaðarkaup í allt að 6 mán. (alm. dagv.), kr. 1255,85.
Mánaðarkaup í 6 mánuði eða lengur (alm. dagv), kr. 1149,72.
Mánaðarkaup þróarmanna kr. 1424,42.
Mánaðarkaup kyndara kr. 1558,42.
Mánaðarkaup vindumanna og beykja kr. 1415,04.
Stjórn Þróttar.
— Kaupið og lesið TlMANN og DAG —