Einherji


Einherji - 29.07.1944, Side 2

Einherji - 29.07.1944, Side 2
2 EINHERJI rsrr>rr«rr'r.^srsrrsrrrsrrsrrrrrsrrsrrsrsr>r'rrsr'rrsr Framsóknar- flokkurinn ætlar að auka blaðakost smn. • I fyrra hóf Framsóknar- flokkurinn fjársöfnun með- al flokksmanna um land allt land í því skyni að auka blaðakost flokksins, eins fljótt og ástæður frek- ast leyfa. Hefir þegar tals- vert áunnist, þótt enn sé mikið ógert. Flokksþingið í vetur sam- þykkti svofellda ályktun einróma, um þetta mál: „Flokksþingið skorar á alla Framsóknarmcnn og stofn- anir vinveiltar flokknum að efla fjársöfnun þá, sem nú er háfin til aukinnar blaðaút- gáfu með ríflegiun fjárfram- lögum, þegar á þessú ári. Skal stefnt að því takmarki, að flokkurinn gefi út vand- að dagblað, eins fljólt og fært þykir, er hæfi lesend- um uin land allt.“ • Tillaga þessi sýnir, að flokksmenn almennt hafa skilningtá þeirri brýnu nauð- syn að auka blaðakostinn til sóknar og varnar mál- stað flokksins. • I þéttbýlinu, einkum bæj- unum, stendur flokkurinn verst að vígi, hvað blaða- kost snertir, og þar er blaðaútgáfa andstæðing- anna öflugust. Dylst því engum, að þar getur flokk- urinn ekki flutt málstað sinn til jafns við aðra flokka og verður þess áreið- lega þörf á næstu árum, frekar en nokkru sinni áður, að þar sé túlkuð frjálslynd umbótastefna. • Einherji vill hvetja alla Framsóknarmenn, til þess að leggja þessu máli lið eftir beztu getu, og vill henda á það, að Fram- sóknarfélag Siglufjarðar hefir samþykkt að fela stjórn sinni að beita sér fyrir málinu hér í bæ. Hún tekur því á móti fjárfram- lögum til aukinnar blaða- útgáfu. Virkjun fallvatna í Fljótum (Framhald af 1. síöuj virkjun þeirrar ár hófst. Þótt hún áður hafi verið mæld alllengi var alveg sjálfsagt að láta nákvæmari mælingar fara fram jafnskjótt og virkjun hófst, hún hófst, án teljandi kotsnaðar, og hefði skilyrðislaust átt að gera a. m. k. með sjálfa Fljótaána. Mælingar þurfa að standa yfir í mörg ár, ef taka á fullt tillit til þeirra. En næsta einkennilegt, að slíkar mælingar skuli ekki hafa farið nákvæmlega fram í Fljótaá. og sjálfsagt að láta slíka mæl- ingu fara fram nú þegar og halda henni síðan áfram í fleiri ár. Ef treysta mætti, að landsstjórn in, og þeir, sem mestu ráða í raf- virkjunarmálum Islendinga í framtíðinni, hefði auga fyrir þeim iðnaðarmöguleikum, sem fram- undan eru í Siglufirði. Gæti komið til mála að láta Skeiðsfossvirkjun- ina ganga inn í lið landsrafveit- una, Siglufirði, nærsveitunum, og landsrafveitunni sjálfri til hags, en það mál þarf áður rækilegan undirbúning sérfræðinga, og íhug- un frá fleiri hliðum. Hitt er Siglfirðingum og nær- sveitunum nauðsyn, að gerð sé íhugul rannsókn og mæling allra þeirra fallvatna, sem í nærsveit- um Siglufjarðar eru, einkum í Fljótum, og fyrir því ætti Siglu- fjarðarbær og Síldarverksmiðjur ríkisins að beita sér og draga ekki á langinn, eins og gert hefir verið að þessu. Ríkisverksmiðjurnar og Skarðsvegurinn. Svo hörmulega vill nú til, að verksmiðjurnar í Siglufirði hafa enga síld til þess að vinna úr, og viðblasir, að verkafólkið, sem ráðið er hjá þeim hafi ekkert eða mjög lítið að gera. Meðan slíkt ástand helzt ætti stjórn verksmiðjanna að fá verka- menn þeirra til þess að vinna að Skarðsveginum. Það er hvoru- tveggja ,,ríkis-fyrirtæki og Skarðs vegurinn auk þess mesta nauð- synjamál héraðsins og beint hags- munamál allra Siglfirðinga. Hægra ætti siglfirzkum verka- mönnum, og öllum Siglfirðingum að verða um öflun grass handa kúm sínum, er bílvegurinn væri kominn alla leið. Ódýrari mjólkur- framleiðsla er eitthvað stærsta hagsmuna- og velferðarmál sigl- RAFMAGNIÐ I BÆNUM Það er illt til þess að vita, að núverandi rafstöð skuli eigi geta fullnægt bænum betur en nú á sér stað og hefir átt sér stað. Hitt er ekki síður athugavert, að slíkt skuli gerast þrátt fyrir það, að Rauðka á mótora fyrir um 200 hö., sem eigi eru notaðir. Hefir heyrzt, að Rauðka geti selt þá fyrir álitlegt verð nú. Væri miklu nær, að rafstöðin keypti mótora þessa af Rauðku og pantaði raf- ala við vélarnar. Við það ynnist, að bærinn gæti betur fullnægt eftirspurninni eftir rafmagni en verið hefir. Einnig ynnist við það, að rafstöðin við Hvanneyrará yrði stærri varastöð. Nú eru um 490 hö, sem nota mætti sem varaafl, ef Skeiðsfossleiðslan bilaði að ein- hverju leyti á veturna. Yrði vara- aflið þá um 650 hö. Þótt það sé ekki stór varastöð, þá munar ekki litlu að, hafa 650 hö. í stað 450. Æskilegt væri, að leiðslan frá Skeiðsfoss bili ekki, eða a. m. k. sem sjaldnast. En því miður má búast við slíkum bilunum á leiðsl- unni á vetrum, einkum nú, þar sem það óráð hefir verið tekið að leggja leiðsluna um Skarðdalinn en ekki Botnaleið, eins og áður hafði verið áformað. Alloft síðasta aldarfjórðunginn hefir snjóflóð runnið í Skarðdalnum og m. a. svift í burtu símastaurum. Er undarlegt, að slík reynsla skuli að vettugi virt, og heyrzt hefir jafnvel, að einn maður hér hafi varað við, að þessi leið yrði valin fyrir leiðsluna. Hvað þetta hafa verið réttlætt með því, að ódýrara yrði að koma staurunum og vírun- um, þar sem bílfær vegurinn væri. Það er nú að vísu satt, að eitthvað yrði það ódýrara, en nú er þess að gæta, að ekki hjálpar vegurinn Fljótameginn, norðan Hrauna, svo að sparnaðurinn við flutningana á staurum og vír er minni en gert er ráð fyrir. Botnaleiðin er á kafla að vísu heldur ekki laus við snjó- flóð, en á þeim kafla hefði átt að steypa öflug steinsteypumöstur, er stæðust snjóflóð. Bæði er líka, að Botnaleiðin er mun styttri (um 3—4 kílómetrum styttri, og styttri svæði þar sem snjóflóð er en á hinni leiðinni. Vér skulum vona hið bezta, en betur hefði þetta mátt fara og vera ráðið. firzkra verkamanna, og yfirleitt öllum Siglfirðingum. Nú er tækifærið til bess að gera skurk í Skarðs- veginum. rrsrr>rrsrrrr>rrrrrsrrrsrrsrrsrr\rrrsrrrrrsrrr S jómanna- og gesta heimili Siglufjarðar. Steypiböðin tekin i notkun. Eins og getið var um í síðasta Einlierja, er þetta fimmta smnarið, sem stúk- an Framsókn nr. 187 starf- rækir Sjómannalieimili sitt. Með hverju ári hefur starf- semi lieimilisins farið vax- andi, enda liefur það átt miklum vinsældum að fagna lijá sjómönnum og öðrum, sem notið liafa starfsemi þess. I vetur hefur verið unnið að því, að innrétta kjallara liússins til þess að koma fyrir höðum. Er nú þessu lokið og böðin tekin I notkun. Baðltlefarnir eru fimm og verður kerlaug á- samt salerni í einum, en heit og köld steypiböð í liin- imi fjórum. Með þessu ér að nokkru hætt úr þeim miklu vandræðum, sem ver ið liafa á því fyrir sjómenn og verkafólk, að fá sér bað. Að vísu eru böð við S. R. fyrir sjómenn, sem þar eru að landa, en það er livergi fullnægjandi og ekki gott að komast þar að nema stöku sinnum. Reynslan mun sanna, að þetta var þarft spor og góð viðbót við starfsemi Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar. Jafnframt er það menning- arauki fyrir Siglufjörð, að að hafa slík almenningsböð árið um kring, því að lík- legt má telja, að böðin verði starfrækt allt árið. rsrrsrrrrrsrsrsrrsrr>rsrr>rsrrsrr>rsrrsrrrr>rrrrrr Forseti Islands heim- sækir Siglufjörð. Tilkynnt hefur verið, að forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, mimi fara í ferðalag um landið og hefst förin 30. júlí. Þ. 5. ág. kl. 4 mun forsetinn koma til Sigluf jarð- ar og dvelja liér til kl. 10 e. h. I fylgd með forsetanum verður einkaritari hans, Pétur Eggerz.

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.