Einherji - 29.06.1944, Blaðsíða 3
EINHERJI
3
Ræda
Þormóðs Eyólfssonar, forseta bæjarstjórnar, við
setningu lýðveldishátíðarinnar í Siglufirði 17. júní
1944, á íþróttavellinum.
---oOo--
Háttvirta samkoma! Konur og
karlar, yngri sem eldri!
I nafni bæjarstjórnar Siglu-
f jarðar leyfi ég mér að bjóða ykk-
ur öll hjartanlega velkomin hing-
að til þes að heiðra hina þýðingar-
mestu og hátíðlegustu stund, sem
íslenzka þjóðin hefur lifað. Stund-
ina, þegar hún fagnar fullu frelsi.
Ásamt ykkur, mörgum ykkar,
var ég í kirkju í morgun. Eg var
þá á annan hátt en áður og af
enn meiri hrifningu gripinn af
hinu mikla meistaraverki eins okk-
ar mesta listamanns — altaris-
töflunni. Hún var mér tákn þess,
sem í dag er að gerast.
Þjóðarskútan okkar hefur verið
á siglingu gegn um stormviðri og
æðandi öldur. Myrkir skýjaflókar
hafa hrannast yfir höfði hennar.
Við höfum æðioft örvænt um
framtíðina.
En nú brýst sólin fram gegn um
dimmu skýin. Það lægir og frels-
unin birtist í sólargeislanum.
Fagnandi breiðum við faðminn
móti frelsinu, sem við vonum og
biðjum guð að gefa, að aldrei verði
framar frá okkur tekið.
„Sjálfur leið þú sjálfan þig“
var hið helzta boðorð forfeðra
okar. „Feðranna frægu og frjáls-
ræðishetjanna góðu,“ sem hingað
komu „austan um hyldýpishaf.“
En því, að leiða sjálfur sjálfan
sig, — vera alfrjáls, — fylgir líka
ábyrgð. Látum þá þungu ábyrgð-
artilfinningu gefa okkur vaxandi
þroska, aukið drenglyndi, meiri
trú á mátt hins góða.
Megi öll þjóðin verða samtaka
um að strengja þess heit, að svo
megi verða.
Með þeirri einlægu ósk segi ég
fullveldishátíðina í Siglufirði setta.
Jónsdóttir og Jóhannes Þórðarson
lögregluþjónn.
Einnig ungfrú Ingibjörg Stefáns
dóttir og Ingólfur Guðmundsson
frá Siglufirði.
Þá hafa einnig opinberað trú-
lofun sína ungfrú Margrét Vern-
harðsdóttir og Bjarki Árnason frá
Litlu-Reykjum í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
Hjúskapur.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband að Möðruvöllum í
Hörgárdal ungfrú Aldís Dúa Þór-
arinsdóttir og Sigtryggur Flóvents
son, verzlunarmaður.
Iþróttamót K. S.
Á vegum Knattspyrnufélags
Siglufjarðar fór fram íþróttamót
þan 17.—18. júní s. 1. I eftirfar-
andi íþrótagreinum urðu úrslit
þessi:
80 metra hlaup:
1. Svafar Helgason _ 10,7 sek
2. Arthur Sumarliðason 10,9 —
3. Haraldur Pálson 10,9 —
Langstökk:
1. Ingvi Br. Jakobsson
2. Svafar Helgason
3. Karl Olsen
Kringlukast:
1. Eldjárn Magnússon 34,30 m.
2. Alfred Jónsson 33,75 —
3. Sigurður Bjarnason 32,40 —
6,23 m.
5,72 —
5,60 —
Spjótkast:
1. Ingvi Br. Jakobsson 49,56 m.
2. Jónas Ásgeirsson 48,32 —
3. Haraldur Pálsson 44,10 —
Kúluvarp:
1. Alfred Jónsson 16,80 m.
2. Bragi Magnússon 15,55 —
3. Eldjárn Magnússon 14,70 —
Þess skal getið, að kúla sú, er
varpað var, var drengjakúla (5
kg. að þyngd), en ekki 7 kg. kúla
eins og venjulegt er.
ÍSIGLUFJARÐARBÍÓ ?
Fimmtudags- og föstudags- z
kvöld kl. 9:
Harðjaxl. .
HUMPREY ROGART \
rsr-rrsrrsrrrsrsrsrrrsrsrsrsrrrsrsrsrsrrsr'rsrsrrrsrrrsr
JN Y JA-BlÓ
| sýnir á fimmtudagskvöld kl. 9 <
? afbragðsgóða ameríska mynd :
z sem heitir >
Týnda stúlkan
Hörmulegt sjóslys.
Þrír Færeyingar drukkna.
---oOo-
I fyrradag var almenn bæjar-
sorg meðal Siglfirðinga og fánar
dregnir í hálfa stöng. Þrír Fær-
éyingar, feðgar, höfðu látið lífið
um eina sjómílu norður af Strák-
unv fyrir ásigling íslenzzks skips,
vélskipsins Hörpu, í. S. 42. Fær-
eysk trilla, Brynhild frá Tværö í
Trangisvaagfirði, hafði kl. 2 að-
faranótt þ. 26. þ. m. farið í sína
fyrstu veiðiför. Fjórir Færeying-
ar voru á trillunni. Eftir klukku-
stund voru þrír af þesum mönn-
um, feðgar frá Tværö í Trangis-
vaagfirði í Færeyjum, liðin lík,
Johan Berk, rúmlega sextugur og
tveir synir hans, Elí 23ja ára og
Hennig 21 árs.
Trillunni hvolfdi við ásiglinguna
og sökk á svipstundu.
Einn skipverja, Clement Jó-
hannessen, komst af. Var honum
bjargað af skipverjum Hörpu,
sem gerðu allt sem hægt var til
þess að bjarga mönnunum. Veður
var allgott, en nokkur vindur, er
gerði erfiðara að sjá á sjóinn.
Orsök árekstursins er talin sú,
að vörðurinn í stýrishúsinu á
Hörpu hafi eigi séð trilluna, ef til
vill fyrir óaðgæzlu. Skipstjóri var
eigi á verði, heldur stýrimaður.
Var hann við stýri, er áreksturinn
varð, en reiddi sig á vörðinn, sem
horfði út um opinn glugga, en
gegnum aðra glugga stýrishúss-
ins sá ekki frá skipinu vegna sæ-
drifs.
Siglfirðingar og allir Islending-
ar harma þetta sorglega slys.
Sextugsafmæli.
Ifimdargerðabækur j
jViðskiptabækur |
jHöfuðbækur |
jllupappír |
jSkrifblokkir j
j KAUPFÉLAGIÐ |
Guðmimdur á Sandi látinn.
Guðmundur Friðjónsson, skáld
frá Sandi, er nýlátinn á Sjúkra-
húsi í Húsavík eftir langa van-
heilsu. Guðmundur hefur ort mik-
\
ið bæði í bundnu og óbundnu máli,
þótt hann alla æfi yrði að yrkja
í hjáverkum sínum, því að fátæk-
ur bóndi hefur ekki mikinn tíma
til slíkra starfa. En þótt aðstæð-
ur væru erfiðar, þá orti Guðmund-
ur á Sandi og orti vel. Mörg af
kvæðum hans munu lifa á tungu
þjóðarinnar um ókomnar aldir
sem minnisvarðar ’eins af beztu
alþýðuskáldum okkar.
Samvinnuhátíð
var haldinn að Hrafnagili í Eyja
firði 24. júní s.l. Var þar minnzt
100 ára afmíælis samvinnuhreyf-
Þann 28.. júní s.l. varð sextuf
frú Guðrún Björnsdóttir frá
Kornsá. Frú Guðrún fluttist til
Sigluf jarðar árið 1909. Skólastýra
Barnaskóla Siglufjarðar var Guð-
rún um margra ára skeið. Síðan
frú Guðrún lét af störfum sem
skólastýra, hefur hún verið for-
maéur skólanefnda, bæði Gagn-
fræðaskóla Sigluf jarðar og Barna-
skóla Siglufjarðar til 1942. Þá hef
ur frú Guðrún tekið mikinn virk-
an þátt í félagsstarfsemi kvenna
hér í bænum og unnið á þeim vett-
vangi ýmsum menningar- og mann
úðarmálum mikið gagn. Flestir
Siglfirðingar þekkja heimili þeirra
hjóna, frú Guðrúnar og manns
hennar Þormóðs Eyólfssonar, og
margur hefur þar notið rausnar
og góðra ráða hinnar hyggnu og
starfsömu húsmóður. Frú Guðrún
er ein af þeim konum, sem ekki
óskar eftir að um störf hennar sé
rætt eða ritað, og mun það því
ekki gert, enda eru verkin sjálf
bezti minnisvarðinn. Einherji get-
ur þó ekki annað en þakkað frú
Guðrúnu fyrir hennar mikla og
góða starf í þágu uppeldis- og
mannúðarmála, um leið og hann
væntir þess, að Siglufjörður fái
enn að njóta starfskrafta hennar
um ókomin ár.
ingarinnar. Voru fluttar margar
ræður og minni. Mikill mannfjöldi
vai* á hátíðinni.
Aðalfundur S. I. S.
var haldinn á Akureyri dagana
22. og 23. júní s.l. Voru mættir
fulltrjiar frá flestum félögum Sam
bandsins. Tvö ný félög gengu í
Sambandið á árinu og. eru sam-
bandsfélögin nú alls 52.