Einherji - 29.07.1944, Side 4
Laugardaginn 29. júlí 1944.
Samvinnustefnan á
enga samleið með niður-
rifsöflum þjóðfélagsins.
(Framliald af 1. síðu)
um, að þeir (kommarnir) væru
einu raunverulegu samvinnumenn-
irnir, sem vildu berjast fyrir vexti
og viðgangi samvinnustefnunnar.
Þegar þeir á þennan hátt höfðu
ýtt mönnum sínuifi inn í raðir
samvinnumanna, og komið sum-
um þeirra að sem fulltrúum á
aðalfund S. I. S. var önnur her-
förin hafin. Það átti að skipta
hverju kaupfélagi í sem flestar
deildir, svo sem neytendadeild,
framleiðendadeild og s. frv.
Neytendadeildin' átti eingöngu
að selja neytendum sem ódýrasta
vöru, en framleiðendadeildin átti
aftur að selja vöru framleiðenda
fyrir sem hæst verð. Þannig átti
að mynda deildir innan hvers
Kaupfélags, sem höfðu sérhags-
muna nokkurra félagsm. að gæta.
Ekkert var líklegra til að valda
óánægju og tortryggni innan fé-
laganna og þar með hindra vöxt
þeirra, enda var það ætlunin.
Jafnframt þessu voru svo ýmsir
forsvarsmenn einstakra kaupfé-
laga, stjórn S. f. S. og skólastjórar
Samvinnuskólans, rógbornir og
kallaðir nazistar, landráðamenn,
pólitískir loddarar og afturhalds-
menn (verri en íhaldið). Undir
þennan söng kommúnistanna hafa
svo andstæðingar samvinnustefn-
unnar (heildsalavaldið og blöð
þess) tekið af hjartans gleði, og
þótt vænt um að fá þennan óvænta
bandamann. En einnig þessi her-
ferð hefir mistekizt gjörsamlega.
Á síðasta aðalfundi SÍS samþ.
fulltrúar hinna ýmsu kaupfélaga
ályktun þess efnis, að Kaupfélögin,
S. I. S. og samvinnumenn myndu
hiklaust berjast gegn hverskonar
klofnings- og skemmdarstarfsemi,
sem beint væri gegn félagssamtök-
um samvinnustefnunnar, 'hvort
sem þau kæmu frá heildsalavald-
inu og blöðum þess eða kommún-
istum og þeirra skriffinnum.
Nú bera kommúnistar sig mjög
illa, og halda því fram, að Sam-
bandið sé nú að ráðast á þá al-
saklausa!!
FARISEAHÁTTUR KOMMÚN-
ISTANNA
í grein í síðasta Mjölni, er nefn-
ist „deilan í Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga."
Kemur ósvífni og Fariseahræsni
kommúnista í samvinnumálum
mjög glöggt fram, þar segir að
Framsóknarflokkurinn hafi „ein-
okað“ allar trúnaðarstöður í SfS
og kaupfélögunum fyrir flokks-
menn sína, en hafi svo reynt á
yfirborðinu að láta líta svo út
sem SfS væri ópólitísk samtök.
Já, heyr á endemi, en sú hræsni!
Eg held, að K. F. S. félaginn í
Mjölni ætti að hugleiða málshátt-
inn „Ekki má nefna snöru í hengds
manns húsi.“
KFS mun nú vera eina kaupfé-
lagið, sem kommúnistar hafa feng-
ið meirihluta aðstöðu í á aðalfundi.
Maður skyldi nú ætla, að þeir
hefðu sýnt samvinnuhug sinn, og
þeir hafa vafalaust gert það. En
hann var þannig: Kjósa átti 2 full-
trúa í stjórn KFS. Þeir kusu tvo
trúverðuga komma, aðrir komu
ekki til greina.
Kjósa átti 2 fulltrúa á aðalfund
SfS. Þeir kusu 2 flokksforingja
komma hér í bæ. Kjósa átti einn
endur,skoðanda (af tveimur, sá,
sem fyrir var er kommúnisti).
Þeir kusu kommúnista.
Nokkru síðar var veitt bókara-
staðan hjá KFS. Allmargir Sigl-
firðingar sóttu um og tveir utan-
bæjarmenn. Annar var kommún-
isti, og honum veittu peir stöðuna.
Þetta er ekki „einokun" hjá Mjölni
Þetta er ópólitísk samvinnu-
stef na!!
HIN PÓLITÍSKA SANNSÖGLI
KOMMÚNISTA í SAMVINNU-
MÁLUNUM
Um stefnu þá, sem 5/0 fulltrúa
á aðalfundi SfS, það er fulltrúar
flestallra samvinnumanna í land-
inu, segir Mjölnir: „Stefna aftur-
haldsaflanna í SfS er í stuttu
máli þessi: SfS leggi niður sína
fyrri stefnu, að vinna að því, að
öll verzlun í landinu verði í hönd-
um neytenda og framleiðenda
sjálfra.
SfS og kaupfélögin taki virkan
þátt í deilumálum verkamanna og
atvinnurekenda, og styðji þá at-
vinnurekendur eftir getu með því
að níða niður verkamannasamtök-
in og baráttu þeirra fyrir betri
kjörum.
SÍS reyni að æsa bændur lands-
ins gegn verkamannasamtökun-
um og hindra, að samvinna verði
milli verkamanna og bænda.“
Hvað segja nú samvinnumenn
um land allt, um þessa túlkun á
málum kaupfélaganna og sam-
vinnumanna ?
Eru þessir menn, sem þannig
skrifa ekki líklegir til að vera ein-
lægir samvinnumenn!!
Er nokkuð undarlegt þótt kaup-
félögin og SlS svari slíkum árás-
um og upplognum ásökunum ?
Þetta er ekki árásir eða stríðsyfir-
lýsing á Mjölnismáli, nei, það er
nú eitthvað annað. Þetta er ópóli-
tísk sannsögli hinna einu sönnu
samvinnumanna!!!
Hvor hefir metið?
Fyrir nokkru sá ég í blaðinu
Vísi innrammaða fréttaklausu frá
Siglufirði. Þar var skýrt frá því,
að Þormóður Eyólfsson hafi verið
rekinn úr Framsóknarfélaginu og
hafi brottreksturinn verið sam-
þykktur með 9 atkvæðum gegn 5,
og 4 hafi setið hjá (það vantar
ekki nákvæmnina). Mér varð að
orði, er ég las þétta: Þar hefur
Viss eignast ,,kollega“, sem hann
getur verið stoltur af, og er nú
spurning, hvor þeirra hefur metið
í ósönnum fréttaburði. Viss eða
„Vísis“-fréttaritarinn. Það fór
líka svo, að Viss var fljótur að
koma auga á þennan skæða keppi-
naut, því nokkru seinna veður
hann fram á ritvöllinn í Neista,
og ræðst þar að „kollega“ sínum
með miklum fjálgleik, og gefur
honum í skyn, að hann sé ekki
enn búinn að slá sig út, en segir
þó þessi spaklegu orð eftir að hann
er búinn að útlista jafnræði frétt-
anna: „Má hinn siglfirzki frétta-
ritari Vísis lofa sig sælan ef hann
sleppur við dóm vegna þessa
fréttaflutnings."
En fyrst þeir Viss og „Vísis“-
mann eru nú farnir að keppa um
metið, skora ég á þá að greina
frá heimildum fyrir fréttum sín-
um, svo Siglfirðingar geti sjálfir
dæmt um hvorum ber metið.
Geri þeir það ekki skoðast þeir
jafnir enn sem komið er. J. Þ.
SKRAUTSTYTTUR
svo sem
HESTAR og HUNDAR
VALUR
VÉLAPAKKNINGAR
nýkomnar
Verzl. Sigurðar Fanndal
15. tölublað.
DRENGJA og TELPU
regn- og rykkápur
höfum vér fengið.
Rápurnar eru mjög
%
góðar og smekkelgar
KAUPFÉLAG
SIGLFIRÐIN G A
RAKSETT
mjög lientug í ferðalög.
VALUR
NÝKOMIÐ:
Mikið úrval af
Kven- og karlmanna-
SKGFATNAÐI
amerískum og íslenzkum
Verzlun
Sígurðar Kristjánssnar
LAUKUR
nýkominn
★
Kjötbúð Sigluf jarðar