Freyr - 01.11.1917, Side 4
114
FREYR
félag, og samþykfc fyrir það náð staðíestingu
stjóruarráðsins.
Stofnkostnaður áveitunnar að flóðgörðum
meðtöldum, greiðist að 1/i kluta úr landssjóði,
en að 3/4 hlutura skal áveitan kostuð af eig-
endum jarða þeirra, sem áveitan nær til.
Til stofnkostnaðar skal einnig telja aukn-
ingar og umbætur, sem nauðsynlegt bykir
að gera á áveitunni, eftir að hún er tekin til
notkunar, en eru stærri en svo, að fært þyki
að reikna þær til viðhalds. — Með stofnkostn-
aði skal og telja vexti og afborganir aí áveitu-
láninu meðan framkvæmd verksins stendur
yfir, og ennfremur afhorganir af láninu 5 fyrstu
árin eftir að áveitan er tekin til notkunar, ef
afhorgana er krafist af láninu þann tíma.
Tii þess að standast stofnkostnað áveit-
unnar, tekur áveitufólagið lán, að svo miklu
leyti sem með þarf, og nýtur tii þess tilstyrks
landsstjórnarinnar. — Landssjóði veitist keim-
ild til þess að ábyrgjast lán þetta, sé það ekki
tekið hjá landssjóði sjálfum, En trygt skal
það með veði í jörðum þeim á áveitusvæðinu,
er áveitunnar njóta, þó svo að laust sé til
frjálsra afnota jarðeigenda eða veðsetningar
sem svarar 3/s hlutum virðingarverðs hverrar
jarðeignar, samkvæmt mati, áður en áveitu-
fyrirtækið var hafið, en nsest þar á eftir komi
veðréttur laudssjóðs. — Með veðrétti þessum
skal og trygður viðhalds og umsjónarkostnað-
ur áveitunnar. Hann stendur einnig sem trygg-
ing fyrir þvi, að flóðgarðar á hinum einstöku
jörðum séu gerðir.
Heimilt er jarðeigendum, er taka þátt í
áveitunni að greiða áveitukostnað sinn, annan
en viðhalds og umsjónarko3tnað, að nokkru
eða öllu leyti, í eitt skifti fyrir öll, ef þeir
óska þess. Einnig er og leyft, þeim er þess
æskja, að Iá.ta af hendi land er áveitunnar
nýtur, upp i áveitukostnaðinn að einhverju eða
öllu leyti, er sé svo stórt og þannig lagað, að
á því megi reisa nýbýli.
Viiji einhver jarðeigandi ekki taka þátt f
áveitunni, eða kostnaði þeim, sem af henni
leiðir, er heimilt eftir lögunum að taka jörð
þá er um ræðir eignarnámi banda landssjóði,,
eftir mati.
IÞetta eru helztu ákvæði iaganna; en
margt fleira er þó í þeim, sem hlutaðeigend-
um er nauðsynlegt að kynna sér áður en tii
iramkvæmda kemur.
2. Lög um fyrirlileðslu fyrir Þverá
og Markafljót.
Til þess að varna skemdum af ágangi
vatn3 lír í>verá og Markafljóti í Rangárvalla-
sýslu, skulu gerðar þar fyrirhleðslur með
flóðgáttura. Landssjóður kostar þessar fyrir-
hleðslur að 3/4 hlutum en sýslufélag Rang-
árvallasýslu að 1/l hluta. Sýslunefndin jafnai-
þessu gjaldi niður, að einhverju eða öllu leyti
á jarðir þær í sýslunni, er hagnað hafa af
fyrirhleðslnnni. Landsstjórnin sér um fram-
kvæmd verksins, en umsjón og viðhald þess
að verkinu loknu annast sýsluueíndin. Kostn-
aðinum sem af viðhaidinu leiðir, jafnar sýslu-
nefndin svo niður á jarðir þær, sem hór eiga.
hlut að máii. Skal gerð samþykt um viðhald-
ið og niðurjöíhun kostnáðarins.
3. Lög itm samþyktir um kornforðábúr
til skepnufóðurs.
Með þessum lögum eru sameinuð í eítt,..
lögin um kornforðabúr frá 9. júlí 1909 og við-
aukalög við þau frá 10. nóv. 1913. Arlegan.
kostnað við kornforðahúrið eða trygðan korn-
íorða, sem ekki hefir verið notaður, svo sem
vexti, firningargjald og endurnýjunarkostnað,.
greiðir landssjóður að helmingi, þó eigi yfir