Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1917, Síða 5

Freyr - 01.11.1917, Síða 5
FREYR 115 1 kr. fyrir hver 100 kíló korns í því, sem eftir var. 4. Lög um breyting á Rœktunarsjóðslögmum. JÞessi lög eru breyting og viðauki við lögin um stofnnn Rsektunarsjóðs Islands frá 2. marz 1900. Upp í þessi lög eru tekin við- aukalög við þau lög frá 20. okt. 1905. — .Aðalnýmælið í þessum nýju lögum er það, að heimilað er að verja nokkru aí vöxtum sjóðs- ins. eða af 2/8 hlutum þeirra, til þess að .styrkja Búnaðarfólag íslands, til kaupa, tilrama og útbreiðslu i andbún að arverkfæra. Að öðru leyti er eins og áður var, leyft að verðlauna menn fyrir atorku, bagsýni og eftirbreytnisverðar nýjungar í landbúnaði. 5. Lög um samþyktir um kynbætur hesta. Lög þessi eru viðauki við lögin frá 11. des. 1891, um samþyktir um kynbæt.ur hesta. Um leið eru þau einnig endurskoðun á við- aukalögunum við nefnd lög frá 20. des. 1901, -og þau lög þar með úr gildi numin. Aðalatriðið í þessum lögum er það, að bannað er að láta graðfola, eldri en P/2 árs, ganga lausa innan um bross á afréttum eða í Iieimahögum. Hittiat slíkur foli gæzlulaus ann- arsstaðar en i heimalandi eiganda eða geym- anda, skal fara með hann sem óskilafé. Þó er heimilt í samþykt að gera undan- tekningar um graðhesta, sem ætlaðir eru eða notaðir til undaneldis, samkvæmt löggiltri ■samþykt. Q. Lög um breyting á lögunum um vátrygging sveitabœja. Þau lög eru frá 20. okt. 1905, og ná til sveitabæja og annara húsa í sveitum, utan -'kauptúna. Aðalbreytingin er sú, að efcir þess- ura nýju lögum bætir brunabótasjóður bruna- skaðann að ð/6 hlutum, í stað 2/s sem áður var. En hvergi má tryggja þann sjötta hluta húsa, sem ekki er vátrygður samkvæmt lögun- um. — Þá er ákveðið með þessum nýju lög- um, að greiða megi oddvita sveitastjórnar, er hefir með höndum alla stjórn og umsjón bruna- bótasjóðs, eða þeim úr sveitarstjórninni sem þetta kann að verða falið, 50 aura þóknun fyrir hvert vátrygt býli. Yæntanlega verða þessar breytingar á lög- unum um vátrygging sveitabæja til þess, ao nú verði gerð meiri gangskör að því en verið hefir að undaníörnu að stoína í sveitunum brunabótasjóði, samkvæmt lögunum. 7. Lög um alþýðuskóla á Eiðum. Á Eiðum í Suður-Múlasýslu hefir verið búuaðarskóli í mörg ár. Hann var stofnsettur árið 1883. Hefir því starfað þarna í vor er kemur 35 ár. Með þessum lögum er nú ákveðið að leggja niður búnaðarskólann en stofna þar í stað þess alþýðuskóla með tveimur bekkjum og skólatíminn 2—3 vetur. Skólinn skal vera samskóli, jafnt fyrir konur sem karla. Hann á að vera rekinn á kostnað landssjóðs að öllu leyti. Tveir fastir kennarar skulu skipaðir við skólann, skólastjóri með 2600 kr. árslaunum, en annar kennari með 2000 kr. launum. Hvor- irtveggja hafi leigulausa íbúð með hita og Ijósi. — Launakjörin eru góð, mun betur en hjá bændaskólakennurunum. Skólaárið telst frá 20. okt. til 10. maí. En búnaðarnámskeið skulu haldin undan og eítir 3—4 vikna tima, og 8 daga fyrirlestra- skeið fyrir almenning, nær miðjum vetri. Á búnaðarnámsskeiðunnm skal einkum lögð á- herzla á jarðrækt og hússtjórn.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.