Einherji


Einherji - 06.04.1945, Síða 2

Einherji - 06.04.1945, Síða 2
2 EINH ERJI Síldarsöltun og síldarverzlun. Framhald af 1. síðu Bæjarstjórn Siglufjarðar og hafnarnefnd, verða að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að bryggjur og síldarpallar, sem eru í eign bæjarins, verði endur- bætt svo, að síldarsöltun geti farið fram á þeim á komandi sumri. En stöðvar bæjarins eru mjög van- búnar til þess, að síldarsöltun geti farið fram á þeim. Fyrir nokkrum árum átti Siglu- f jarðarbær 8 síldarsöltunarstöðvar sem starfræktar voru til síldar- söltunar. Bærinn á þessar stöðvar ennþá, en aðeins tvær eða þrjár þeirra munu verða notaðar til síld- arsöltunar næsta sumar, jafnvel þótt söltun aukist til stórra muna á landi hér. En stöðvar þessar hafa orðið eða verið gerðar óhæfar til síldarsöltunar af ýmsum ástæðum, sumum góðum og gildum. Goos-stöðin hefur verið lögð niður, sökum hinna miklu mann- virkja síldarverksmiðja bæjarins. ,,Anleggið“ hefur að nokkru leyti verið rifið, sökum hinna væntan- legu hafnarmannvirkja, en það af því, sem ekki verður rifið á næst- unni, ætti að mega nægja til nóta- litunar og netabætinga, svo hægt sé að rýma aðrar stöðvar bæjarins, sem nota mun eiga til þeirra hluta, en að öðru leyti eru hæfar til síld- arsöltunar. Svonefnd Malmquist-stöð, sem bærinn á, var boðin út á leigu nýskeð, en verbúð stöðvarinnar var undanskilin leigu, og vildi eng- inn taka stöðina á leigu til síldar- söltunar af þeim ástæðum, því að ó gjörlegt er að fá pláss hér handa verkafólki að sumrinu, ekki sízt, þegar síldarsöltun kemst í fullan gang. Var stöðin svo leigð utan- bæjarmanni, til nótabætinga. Þetta er afleið frammistaða hjá bæjar- stjórn og hafnarnefnd, og verður í framtíðinni, hvað sem það kostar, að sjá húsnæðislausu fólki fyrir öðru húsnæði en verbúðum þeim, er nota þarf fyrir verkafólk stöðv- anna að sumrinu, enda eru verbúð- ir þessar með öllu óhæfar og heilsu spillandi að vetrinum. Ein af síldarsöltunarstöðvum bæjarins, svo nefnd Antonsstöð, grotnar niður af viðhaldsleysi, svo að hún er nú orðin hættulegur leik- pallur hins mikla fjölda barna, er heima eiga í verbúð stöðvarinnar, sem tekin hefur verið handa hús- næðislausu fólki, en síldargeymslur stöðvarinnar hafa verið stúkaðar í sundur í smá hólf í geymslur handa íbúunum. Hér verða Siglfirðingar að gera bragarbót með ,,nýskipunina,“ ef greiða á fyrir síldarsöltuninni hér í framtíðinni, því auðséð er að hörgull verður á síldarsöltunar- stöðvum hér í nánustu framtíð, og gæti það orðið til þess, að úr síldar söltun dragi hér, en slíkt er bæjar- félaginu hinn mesti skaði, því eng- in atvinnugrein getur komið í stað síldarsöltunarinnar, er veiti körl- um,' konum og unglingum aðra eins uppgripa vinnu yfir sumarið, ef þess er gætt að Siglfirðingar séu „upp á heilan hlut,“ við síldar- söltunina, því það hefur oft komið fyrir að Siglfirðingar hafi þar ver- ið aðeins hálfdrættingar,. en hinn helmingur dráttarins lent hjá inn- lend'um og útlendum síldarkaup- mönnum. Það eru einnig aðrar ástæður til þess, að Siglufjarðarbær hlutist til um að gert verði við söltunar- palla og bryggjur hér í Siglufirði, jafnt þær, sem eru í eign bæjarins og annara, en það er fyrst og fremst sökum þess, hve margir síldarpallar og bryggur eru orðnar óhæfar til umferðar, svo að slysa- hætta er orðin mjög mikil bæði fyr- ir börn og fullorðna, því viðurinn er víða orðin svo feyskinn og meyr í pöllum og bryggjum, að undan mönnum brotnar, þótt heilt sýnist. Ennfremur er hætta á, ef stöðv- ar hér verða í svo slæmu ástandi, er söltun hefst hér á landi að nýju, að ekki verði hægt að salta á þeim, nema að litlu leyti eða alls ekki, að síldarsöltun dragist héðan til annara staða hér Norðanlands, sem eru þegar að undirbúa nýjar stöðvarbyggingar í nánustu fram- tíð. Munu ýmsar stöðvar hér Norð- anlands verða allskæðir keppinaut- ar stöðvanna á Siglufirði, um síld- arsöltun. Má þar til nefna Dalvík, sem með bættum hafnarskilyrðum mun mjög auka síldarsöltun í nán- ustu framtíð. Einnig munu hafnir við Húnaflóa ávalt verða skæðir keppinautar Siglufjarðar um sölt- unina, ekki sízt Skagaströnd, sem með væntanlegum hafnarbótum mun mjög auka söltunarmöguleika þar. Það eru því veigamiklar ástæð- ur fyrir hendi, til þess að bærinn hlutist til um, að sem bezt verði gert við byggingu síldarpalla hér á komandi vori, eftir því, sem föng verða á. Munu eigendur stöðvanna helzt hafa sér til afsökunar hið háa verð á timbri og jafnvel erfitt að fá timbur. En bærinn ætti nokk- uð að geta bætt úr því, með því að gefa kost á timbri úr „Anlegg- inu“, sem hvað vera að mestu ófú- ið og byggt úr góðum viði. Síldarsöltunin er svo veigamikill atvinnuvegur fyrir fólkið, sem þennan bæ byggir og alla afkomu bæjarmanna og bæjarfélagsins yf- irleitt, að skórinn má hvergi kreppa að þeim arðvænlega at- vinnuvegi, þegar markaðir opnast og söltun getur hafizt fyrir alvöru. Það er nauðsynlegt fyrir afkomu Siglfirðinga í framtíðinni, að sigl- firzkir einstaklingar og félög taki sem mestan þátt í síldarsöltuninni, og að sem flestar stöðvarnar verði reknar af heimilisföstum mönnum á Siglufirði. Á það að vera alveg útilokað, að Siglufjarðarbær leigi öðrum en siglfirzkum einstakling- um eða félögum söltunarstöðvar bæjarins og alls ekki til annars en síldarsöltunar. En þá má ekki standa á Sigl- firðingum að starfrækja stöðvarn- ar. Beztu menn bæjarins, sem hafa traust alls almennings í bænum, verða að gangast fyrir því, að Siglfirðingar myndi með sér félög, sem taki að sér síldarsöltun og síldarverzlun og ef til vill niður- suðu síldar. Má vel vera að heppi- legt væri, að félög þessi yrðu fleiri en eitt eða tvö. En Siglfirðingar hafa, því miður, verið altof trauðir til að leysa úr erviðum viðfangs- efnum, með almennum samtökum og félagsskap. Margir eru hér búsettir, sem myndu geta lagt fram talsvert fé í slík félög. Væri ekkert því til fyr- irstöðu, að hlutafélagafyrirkomu- lagið yrði notað, ef menn almennt vildu það heldur en samvinnufé- lagsskap. Þótt slík félög yrðu ekki stór- gróðafélög, yrðu þau vafalaust til mjög mikilla hagsbóta öllum al- menningi hér, með því að stuðla að aukinni atvinnu manna hér vet- ur og sumar. Má því til sönnunar taka til dæmis Samvinnufélag ísfirðinga, sem lengi barðist í bökkum fjár- hagslega, en þó varð samtímis til mikilla hagsbóta fjölda manna á ísafirði. Tunnuverksmiðja Siglu- f jarðar var heldur ekkert stór- gróðafyrirtæki, en varð þó til að bæta mjög úr atvinnuleysi margra hér á erviðum atvinnuleysis- og krepputímum, samtímis því, sem hún stóð undir kostnaði af dýr- keyptri reynslu, því að hún var skóli verkstjóra og beykja í tunnu- smíði. En það er ekkert því til fyrir- stöðu að félög, er rækju síldar- söltun og síldarverzlun hér í Siglu- firði, gætu orðið stórgróðafyrir- tæki. Það, sem gert hefir síldarverzl- un og síldarsöltun ótrygga áður fyrr, hefir einkum verið það, að veiði hefir stundum brugðizt, svo að 1 til 2 ár af hverjum 10 árum hefir söltun verið mjög lítil. Reyndu menn að tryggja sig fyrir þessu reiðileysi í snurpinót, með því að eiga til reknet. Varð það oft til að bjarga mörgum yfir veiðileysisárin, og sumir jafnvél græddu mest á aflatregðuárunum. En þau komu illa niður á öllum al- menningi, sökum þess, hve atvinn- an varð rýr. Það eru miklar líkur til, að mik- ið verði bætt úr þessum göllum í framtíðinni með síldarvörpunni, sem, ef til vill, á eftir áð útrýma snurpinótinni. Svíar gerðu tilraunir með veiði- tæki þetta fyrir stríð og fréttir hafa borizt um, að þeir hafi nú á stríðsárunum mjög bætt veiði- tæki þetta svo, að það muni verða öruggt til síldveiða í framtíðinni. En í.vörpu þessa er hægt að veiða síld þótt hún vaði ekki. En eitt er þó athugavert við veiðiaðferð þessa, en það er, að síldin hlýtur undir flestum kringumstæðum að verða sjódauð í vörpunni, en sjó- dauðasíld hafa kaupendur okkar ekki viljað. En hugga mætti sig við það, að síld verður oftast sjó- dauð í reknetum, og er þó ekkert við því sagt af kaupenda hálfu. Bætt meðferð og verkun á síld mun einnig í náinni framtíð gera síldarsöltun öruggari atvinnugrein en hingað til hefir verið, en slæm verkun hefir mjög oft valdið skemmdum á síld og stuðlað að því, að gera atvinnugrein þessa ó- tryggari, en þurft hefði að vera. Einnig má vænta þess, að með auknu og endurbættu tunnusmíði í landinu megi takast að framleiða betri tunnur til söltunarinnar, en áður hafa almennt verið notaðar, en slæmar tunnur hafa oft valdið skemmdum á síld og miklu tjóni þeim, sem fyrir því hafa orðið. Þá er þess að vænta, að aukin og endurbætt, hús til að geyma síldina í, muni í framtíðinni gera síldarsöltun og síldarverzlun ör- uggari atvinnu, en verið hefir, því síldarskemmdir hafa, oft átt rót að rekja til þess, að ekki hefir ver- ið hægt að verja síldina fyrir hita. Þá er og þess að vænta, að auk- ið fjármagn muni í nánustu fram- tíð stuðla mjög að endurbótum á síldarverzlun okkar Islendinga frá því, sem áður var, og að Síldar- útvegsnefnd eða Samlagi íslenzkra síldarframleiðenda muni með auknu fjármagni takast að auka markaði vora fyrir síld stórlega frá því sem áður var. Fyrir stríð kom það varla fyrir, að Islendingar gætu átt nokkra síldarbröndu lengur en þar til sfld- in var komin um borð í útflutn- ingsskipið. Var margt, sem olli þessu. Fyrst og fremst getuleysi síldarframleiðenda, en svo einnig ótrúin á síldina. Menn þorðu ekki að eiga síldina lengur en rétt á meðan verið var að salta hana, það sem þá ekki var selt fyrirfram. Síldarframleiðendur trúðu ekki á síldina og lánsstofnanir hérlend- ar trúðu því síður á hana. Láns- stofnanir hérlendis lánuðu út á lömb í móðurkviði og þorsk og ýsu og ufsa í sjó, en ekki var við- lit að fá eyrisvirði lánað út á vel verkaða síld í góðum tunnum og Framliald á 3.~síðu

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.