Freyr - 01.11.1917, Page 9
FREYR
119
fjárhús, reykhús, sem einnig er notað sem
hesthús o. fi.
Á Hólum í Hjaltadal komst breytingin
strax í kring, enda haíði búnaðarskólinn þar
verið rekinn nm nokkur undanfarin ár, með
svipuðu fyrirkomulagi, og er á bændaskólunum.
Skólastjóri var þá orðinn þar Sigurður Sigurðs-
son frá Drafiastöðum í Enjóskadal. En við
bústjórn eða búinu tók hann ekki fyr en vor-
ið 1914.
Áður en Sig. Sig. tók við skólanum á
Hólum höfðu verið þar skólartjorar, fyrst Jósep
J. Bjarnason fyrv. alþm. og kennari á Hólum
(1882—1888, og aftur 1896—1902) ogHermann
Jónasson fyrv. alþm. ogrithöfundur (1888—1896).
Erá því Jósep Jét af skólastjórn í seinna
skiftið og þar til Sigurður tók við búinu, höfðu
ýmsir verið bústjórar, þar á meðal Flóvent bú-
fræðingur Jóhannesson og Trausti hreppstj.
Geirfinnsson á Hofi. — En jarðarbætur eða
aðrar framkvæmdir voru fremur litlar þau árin
En svo skifti um, er Sigurður tók við búinu.
I þessi 3 ár sem hann heíir haft bú og
jörð, hafa framkvæmdirnar verið þessar:
1. Túnasléttur 25142 fermetr.
2. Sáðland 9050 fermetr.
3. Gaddavírsgirðingar 2344 metr.
4. Vírnetsgirðing 204 metr.
5. Aðrar girðingar 774 metr.
6. Vatnsveituskurðir, 600 metrar á Jengd
eða 1270 teningsmetrar.
7. Eióðgarður um 800 metrar á lengd, eða
504 teningsmetrar.
8. Lokræsi 158 metrar.
9. Áburðarhús 220 teningsmotrar.
10. Safn-for 96 teningsmetrar.
Hetta eru samtals um 2025 dagsv6rk.
Auk þessa hefir, síðan Sigurður tók við
skólastjórn, verið bygt á Hólum nýtt skólahús
úr steini og leikfimíshús.
Og vorið 1914, sama vorið og hann tók
við skólanum, var bygt þar vandað fjós fyrir
20 nautgripi, hlaða, votheys-klefi og áburðar-
hús.
Skrautgarðar — blóm og runnar — eru á
báðum bændaskólunum.
Það er orðið staðarlegt á Hólum og Hvann-
eyri, og ánægjuiegt þar um að litast.
S. S.
Sitt af hverjo,
Sauðfjáreignia
í keiminnm, eða hinum ýmsu heimsálfumr
er talin að vera, eftir skýrsium frá 1914
þessi:
1 Suðurálfn .... 45 miljónir.
- Norður-Ameríku . . 65 •—-
- Suður-Ameríku . . 100 —•
- Austurálfu .... 90 —
- Ástralíu..............120 —
- Norðurálíu .... 180 —
Samkvæmt þessari skýrslu, er féð enn
flest í Norðurálíunni. En talið er, að sauðfó
fari þó heidur fækkandi í flestum löndum álf-
unnar — nema á Islandi. — í Danmörku var
tala sauðfjár:
Árið 1866 1875000 alls.
— 1888 1225000 —
— 1903 877000 —
— 1914 514000 —
í Svíþjóð hefir sauðfé einnig fækkað. Þar
var tala þess:
Á bverta
Alls. lOOOíbúa
Árið 1805 1216000 500
— 1910 1004000 181
Um Noreg*er sama að segja. Þar fækkaði
sauðfénu frá 1915 tii 1916 um 47300 alls.
I Englandi komu á hverja 1000 íbúa árið
1901, 741 sauðkind, en árið 1911 ekki nema
672.
í Ástralíu og Suður-Ameríku heiir fénu
að vísu fjölgað, en í Bandaríkjunum hefir því'
aftur fækkað. Dað er talið, að þar hafi sauð-
fé fækkað frá 1900—1911 urn 7*/2 miljón alls..
*
ílýtt Ræktunarfélag
er nýlega stofuað í Danmörku. Tilgang-